Föstudagur, 28. mars 2025
Hver er þessi John Galt?
Löngu áður en Sovétríkin voru lögð niður af Mikhail Gorbachev og Boris Yeltsin, spáði Ayn Rand fyrir um innfall félagshyggjunnar. Skrifaði hún um það fræga bók, Atlas Shrugged, og fékk þó nokkuð lof fyrir hjá þeim sem skildu efnið.
Nató og ESB hugveitur elska þá frasa, að Sovétríkin hafi hrunið, og að Vesturlönd hafi sigrað Kalda stríðið, með vestrænum yfirburðum. Þessir taka ekki eftir þegar áróðurinn breyttist úr kommúnismi Sovétríkjanna í rússneska harðstjórn og rússneskar mafíur. Þeir sömu sáu ekki undanfarin misseri, að viðhorfin sem þeir lifa eftir, eru hreinræktuð afrit af innprentun og áróðri úr Hollývúdd bíómyndum og daglegum sjónvarpssápum síðan 2001, sem þau sjá ekki gegnum.
Við sem svo gott sem ólumst upp við að skoða alþjóðamál og allskyns hugmyndafræði og útfærslur, þau ár sem Kalda stríðið fór fram, vissum vel að Sovétríkin hrundu aldrei, heldur voru þau lögð niður í kjölfar áhugaverðra samfélagslegra- og þjóðfélagslegra samræðna í þeim knetti (Sphere).
Samræðna sem enn eru þar í gangi, og langt í frá að vera kláraðar.
Staðreyndin er sú að Rússnesk menning - og margar aðrar menningarbaulur eystra - hafa ítrekað reynt undanfarna þrjá áratugi, að benda okkur á hvað er að gerast; að við, Vesturlönd, settum allt í botn, með sjálfumgleði og stærilæti, að verða eins og þau voru áður en þeirra kerfi féll inn í sjálft sig! Því misstum við af lausninni sem þau völdu, eða endurreisn menningarlegrar frumspeki.
Heiti þessarar færslu er einmitt tekið úr bók Ayn Rand, en hún notaði hana sem dulpúnkt (Metapoint) til að draga fram eitt af því áhugaverðasta við innfall á félagshyggju (og kommúnisma), en það er einmitt hugflótti (Brain drain).
Að Ayn Rand var snillingur, er óneitanlegt, að hún var hundleiðinleg, er augljóst. Að hún lýsti af innsæi því sem nú er að gerast, fer engum framhjá, sem enn er virkur hið innra. Sjálfur nennti ég ekki að lesa hana, því tja, leiðinleg, en var bent á meðan ég setti Arkívið saman, að hún hefði lýst því sem ég var þá iðinn við að dýrka upp.
Svo ég fann mér og glápti á bíómyndirnar þrjár sem eru byggðar á bókinni, og skoðaði gömul viðtöl við kerlu. Margir kannast vafalaust við "Rand Corporation," hugveituna sem heitir eftir henni - hugveitu sem í raun vinnur gegn viðmiðum hennar.
- https://www.youtube.com/results?search_query=atlas+shrugged+trilogy&sp=EgIYAg%253D%253D
- https://www.youtube.com/results?search_query=ayn+rand+interview
Tökum snúning á hugarþurrð og sjálfumgleði (Complacency) "okkar."
Á sama tíma og Íslenska Herfustjórnin fagnar á sviði, faðmlögum við Macron og æsir upp til meira stríðs, forðast Rómarstýran, Meloni, að koma of nærri honum, og tekur um leið í sama streng og hinn ónefnanlegi Trömp, að best sé að skrúfa niður í stríðinu.
Þetta síðarnefnda kemur ekki fram hérlendis í Stórustumúgsefjunarmiðlum, ekki heldur að Viktor Orbán í Úngverjalandi hefur blásið til umfangsmestu skatta afslátta í sögu Vesturlanda, og gerir allt sem í hans valdi stendur til að styrkja fjölskyldur lands, og heilindi eigin Þjóðríkis.
Hérlendis er hins vegar "Lýðveldið" nánast gefið ESB mafíunni, látið eins og enginn kynþvottur (Grooming) - eða kynferðislegur heilaþvottur og dulbúin pedófílía - fari fram í grunnskólum landsins, og frekar að aukin sundrun og frumeindun (Disruption & Atomization) sé framin á fjölskylduheill og menningu landsins.
Löng efnisgrein!
Piff.
Þú lest hvergi um hugflóttann sem átt hefur sér stað undanfarin fimm ár, úr Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem vel menntað fólk í verkfræði, fjárfestingum og öðrum akademískum greinum og framkvæmdagreinum (those who practice, rather than boast), yfirgefur.
Helst er að dúkki upp, eða minnst á í framhjáhlaupi, flótti fyrirtækja og framkvæmdafólks frá Kaliforníu og New York til Flórída og Texas. Þú færð ekkert að sjá um þúsundir slíkra sem flúið hafa frá Þýskalandi og Frakklandi til Rússlands, Tyrkjalands, Alsír, Mexíkó og fleiri ríkja sem enn kunna að meta athafnagleði frjáls fólks.
Manstu eftir stórviðburði síðasta árs þegar restin af þeirri litlu stálframleiðslu sem enn er til í Bretaveldi, varð alfarið eign Kínverskra fjárfesta? Sheffield stálið sem Breska heimsveldið byggði allt sitt á og notaði í tvennum heimsstyrjöldum, er horfið, en þeir fáu bræðusluofnar sem enn eru leyfðir eru ekki lengur Breskir. Eins er í Þýskalandi og Frakklandi, þar sem hver verksmiðjan á fætur annarri lokar og færir lögheimilið út úr Evrópu!
Hey, Bretar, Þjóðverjar og Frakkar (Brak, Þrot og Fret), með Íslendinga og Eista (í broddi fylkingar eru á leiðinni í stríð, án þess að eiga nein vopn, eða monninga, og ekkert járn, hvað þá viljuga vígamenn! Á meðan Úrsúla yfirforingi hirðir allan ævisparnað Evrópubúa til að kaupa byssur!
Manstu eftir þegar Úrsúla sendi Þýska herinn á Nató æfingar með kústsköft?
Ekkert um það á marxista-rúv?
Hey hó og Jibbíjei.
Innfallin siðmenning, dáin menning.
Manstu 2021; "farir þú í börnin vekur þú þér bölvætt sem ekki verður ..."
Hið sama er hérlendis, að fólk sem skilur hvernig veröldin virkar, er ýmist farið eða undirbúið. Man nokkur þegar Karin Kneissel - fyrrum utanríkisráðherra Austurríkis - flutti, fyrst til Líbanon og næst til Rússlands? Hún hafði einmitt verið ofsótt af Brussel/ESB mafíunni fyrir að standa með menningu mann-fólks frekar en mann-vera.
Man nokkur eftir greinargerð um þorpið þar sem hún býr nú, ásamt stórum hópi Austurrískra og Þýskra, sem flúið hafa velmegun Evrópusambandsins, til lands sem yfirgaf kommúnismann fyrir tæpum fjórum áratugum og er nú í hröðustu uppbyggingu og velmegun allra landa heimsins?
Manstu þegar þú áttir að hata Alice Weidel og flokk hennar AfD, sem er ýmist uppnefndur nasista eða fasista flokkur? Meirihluti kjósenda AfD, eru Austur-Þjóðverjar, þeir sem rifu Berlínar múrinn og komu af stað öllu umrótinu sem felldi Austur Evrópskan kommúnisma: Þetta fólk hafnar einnig okkar kommúnisma! Voðalega vont fólk!
Hver er þessi Jóhann Galt?
Og nýjasta útspil Pútíns varðandi Úkraínu: Að Sameinuðu Þjóðirnar megi gúffa leifarnar. Nokkuð sem enginn átti von á, en að hans vanda, vel útskýrt og rökstutt, og áhugaverð lausn. Því þegar kemur að stöðunni í Austur Evrópu, er vandi að spá í spilin, hvaða vegir eru í boði á þessum stærstu vegamótum Mannkynssögunnar síðan 1944?
Minn er stundum spurður út í þessi mál, á gólfi, en ég skrifa helst ekki af dýpt um stríðið, hvorki hið Evrópska né Austur-Asíska, en ég næ sjaldan að svara með öðru en "þetta er flókið." Því minn sér margar fléttur og margar hugsanlegar útkomur, með misflókinni framvindu, allt byggt á breytum sem rýndar hafa verið í áratugi. Það er gaman að hitta menn (kk og kvk) sem hafa gaman af djúprýni, og kannast við, en það er sjaldgæft, og yfirleitt ef einhver heyrir umræðurnar, kemur steypiregn af steinrunnri túlkun á steyptum fyrirsögnum, og samræðan strandar á skeri.
Þú getur ekki útskýrt fyrir fíbbli að hann sé fáviti. Þú getur hins vegar hæðst, þeim sem við kannast, til skemmtunar.
Staðan er flókin og útspil Pútíns verulega áhugavert og djúphugsað. "Nuff said."
Eitt af því sem gerist, þegar hugflótti gerist, er einmitt að meðalgreind hóps og þjóðar þverr, og dulsamræður samfélaga undir regnhlíf þjóðfélagsins, þverra.
Þannig breytist félagsvitundin í herfulega rörsýn og þvergirðingshátt, innviðir hugsunar og glæðingar (Inspiration) þorna upp, svo "kerfi" efnishyggjunnar breytast í sálarlausar ofbeldis og kúgunarvélar, og regnhlífin breytist í múra hugstola múgsefjunar og endurtekninga á lausnartillögum sem löngu hafa gengið sér til húðar.
Stundum er minn spurður af Antivistum og Samsæraútskýrendum, já en flýja hvert, og við svörum ýmist með, það skiptir engu máli, eða, ef þarf að útskýra það, þá er það tímasóun. Því bygging sem er yfirgefin deyr, og þú yfirgefur hugarlandið fyrst.
Fólk sem hefur huga umfram heila, skilur þetta, og það gerist leynt og ljóst, helst leynt, því þeir sem tilbiðja Ríkið (Félagið) sem allsherjar Guð, og iðka útstrokun einstaklingsvitundar, eða smala hugum hóps í samhljóm (Consensus), þeir sjá ekki flæði lífs og vitundar með fólki og menningu þess.
Þetta er soldið eins og með það, hvernig
færir gítarleikarar virka á stúlkur, eða
kvenbassaleikarar á pilta.
Meðalmennsku kjánar, sem áorka engu og geta ekkert, annað en að læra á félagsvirkni og tröppugang, sjálfsfrómun og belging, beita ofbeldi, kúgun og raungusnúningi, þegar fólk snýr við þeim baki, hvort heldur fólk yfirgefur girðinguna í raunheimi eða hugarheimi. Þetta er það sem við eigum við þegar við segjum, Flýðu, Lifðu - Exodus - því saga allra alda, hvort heldur hún er skrifuð í Bibbunni eða Heimskringlu, eða í annarri frumspeki, skrásetur þetta.
Mannkyns-saga félagsins, efnisins og valdsins (Society, Material, Authority), skráir þetta helst ekki.
Staðreyndin er sú, að Félagið, Efnisveran og Valdið, er frumspeki sem aðeins þrífst sem skreyting á lifandi menningu og dafnandi siðmenningu. Menning eru ekki listir, heldur hin lýsta hugsun mannfólks, en Siðmenning er sú lýsing sem nota má til að skapa dultraust (SIÐr) til velferðar og velmegunar óháð yfirvaldi og hugmyndafræði.
Nú sést hvað átt er við með orðunum "menning deyr" eða "menning dáin" - eða - þegar lýst hugsun mannfólks þornar upp, eða hið raunsæja verður órökrétt eða hið rökrétta óraunsætt, svo ekkert má taka úr flæði hennar til siðfræði og siðferðis (Ethics and Morality).
Sem fyrr segir, þá snúast allar helgar ritningar allra Siða Sögunnar (ekki mannkynssögunnar) að miklu leyti um þetta. Hvernig hlúa má að lifandi menningu, svo siðmenning dafni, svo leiðin framundan sé hverjum manni greið án girðinga.
--
Árin 2015 til 2016 tók minn eftir því að allsherjar ritskoðunar blæti - í anda Kaþólskra Miðalda - var að hefjast á Vefmiðlum, eða Samfélagsmiðlum Netsins. Hóf því mynstrun í ársbyrjun 2017 á hvernig væri vídjóbloggað, og kom bæði Íslenskum og Enskum myndskeiðum þannig fyrir, að þau mynda Arkívið. Vann síðan allan vitnisburð, þannig að færi í Arkívið, óháð því hvar rásirnar væru hýstar hverju sinni. Næstu fjögur ár, sáum við hvern útlenda bloggarann á fætur öðrum, sem hafði eitthvað að segja, hverfa, og marga þeirra kvarta sáran þegar efnið þeirra hvarf. Hvers vegna sáu þeir ekki morgundöggina gufa upp?
Síðan 2020 hafa ekki margir verið á erlenda Vefnum, og enginn þeim hérlenda, sem hafa haft neitt að segja. Rýni, rannsókn og gaumgæfni (Discernment) hafa verið strokuð út, lýsing mannlegrar hugsunar er horfin. Henni var eytt og hún hafði ekki lífsneista innri dyggða sjálfri sér til glæðingar. Þetta mun lagast, en ekki í bráð.
Eftir situr stjarfur meginstraumurinn og vandlega uppdiktaður jaðarstraumurinn (stýrða andstaðan). Vissulega eru margir í jaðrinum sem hafa margt áhugavert að segja. Ekki er ætlan að niðurtala neinn hér, heldur ítrekun á spurningu Buckminster Fuller; "hvað hreyfir nálina?"
Eins og margir vita, veltum við því fyrir okkur hér, t.d. hvernig mælirðu Siðrof? Eins er með lýsta mannlega hugsun. Hvernig mælirðu hvort hún sé lifandi eða dáin. Eitt af því er frjósemi áhugaverðra kenninga - (minnum á að Áhugavert þarf ekki að vera Raunsætt). Við höfðum margt að segja um Samsæriskenningar, fyrir tæpum áratug, þegar við fórum einmitt ofan í muninn á kenningum stýrðu andstöðunnar annars vegar og alvörugreiningum hins vegar.
Þetta var skemmtilegt tímabil en lærdómsríkt.
Hvernig mælum við þetta ástand (State)?
Jú, launhelgafórnin á Gene Hackman, Betsy Arakawa, og hundinum.
Margt hefur komið fram í þeirri áhugaverðu sögu, og mörg brot í henni ásamt táknfræðilegum ábendingum. Ljóst er að meitlarar vilja að sagan sé greind - því leynd feigðarför er þarna boðuð - en a) það eru engir virkir samsæragreinendur lengur sem hafa til þess kunnáttu, og b) þeir fáu sem reyna við greiningu hvorki valda henni né ná athygli.
Það hefur enginn áhuga. Nenni ekki að greina þetta, veit ekkert hvað fórnin snýst um, þó hún sjáist skýrt. Við vitum öll að menningin hefur breyst úr flæði í dý og að SIÐr breyst úr hlíf í sköfu. Til hvers að greina staka tóna í falskri sálumessu (Requiem)?
--
Hér kemur einmitt snilld Ayn Rand, því röng spurning leiðir til rangs svars:
Hvar er Jóhann Galt?
Athugasemdir
Góður Guðjón, -takk fyrir nennuna.
Ekki veit ég hver þessi Jhon Galt er, hefði ekki nennt til að lesa Ayn Rand, lét Falið vald Jóhannesar Björns duga hérna í denn.
Takk fyrir að minna mig á Karin Kneissl, það datt niður í kollinn á mér fyrir skemmstu, hvað skyldi um hana hafa orðið, en svo gufaði hugskotið upp við næstu bombu í símboðunum.
Nei við sjáum ekki fetinu lengra meðan við sitjum við medíuna, en mér kemur samt helst til hugar að þessi Jhon Galt sé snjallmenni, gott ef ekki sjálfsafgreiðslu kassi.
Guðs blessun og bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 28.3.2025 kl. 16:10
Takk fyrir innlitið, Magnús. Snjallmenni segirru, kannski bara Avatar úr álfheimum. hehe - bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 28.3.2025 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning