Föstudagur, 21. mars 2025
Ranghugmynd dagsins - 20250321
Sósíalismi* er eitur sem reynir að eigna sér allt. Þú getur ekki skilgreint hvað "þjóðin" er, hvað þá að hún eigi eitthvað - allt annað eru kommúnistar að hræra í þér svo þeir geti sölsað allt undir sig.
Þannig séð, sé fyrirbærið "þjóð" yfirleitt til, þá er hugurinn eina auðlind þjóðar og árvekni eina leiðin til virkjunar hans.
En því miður heyrist aðeins bergmál af innprentun sem sumir telja greind og sálarskertum leirburði, svo sé þjóðin til, er auðlind hennar tæmd. Löngu tæmd, því af sögum að dæma, sem enginn lengur man, var eitt sinn hugur, en ég veit ekki hvort hann tilheyrði fyrirbærinu þjóð.
Reyndu að útskýra þetta fyrir bergmálsfólki og leirmennum.
Ekki ofreyna þig.
--hinthint
Þegar þetta skilst, vaknar spurning, hvernig glæðir (Inspires) þú dáinn huga, svo hann lifni?
* Enginn greinarmunur er gerður hér á Sósíalisma, Kommúnisma, Marxisma, Fasisma, Kirkjuisma, eða neinum öðrum hóp-safnaðar--og--lýð-sefjunar-ismum.
Úr einu í annað:
Fyrst verður þó sendiráðið opnað!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning