Þriðjudagur, 18. mars 2025
Mælanlegt siðrof og rekjanlegt siðleysi
Hérlendis hefur tíðkast undanfarin ár, að fólk sem starfar í stjórnkerfinu, s.s. þingmenn (löggjafar), ráðherrar, og embættismenn, ásamt ritstjórum fjölmiðla, uppnefna erlenda ríkisráðsmenn - og ríkisleiðtoga - ónefnum á borð við djöfullegir, ómenni, illmenni, og svo framvegis.
Viðhengd frétt er gott dæmi um blæti Íslensku valdamafíunnar, í haturseltingum við ýmsa erlenda ríkisleiðtoga og stjórnmálamenn. Þeim væri nær að fjalla um stórfelldar skattalækkanir Viktor Orbán á dögunum, eða ofsóknir ESB tengdra dómstóla í Rúmeníu gegn lýðræðinu eða annað því tengdu.
Firringin er í algleymingi.
Þetta birtir vel siðleysi þessa fólks sem setur okkur hinum lög, og framfylgir þeim; því þetta er ólöglegt samkvæmt hegningarlögum, rétt eins og ólöglegt er að brjóta gegn lögbundnum hlutleysisgrunni (ekki stefnu) Íslenska Lýðveldisins.
Þetta kristallaðist vel í sóttvarnalögunum í febrúar 2021, sem leyfðu fullkomlega Stalínískan Nasisma á landinu, án nokkurra varnagla, án nokkurra vísindalegra skilgreininga, og án þess að taka neitt tillit til rekjanlegra staðreynda s.s. þegar ríkið hefur áður gerst skaðabóta- og miskabótaskylt vegna "stunguefnaskaða".
Hér er engin siðmenning, og það er ekki skoðun mín, heldur lagaleg mæling.
... og það er enginn sem vill ræða það hérlendis, sem er fullkomið og al-mælanlegt siðrof (Anomie); sem er fín skilgreining á almennri siðblindu.
* Siðblinda er Psycopathy, og Siðleysi er Sociopathy - - þegar almenningur er siðblindur verður elítan að siðlausri stjórnvaldsmafíu og gervigreindar kerfin (og snjallsímarnir) að gaddavírsgirðingu yfir hyldýpinu á milli Almúgajóns og Elítujóns.
ath. Grunnur þessarar færslu var áður ritað sem athugasemd við ágætan pistil Ingólfs Sigurðssonar, viðhengt sömu frétt - en uppfært sem sjálfstæð færsla, hann beðinn velvirðingar.
e.s. Hef áður fjallað um mælanlegt siðrof - og þá í víðara samhengi - en slíkt er lögfræðilega og heimspekilega mælanlegt, og nær til hóps og getur náð til þjóðar, jafnvel heimsálfu, og eins síðan í mars 2020 til Mannkynsins alls - spilling er meira afmörkað fyrirbæri fyrir smærri hópa s.s. mafíur, leynifélög, óformlega hópa, og einstaklinga. Þegar slíkt er mælanlegt, og firring (Alienation) gagnvart því er allsherjar, erum við komin fram af og flótti eina lausnin, s.s. gengnar kynslóðir hafa sannreynt og er marg vottfest í gegnum aldirnar. Þetta er ekki skoðun eins manns með óreiðuskoðanaröskun, heldur áreiðanleg mæling.
![]() |
Lýsir náðanir Bidens ógildar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning