Sunnudagur, 19. janúar 2025
vók + trömp = strók
Fyrirsögn færslunnar væri "þjóðinni" líklega læsilegri á ensku eða - Woke plus Trump makes Stroke - eða þannig. Essið er sett fyrir stíl, líklega augljóst. Hitt er áhugavert, og það eru valsbrögðin (Tactics) í þeirri kynningartækni (Branding Strategy) sem Trömp tileinkar sér, aftur og aftur og aftur.
Viðhengd grein mbl - miðils sem í dag er lengst til vinstri á breiðvangi Íslenskra fjölmiðla, rétt eins og Ósjálfstæðiflokkurinn sem er í dag líkari Rússkenska Kommúnistaflokknum en nokkrum öðrum - reynir að gera lítið úr Jon Voight, Mel Gibson og Sylvester "Sly" Stallone, en geigar svo skotið að lyppast niður eins og krumpaður geldingur í snjóbaði.
Eins og allir vita er Jon Voight þekktur fyrir að leika fanta, en í seríunni "Ray Donovan" sýndi hann hversu afburða fær leikari hann er - og sinn innri styrk - með fullri virðingu fyrir snillingnum Liev Schreiber sem var aðalapinn í seríunni, án Voight hefði serían ekki verið sýningarhæf.
Aftur og aftur í þessari seríu, sýndi hann og sannaði einlæga virðingu sína fyrir vestrænni menningu, og umfram allt, fyrir konum. Eins með Mel Gibson, sem í What women want, sýndi hina sömu einlægni, en Sly trompaði þá báða í fyrra - af sinni alkunnu snilld því hann gerir allt framúrskarandi sem hann snertir á - þegar hann gerði reality TV seríuna af tilveru sinni með konunum sem stjórna öllu hans lífi honum til hamingju og glimrandi karlmennsku.
Það er alltaf sama sagan hér á Stórastamúgsefjunarlandi, Fúsk og Gímald eru keppnisíþróttir.
Manstu þá tíð, þegar enn var til húmor á landinu? Hvernig liði þér ef þú værir síðasti fyndni bloggari landsins?
Allir muna eftir þegar Lucy Liu lamdi
Mel Gibson í klessu, í Payback.
... og að lokum sena sem krefst sjálfsöryggis!
Trump skipar Hollywood-sendinefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning