Miðvikudagur, 15. janúar 2025
Viðskiptahugmynd dagsins - 20250115
Hef undanfarin misseri velt fyrir mér ágengri hugmynd, sem við fyrstu sýn kann að virðast óraunsæ, en hún sækir á, og virðist æ raunsærri. Að ég einn og einsamall - eða án annarra starfsmanna - gæti farið í samkeppni við Póstinn; skilað hraðar og betur, á lægra verði, og samt tekið lögboðna matartíma.
Svo er annað, sem fór að hugsa í gærkvöld og gat ekki sofnað lengi vel, fyrr en ég fór framúr og fékk mér smók, og aftur, að ég loksins gat sært óreiðuhugmyndina á brott, alla leið norður og niður.
Hugmyndin er svona; ef ég ræki útvarpsstöð, eða væri með reglulega hlaðvarpsrás, myndi ég bjóða þolendum sprautanna að hringja inn (eða senda stutta upptöku úr símanum sínum) til að tjá opinskátt reynslu sína af sprautunum, bæði með og móti. Veita þögulli þjáningu rödd.
En ég myndi forðast að predíka einhvern Antivisma í þáttunum, ég þoli ekki sannleikskverúlanta.
Svona getur maður verið vitlaus á dimmum vetrarkvöldum, tveim dögum eftir fullt tungl.
Hm.
Skyldi fullt tungl vera samsæri?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning