Óreiðuskoðanaröskun dagsins - 20250105

Tim Burton, einn mesti snillíngur kvikmyndaheimsins, gerði bíómynd um Ed Wood, því hann vildi viðurkenna, að jafnvel í hópi þeirra lélegustu væri einhver í fremstu línu.

Ed Wood var klárlega lélegasti B mynda leikstjóri Hollývúdd, og átti klárlega skilið að Tim Burton gerði hann ódauðlegan í kvikmynd.

Þess vegna held ég að Tim Burton þurfi að gera bíómynd hér á Íslandi, sem er fremst í hópi þjóða, í opinberri lágkúru, almennum sjálfsblekkingum og allsherjar múgsefjun.

Svo við verðum stolt af sjálfum okkur aftur, frekar en að þykjast vera það. Hver veit, Útvarpsmenn gætu jafnvel hætt að flissa yfir eigin fyndni í öðrum hvorum útvarpsþætti og látið sunnudagsþættina duga.

... enda er það hefð, Rasmussen bjargaði Íslenskunni, Watson bjargaði hundinum, Jörgen Jörgenson mynti okkur á að endurvekja innlenda lagagerð, Danakóngur bjargaði bókunum frá að verða buxnabætur, og Tim Burton mun gefa okkur aftur sjálfsvirðinguna.

Gleymdi ég einhverjum útlendingi sem bjargaði Íslendingum frá sjálfum sér?

 

 

 

Hey, strákarnir í Red Letter Media hafa fjallað um myndina. Kannski þeir ættu líka að gera þátt um Íslenska fjölmiðlun, á eftir Tim Wood myndinni ... :

Við yrðum sko flott "þjóð" - hvað svo sem það annars er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband