-rrr-

Einu sinni átti ég málkunningja, ágætis maður sem hafði gaman af að velta fyrir sér ýmsum málum og hafði alltaf eitthvað áhugavert tillag. Þegar fyrir lá að -elítan- myndi sprauta alla þjóðina eins og allsherjar safnþró af rottum, reyndi ég að vara hann við.

Hann horfði á mig, hugleiddi þetta með Farsóttina og Eitursprautuna, og segir síðan við mig "hvernig er hægt að ljúga svona stórt?"

Ég veit svarið í dag; þegar -elítan- er siðlaus og almúginn siðblindur, er hægt að ljúga hverju sem er, að hverjum sem er, hvenær sem er, og það verður Sannleikurinn.

Ég sakna hans stundum, því fólk sem getur átt samræður, er ekki á hverju strái, og fer fækkandi, sumir horfnir í sprautuskaðann, en aðrir með hugur-sprautaður-slökkt.

Á sama vettvangi voru hjón, sem einnig trúðu á "ekkert lyktarskyn og ekkert bragðskyn þegar PCR greining segir þig smitaðan." Þeim fannst ég vera algjör fáviti að "trúa ekki á vísindin." Hann dó með miklum harmkvælum í kjölfar sprautunnar og síðast þegar ég frétti af henni, voru meira og minna öll líffærin í rúst, en ég hef ekki frétt nýlega hvort hún hafði það af. Í það minnsta sést hún ekki lengur á vettvangi.

Mörg andlit eru horfin, en hugur allra og vitrænar samræður, hvað þá uppgjör á glæpnum; það gerist ekki.

Mann-kynið er dáið.

Eftir stendur Ríkið, Réttlætið og Ránið; --[g]rrr-- yfirflóandi af Leirmennum og Bergmálsvitringum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Herskyldan Guðjón, -herskyldan, ekki má gleyma henni.

Að öðru, -þó því sama. Ég hugsa stundum til valkyrjustjórnarinnar væntanlegu í sambandi við seiðhjallinn og þegar það varð kátt í höllinni.

Skyldi herskyldan verða valkvæð, eða þá boðið upp á fangabúðir? -mér sýnist innviðirnir vera flestir til staða.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 16.12.2024 kl. 19:07

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Já, það er skelfileg staða komin upp.

Bestu kveðjur, og takk fyrir innlitið.

Guðjón E. Hreinberg, 16.12.2024 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband