Fimmtudagur, 5. desember 2024
Liðinnakviða
Valkyrjan er tvífætt kvenvera sem áður var ung og falleg stúlka sem Æsir hafa brottnumið og gamnað sér með, en þegar að urðu leiðir á var umbreytt í hana sem kyrjar yfir þeim er fallið hafa í valinn í átökum við lífs og veru véla og undra.
Hún er því hvorki lífs né liðin, hvorki mennskra né vana, tíminn er henni óriðið undur, og hún dundar sér í ætíðum hins óræða við endurtendrun þeirra er [v]alföður þóknast að færa til sinna.
Það segir sumum nóg, og öðrum ekkert, að þetta hryllilega hugtak sé límt á "fólk" (eða uppvakninga) sem nú fá að búta þjóðarlíkið í sundur.
Segðu svo að meitlarar sálar þinnar hafi engann "húmor" fyrir sjálfum sér.
... og þessa vexölu tíð þegar flestar valdstjórnir "vesturveldanna" um allan heim eru í uppnámi, og "þjóðir" þeirra þekkja hvorki ímyndunarafl né húmor, hvað þá táknmál eigin dánu menningar; man enginn Bölvættinn sem vakinn var þegar farið var í börnin ...
e.s. 20241208-21:23 - - Þessu bloggi er nú formlega hætt (þó ekki lokað), Spennulosun fer nú eingöngu fram á FB og Twitter. Góðar stundir.
Athugasemdir
Góður Guðjón, -nú er Darraðardansinn hafinn.
Um valkyrjur má bæði lesa í Darraðarljóðum Njálu um Brjánsbardaga og í Þorsteinssögu Síðu-Hallssonar.
M.a. þetta eiga dísirnar að hafa sagt Þorsteini.
Allskörpu hefir orpið
ævin-Hildr með lævi
fyr herðöndum hurðar
heinar ægis beini.
Gumnum stendr fyr gamni
Gerðr með brugðnu sverði.
Bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 5.12.2024 kl. 18:10
Takk fyrir þetta, Magnús, nú vantar að Ingólfur vinur okkar hnýti slaufuna á þetta hjá okkur.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 5.12.2024 kl. 18:12
Já, vonandi leggur Ingólfur okkur eitthvað til í valkyrjupottinn.
"Föstumorgininn varð sá atburður á Katanesi, að maður sá, er Dörruður hét, gekk út. Hann sá, að menn riðu tólf saman til dyngju nökkurrar og hurfu þar allir. Hann gekk til dyngjunnar og sá inn í glugg einn, er á var, og sá, að þar váru konur inni og höfðu vef upp færðan. Mannahöfuð váru fyrir kljána, en þarmar úr mönnum fyrir viptu og garn, sverð var fyrir skeið, en ör fyrir hræl. Þær kváðu þá vísur nökkurar":
Darraðarljóð fjalla um Brjánsbardaga sem var við Dublin 1014 og var uppgjör víkinga og Íra. Nokkrar sögupersónur Njálu tóku þátt og það er í þeirri sögu sem ljóðið varðveitist. Þetta var sennileg síðasta skiptið sem Íslendingar voru þátttakendur í erlendum erjum þar til þá á okkar dögum.
Í ljóðunum eru það konur sem spinna vef í vefstólum gerðum úr innyflum, höfðum og búkum karlmanna, frekar óhugarlegur kveðskapur. Kormlöð hét sú sem var örlagavaldur Brjánsbardaga, raunveruleg persóna sem sat allt í kringum borðið.
Darraðarljóð eru bergmál af því heiftaræði sem sleit öll tengsl á milli íslenskra og írskra manna, jafnvel þó svo að Íslendingar hafi verið sem lítið peð í liðsafnaði víkinga. Það töpuðu allir eins og vænta mátti. Það er vegna Darraðarljóðanna sem við eigum máltækið darraðardans.
Magnús Sigurðsson, 5.12.2024 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning