Opinber kímni brátt lögfest, og óopinber stöðluð

Vænta má reglugerðar um útfærslur á kímni, gríni og "húmor" ásamt leiðbeiningum varðandi persónulega og ópersónulega notkun, svo og skilgreiningar á því hvenær stjórnmálafólk, ritstjórar, og embættisfólk eru fyndin og hvenær ekki.

Til dæmis fór minn á Sýsluskrifstofuna í dag, átti erindi. Þegar opinberi starfsmaðurinn tjáði mér hvað á verðskrá er fyrir Almúgajón (Scumma de Terra) og hvað fyrir Öryrkjajón (Untouchables), sagði minn kankvíslega; ég þarf að ræða þetta við Sýslumanninn!

Það þótti ekkert fyndið.

Svo minn reyndi aftur; þú afsakar hvernig ég læt, maður fær kvíðakast í samskiptum við embættin.

Nei það getur ekki verið, svaraði opinberi starfsmaður (grá-brosandi), við erum öll mannleg hérna.

 


mbl.is „Við verðum að hafa húmor fyrir sjálfum okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband