Ranghugmynd dagsins - 20241126

Hef tekið eftir að "stjórnmálafólkið" sem í boði er, hagar sér eins og a) engar árur, b) allir litlausir og innfallnir og c) straumur af merkingarlausum hraðsögðum orðum og d) enginn brosir af innri ró og e) mikið af stjórnlausu handapati eins og hjá fólki sem veit hvorki hvað það segir né hvort eitthvað sé að marka langlokuna.

Innfallin siðmenning.

Viðbót úr daglega lífinu:

Mikið fjör að gefa brauð við Fitjatjörn í morgun. Ein álftanna þorði að taka bita úr útréttri hendi, og sjálfsagt hugsar hún um það fram eftir degi. Vetrar gæsirnar eru sumar nokkuð djarfar að sniglast inn á milli álftanna og ná molum. Snéri mér að gæsahóp sem var ögn til hliðar, og uppskar hávær mótmæli frá álfta-unglingunum í hópnum.

Held að hópurinn sé farinn að þekkja bílinn og karlinn ... kannski bregðast þau þannig við öllum sem koma, en það lifnar yfir öllum hópnum þegar maður rennir inn á svæðið og kemur út úr bílnum með brauðpokann.

 

2024-11-26--03

Fuglalíf á Suðurnesjum (FB)

Það sem allir eru að hugsa, og enginn viðurkenna: Frá 1264 til 1944 höfðum við konungsætt, og öllum leið vel! Núna, Quislínga ...


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband