Föstudagur, 22. nóvember 2024
Ranghugmynd dagsins - 20241122
Eins og upplýst var nýlega, var það Nató sem gaf fyrirskipun - í samstarfi við WHO og ESB um að loka fólk í fangelsum á heimilum sínum og síðan að smala fólki ýmist með valdi eða fortölum í stærstu erfðafræðitilraun allra tíma.
Allir vita að Norski þjóðamorðinginn Jens Stoltenberg stýrði Nató á þessum tíma, en færri vita að sami dímon-í-mannsmynd var áður innsti koppur í búri hjá engum öðrum an ofur-þjóðarmorðingjanum Bill Gates (GAVI).
Þar sem þetta er rekjanleg staðreynd, er um augljósa samsæriskenningu að ræða.
Auðvitað eru þessir mannvinir ekki þjóðamorðingjar, þeir elska okkur; færslan er aðeins Spennulosun á ranghugmyndum og óreiðuskoðunum veiks manns. Bannað er að taka mark á Spennulosun.
Athugasemdir
Sæll Guðjón,
Til hamingju með þessa færslu sem ég fékk actually some input og góðar upplýsingar sem ég vissi ekki. Venjulega þarf maður Enigma til að ráða í þín skrif sem örfáir hafa á sínu en það virðist ekki skipta þig máli hversu margir skilja þín sýn eða skrif heldur bara að einhver átti sig á því. Er þokkalega ánægður með mig í kvöld .. Engin crypto í kvöld bara góð skrif og góðar upplýsingar fyrir okkur hálfvitana.
Þröstur R., 22.11.2024 kl. 01:26
Takk fyrir þetta, Þröstur, ég hélt að þetta væri allt saman gegnsætt hjá mér :) en ég er ekki að reyna að miðla neinum sannleikum, þetta er bara Spennulosun á suðukatlinum.
Bestu kveðjur.
Það gleymdist að minna á: Jens er ennfremur aðal gerandinn í stríðsglæpum Nató í Úkraínu. Mætti halda að hann væri skyldur Gro Harlem, einum aðal höfundi yfirtöku 70 stofnana SÞ á Heimsþorpinu.
Guðjón E. Hreinberg, 22.11.2024 kl. 01:54
Góður Guðjón, -það vissi ég í gegnum prestsoninn, -að elítan elskar oss.
Eftir að hafa heyrt Jens úttala sig um gæskuna hvern einasta dag í norska ríkisútvarpinu eftir mitt sumar 2011.
Já það var mikið hjálpræði sem þeir Bill höfðu fært Afríkubúum, -og seinna öllum heiminum í æðra veldi.
Bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 22.11.2024 kl. 06:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning