Miðvikudagur, 20. nóvember 2024
Þögla stríðið
Sjö ára stríðið - sem spannaði allan hnöttinn - var að mestu Breskt stríð, og um það bil kynslóð síðar voru Breskar hugveitur áhrifamiklar í að koma á Frönsku [lita]byltingunni, og í kjölfar hennar voru Bretar aðal gerendur í sex samsteypum (Coalition) hverri á fætur annarri í átján ár, í hernaði gegn þáverandi Evrópusambandi Napóleóns keisara.
Var Napóleón árásar aðilinn eða verjandinn? Hver getur fundið það út í dag, eftir tveggja alda slípun á sagnfræði sigurvegarans? Veistu af skæruhernaði Alexanders á landamærum Póllands sem ýrðu Nappa af stað til Moskvu? Hvað veistu um lagasmiðju samtímans, sem aftur er byggð á lagasmiðju Nappa keisara?
Slæmur gaur Nappi, eða þannig, tapaði stríðinu en sigraði SIÐrinn*!
Veistu hvaða fjármagns ættir fjármögnuðu Nappa og eru enn meðal þeirra ríkustu í heiminum og markaðssettu Rothschild kenninguna til að vísa þér annað? Við greindum þetta einnig, en þú finnur ekkert um það í akademíu breska húmanismans.
Næstu öld á eftir voru Bretar í fararbroddi heimsvaldastefnu kristilegs húmanisma, sem lagði undir sig heiminn. Leppríki þeirra Frakkland fékk þau svæði sem Bretar vildu ekki, Hollendingar rest ásamt Belgum, en allir vita að Hollensku og Belgísku aðalsættirnar eru sömu ættir og þær Bresku.
Þá kom fyrri heimsstyrjöldin þar sem tókust á Breskur húmanismi og Austurrískur. Í Arkívinu ræddum við ýmsa hluti í sagnfræðinni, grófum okkur niður og þvældumst fram og til baka, yfir langt tímabil, og þetta var niðurstaðan, sem var ítarlega útskýrð.
Þessi heimsstyrjöld snérist um heimsmyndaklúbba og hugveitur staðsettar í tvennum borgum. Fyrir tveim árum kom í ljós í einni jaðarveitu Internetsins, að annar grúskari - Alex Jones - hefur komist að sambærilegri niðurstöðu.
Alex er nottla bara samsæraútskýrandi og veit ekkert um sagnfræði ... gleymdi því.
En þú getur nottla reynt að messa yfir heiminum í 27 ár, þrjá tíma á dag, án þess að vita neitt.
Heimsveldi er siðmynd*, ekkert annað, og meðan þú skilur það ekki, hefurðu ekki lesleyfi á Spennulosun.
Allavega, fyrri heimsstyrjöldin var aldrei kláruð, árin 1919 til 1939 var langdregið vopnahlé með skærum á ýmsum stöðum, en síðari hluti hennar er jafnan nefndur Síðari heimsstyrjöldin. Við höfum áður rætt, að í raun var sú fyrsta, sú þriðja, og sú önnur því sú fjórða og sú sem er nú, sú fimmta.
En hver er að telja? Þegar félagsvitundin veit sannleikann, eru allar greiningar aðeins samsæriskenningar og óreiðuskoðanir.
Óþarft er að nefna hver aðal gerandinn er í þessu öllu saman, en kannski má minnast á að það voru Bretar sem kröfðust þess að Úkraína myndi ekki semja frið við Rússa vorið 2022 og það voru Bretar - samkv. Úkraínskum fjölmiðlum - sem kröfðust stórsóknar Úkraínu sumarið 2023, sem slátraði um það bil hundrað þúsund ungum mönnum.
Þannig veistu að Bretar og afurð þeirra SÞ og Nató, eru varðturn hins góða, því þeir hafa fórnað mannorði sínu til að steypa heiminum í allskyns morðóðar heimsstyrjaldir, í baráttunni gegn hinu illa.
Eða þannig!
"You better believe it!"
Frá haustinu 1939 til vors 1940 var oft rætt um þögla stríðið, en þennan vetur voru þó tvenn stríð. Innrás Sovétríkjanna góðu í Finnland, og viti menn innrás Frakklands í Þýskaland sem var hrundið og gat af sér frægt mótsvar Þýskalands þá um vorið.
Úbbs.
En það var til annað þögult stríð, og það var frá haustinu 1940 til haustsins 1942, þegar í tvö ár var barist eins langt í Austur-Evrópu og hægt var, með smáskærum í Norður-Afríku og áhugaverðum flota orrustum í Austur-Asíu.
Þetta tímabil var svo til ekkert að gerast í gjörvallri Evrópu og flest allt sem fólk vissi um stríðið voru fyrirsagnir fjölmiðla, hertrukkar og flugvélar sem sýndu sig á götum og í háloftum, stöku loftorrusta hér og þar til áminningar, og skömmtun á rótarkaffi og kartöflum.
Stríðið var langtíburtu, en á þessum tveim árum gerðist samt dálítið merkilegt. Þýskaland lagði undir sig 90 prósent af Evrópu, megnið af Norður-Afríku á meðan Japan bókstaflega sparkaði Bretum, Hollendingum og Bandaríkjamönnum út úr Asíu og nánast lagði undir sig Kína, Indónesíu, Indó-Kína, Búrma, Filippseyjar, og megnið af Kyrrahafi.
Þannig var staðan haustið 1942, stríðið var búið!
Bretar stóðu einir, Rússar réru lífróður og Bandaríkjamenn í vörn, lítið af vopnum, lítið af birgðum - samkvæmt fjölmiðlum og greinendum bæði meginstraums og jaðarstraums - og veröld frjálshyggju, lýðræðis og gegnsæis í vörn gegn hinum vondu.
Þetta reyndist allt vera lýgi, nóg var til af vopnum, olíu og mat, en það þurfti rétta fínstillingu á hugarfari fólks, svo vitnað sé í þjóðamorðingjann Churchill; að sigra striðið var auðvelt, en að fá fólk til að berjast var erfitt.
Sama tækni og Bismarck notaði 1866 og 1870 í tvennum stríðum, fólk þarf að trúa því að staðan sé svo til vonlaus til að láta smala sér af alefli í allsherjar stríð. Þetta er það sem vitringar óttast. Að allt sem gerst hefur undanfarin fjögur ár, sé uppstilling og ekkert annað, og sé það rétt, er biluð slátrun framundan.
Við getum rakið það nánar, en þetta er staðan í dag.
Skrifaðar hafa verið margar bækur um mismundandi lygar og fléttur sem hér er skautað framhjá með gífuryrðum. Munum að Wilson lofaði því að Bandaríkin færu aldrei í fyrri heimsstyrjöldina og Roosevelt lofaði að Bandaríkin færu aldrei í þá síðari, rétt eins og Trömp lofar því sama í dag.
Síðan 1750 hefur enginn friður ríkt í heiminum og færa má Breska heimsveldinu ástarkveðjur fyrir þann frábæra árangur, og ef þú heldur að Washington ráði einhverju þar um, horfirðu of mikið á SkrúvJú (Bbc/Rúv/Cnn).
* Besta leiðin til að lauma flugumennum - eða nýju stjórnvaldsfólki - inn í frumeindir samfélaganna, er tapað stríð, ef það væri augljóst hvernig það væri gert, myndu engar vélanir og blekkingar virka. Þetta er rýnt ítarlega í Arkívinu og hvernig tvenn stríð í Evrópu hafa í raun trans-uppskorið allan Sið álfunnar, í skjóli stríðs þar sem sá er tapaði endurhannaði SIÐ[r]inn og sigurvegarinn endurritaði skáldsögu um atburðinn. Glöggir vita hvernig heilinn var skorinn úr Íslenska Ríkinu 1940 til 1944 og skipt út fyrir varmenni og Quislinga. Sumir halda vafalaust að öll þessi stríð hafi verið milli andstæðra valdfylkinga, en svo er ekki, þau voru öll siðlaus slátrun á fólki, hönnuð af sömu hugveitunum, meðan aðrir hlutir voru framdir í allra augsýn án eftirtektar. Eins og Loki sagði við Þór; ef það væri auðvelt, myndu allir geraða. Stjórnkerfi, akademíur og heimsmynd, allra þessara fylkinga er ætíð sú sama. Nú veistu muninn á siðferði og siðfræði, og hvernig hið síðara er ítrekað skorið í burtu.
* Siðmynd: Siðfræðileg lagasmiðja, heimsmyndar sem aftur gerir framköllu eða staðfæringu heimssýnar. Við finnum okkur nýyrði af nauðsyn, sorglegri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning