Miðvikudagur, 20. nóvember 2024
Ranghugmynd dagsins - 20241119
Bandaríska skattalöggjöfin er yfir 10 milljón orð - eða þrisvar lengri en "Lord of the rings."
Hversu orðmörg er skattalöggjöfin á Stórastamúgsefjunarlandi? Enginn mælir það, heldur lætur atvinnuna borga skattana fyrir sig.
Það heitir að vera upplýstur Skattborgari með atkvæðisrétt. Veit einhver hversu hátt hlutfall af sköttum hans fer a) í vexti af erlendum lánum og b) í vegakerfið og sjúkrakerfið, og c) í elítuna sjálfa?
Fyrir sjö árum voru gerð myndskeið þar sem sundurgreining frá "fjarlog.is" var rætt efnislega, ásamt téðum spurningum. Ári siðar breyttist vefurinn úr haganlega framsettum tölum í næstum óskiljanlega þvælu. Öll þingframboð nú í nóvember 2024, boða aukningu opinberra gjalda.
Enginn ræðir að stjórnarskrá Lýðveldisins bókstaflega krefst þess að framkvæmdavald (Ríkisstjórn) og löggjafarvald (Alþingi) séu aðskilin. Til hamingju með nýja Forsetann sem á samkvæmt sömu stjórnarskrá skal standa vörð gegn siðrofi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning