Ranghugmynd dagsins - 20241119

Clinton, Bush og Obama, gerðu innrás í níu þjóðríki og rústuðu þeim á 23 ára tímabili, drápu 11 milljónir borgara; til að vernda okkur gegn Pútín. Miklar hetjur, sem fórnuðu sér gegn stríðsglæpum.

Svipað og með Vírusinn sem enginn gat sannað, smitið sem var engin sótt*, tilraunasprautuna sem enginn veit hvað inniheldur og drap margfalt fleiri en yfirlýsta farsóttin, kolefnis loftsporið sem stenst enga eðlisfræði en er að leggja niður vestrænan efnahag: Allt í nafni Vísindanna sem vernda okkur gegn óreiðu-upplýsingum og ranghugmyndum.

Eða Bæden sem rústaði einu þjóðríki til viðbótar og bætti við einni milljón drepinna ungra manna, til að vernda lýðræðið í landi sem bannað hefur stjórnarandstöðuna, blásið af allar þingkosningar og forsetakosningar, og sett vestræna blaðamenn og stjórnmálamenn á dauðalysta (Mirotvorets) fyrir að voga sér frjálsar og opnar umræður: til að vernda okkur gegn Trömp!

 

* Engin sótt == engin veikindi == engin hætta!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þarna er ég þér sammála. Fjölmiðlarnir okkar eru alveg útí skurði. Ef Trump stjórninni tekst ekki að gera þessi mál upp - þá getur það varla nokkur.

Helzt vildi ég að Ísland fengi annað en stjórn brjálaðra glóbalista eins og Viðreisn og Samfylkingu.

Góður pistill hér á ferðinni.

Ingólfur Sigurðsson, 19.11.2024 kl. 05:05

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -Allahu Akbar og honum þarf að verjast með öllum ráðum.

Ég spái því að vesturlönd taki upp innan tíðar sama lýðræði og er uppi nú um stundir í Úkraínu.

Sennilega er það eina leiðin til að verja lýðræðið úr því sem komið er.

Eins og þú bendir stundum á; -elítan elskar okkur.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 19.11.2024 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband