Þriðjudagur, 5. nóvember 2024
-óreiðuheimurinn-
Hef stundum gagnrýnt hversu margir sem koma að löggjöf landsins og embættisstörfum, leyfa sér hugtak á borð við Múslímaheimurinn - og í öfgaútgáfu Arabaheimurinn - og hversu misvel þeim gengur að fela fordóma sína og - oft á tíðum - sleggjudóma.
Allir vita að hér í Spennulosun gerum við okkur far um djarfar staðhæfingar en hér er það list, hjá þeim sem stjórna landinu eru það ósæmileg vömm. Fúsk er ógæfa afls, því virðing er aðall valds.
Vald án virðingar, er [ómanneskjulegt] afl. En þetta er betur rýnt í Arkívinu.
{Hljómar e.t.v. betur á ensku; power [of authority] is force with respect}
Nýlega átti ég samræður við almúgamann - sem má leyfa sér staðhæfingar - og segir hann; furðulegt hvað arabaheimurinn er sundurleitur, þeir virðast ekki geta staðið saman um neitt. Maður sem ég hitti annars staðar um svipað leyti segir; svakalegt með múslímaheiminn hversu mikið af hryðjuverkamönnum þeir framleiða, við viljum ekki svona hyski hér.
Kunningi hans var með í samræðunum og bætti við; já og svo er það bænakallið. Hér mætti einnig bæta við mörgum sem telja sig kristna; að Múhameð hafi verið falsspámaður og því öfga-satanisti sem hafi auk þess hafnað Kristi! Reyndar mætti minna á að lítill munur er á kirkjuklukkum og bænakalli - hræsni er lævíst eitur.
Hægt væri að tína fleira til, en þessar tilvitnanir hjúpa meirihlutann af því sem maður les og heyrir. Svo hvað er múslímaheimurinn, og hvað er arabaheimurinn? Kemur það eitthvað hryðjuverkum við? Svo er það nottla spurning með þetta trúarlega.
Ef við byggjum í Alexandríu eða Kaíró hvað værum við þá og hvernig sæjum við heiminn? Hvað ef við værum einmitt menningargrúskarar?
Við myndum horfa á Evrópu sem hvíta kristna heiminn og við myndum hafa nokkra þekkingu á öllum þeim stríðum sem átt hafa sér stað þar. Englendingar voru meira og minna í stríði við Frakka frá 1100 til 1800. Germönsku þjóðirnar voru í allt að fjórar aldir að herja á Franska og Ítalska svæðið, með alls kyns stríðum og skærum frá 100 BC til 1945 AD. Pólverjar hafa svo gott sem aldrei verið látnir í friði, lengi vel voru þeir undir hælnum á Svíjum, síðan Prússum, um tíma Frökkum, og loks Rússum. Rúmenar hafa verið eins og samloka á milli Ungverja, Austurríkismanna og Tyrkja, í mörghundruð ár, og í dag eru í vandræðum með hvar Wallachia sé, og hvað það hafi að gera með Moldóvu (sem er Rúmenskt menningarsvæði).
Þegar Rómverskir Ítalir misstu höld sín á Miðjarðarhafinu, bjuggu þeir til Genúvísku og Feneysku viðskiptaveldin og reyndu að nota Fönískar aðferðir til að ná sem mestum völdum í heiminum - hluti þess var í samstarfi við sömu Galisíku ættirnar og nú stjórna Úkraínu - og bjuggu til fyrirbæri sem ekki hefur fengið heiti á Íslensku - The Black Nobility og The black Pope. Fáir vita hvaða fyrirbæri það er, og því miður virðist margt í þeim fræðum tengjast Frankisma og Sabbateisma, sem er ein skuggalegasta Meitlunarhyggja sem myndast hefur, og tengist því dekksta í Frímúrafræðunum. Þessi meitlunarfræði tengist sterklega hér inn, en væri efni í færslu sem ekki hentar í Spennulosun.
Hér má skjóta inn að Robert Sepehr og Mark Windows - og fleiri - hafa gert Frankisma/Sabbateisma góð skil, og er auðvelt að finna það efni.
Við gætum rætt að eina skiptið sem hvíti kristni heimurinn hafi sameinast um eitthvað, hafi verið þær tvær aldir sem hann fjármagnaði hernað og þjóðarverkfræði Krossferðanna til Vestur-Asíu og hernað Zionistaríkisins á sömu slóðum síðan 1948, sem var þó undirbúið af Bresku og Frönsku hernámsliði frá 1917 til 1949. Bæði þessi tímabil voru þeir þó allir með hnífana á hvers annars hálsi.
Þá gætum við rætt annað sem hvíti kristni heimurinn var sameinaður um, á milli þess sem þeir innandyra reyndu að ganga á milli bols og höfuðs hver á öðrum, var þegar þeir meira og minna lögðu allan heiminn undir sig í formi leppríkja og nýlendna, með þjóðarmorðum, ráni, menningarútskiptingum í formi stýrðra þjóðflutninga (Culture Replacement) og allskyns hryðjuverkum, frá því í kringum 1600 til 1970. Þessi [þriðji] heimur er enn að miklu leyti undir fjármála valdi hvíta kristna heimsins, og er djöflakenndur (Demonized) þegar aðskilin svæði, s.s. Sahel nú nýverið, reyna að brjótast undan afli (virðingarsneyddu valdi) þeirra.
Varðandi hryðjuverk, þá hefur tölfræði, t.d. hjá FBI í Bandaríkjunum margsýnt fram á að Zionistar eru í fyrsta sæti þegar kemur að beitingu hryðjuverka og kristnir í öðru.
Tökum annan snúning á þessu öllu saman.
Múslímaheimurinn telur í dag tæpa tvo milljarða fólks um heim allan - já, milli eittþúsundogsexhundruð og tvöþúsund milljónir fólks, eftir því hvernig það er mynstrað upp. Það er soldið blandaður hópur og aðeins 9 til 11 prósent þessa hóps teljast til Araba!
En hvað er Arabi? Yemenar líta ekki á sig sem Araba, Bedúínar í Suður Írak, Jórdaníu og Palestínu, og á Zínaí skaganum líta ekki á sig sem Araba. Berbar í Norður Afríku líta ekki á sig sem Araba, né heldur Bedúína og þeir vita vel að hálfur Íberíuskaginn (Spánn) er mannaður þeirra afkomendum.
Tökum Egypta sem dæmi, þar eru til slæðingur af Berbum og Bedúínum, en aðallega eru flestir Egyptar ekki egyptar, heldur Koptar og í þeirra augum er Khemet (Koptaland) rétt heiti Egyptalands, og Koptar eru vel meðvitaðir um sögu sína og hversu stórt framlag þeir eiga til bæði Múslímaheimsins og Kristnaheimsins í sögulegu og dulfræðilegu tilliti. Um það bil 15 prósent Kopta eru kristnir - það gera í kringum 20 milljónir.
Þegar síðasta CIA/kristna litabyltingar verkfræði var beitt á Khemet fyrir rúmum áratug, sameinuðust kristnir og múslímskir koptar um að vernda moskur og kirkjur hvor annarra á messu- og bænadögum (svo menn gætu stundað trú sína í friði fyrir CIA litabyltingarfólki á borð við hyskið sem nú hefur sett kristna ríkið Georgíu á hvolf í annað sinn síðan 2008).
Við gætum farið lengra og velt fyrir okkur samfélagi Kínversk-Tyrkneskra múslíma í norð-vestur Kína, eða mörgum múslímskum HAN-samfélögum í Kína Proper, við gætum rætt Indónesa, Malasíubúa, Myanmar (Búrma) og Bangladesh, eru þeir vandræðagerpi múslímaheimsins, nú eða Albanskir, Krótískir og Serbneskir múslímar sem fyrir rúmum tveim áratugum voru beittir þjóðarmorðs árás kristinna Balkanþjóða?
Við gætum litið sem snöggvast á Indus dalinn, sem er á landamærum Pakistan og Indlands; eitt af fimm elstu [sið]menningarsvæðum mannkynssögunnar á eftir Ganges, Tígris/Evrat, Níle og Yangtse. Pakistanar eru nebblega Indverjar, að mestu, og þeir eru í kringum 200 milljónir. Stór þjóð innan Pakistönsku landamæranna eru Pashtún fólk, en Pashtún þjóðin er rúmlega helmingur Afgana, innan Pakistans eru Pashtún menn til friðs, en í Afganistan hafa þeir verið í andspyrnuhernaði gegn hvítu kristnu innrásarþjóðunum meira og minna í tvær aldir og þannig varð Talíbanska hreyfing þeirra til, sem mótsvar gegn innrásum og þjóðarverkfræði!
Hér má skjóta einn fínni greiningu sem nýlega kom í ljós, en Kínverjar eru að ná undraverðum árangri á örstuttum tíma í að lokka Talíbana inn í nútímann, eftir að innrásar her NATÓ og tuttugu ára hernámslið "okkar hvíta kristna hyskisins" varð að hypja sig þaðan með lúpulegt skottið.
Eitt sem er athyglisvert með Pashtún þjóðina er að hún, svipað og Tajikar og Kúrdar teljast til Iranshar þjóðanna, en Persar sem búa í Íran (en það eru fleiri þjóðir í Íran) eru einnig Iranshar. Lengi var talið að Azerar í Azerbaijan væru Iranshar þjóð - og færsluritari hélt því stundum fram í Arkívinu - en Azerar eru Tyrknesk þjóð, en Tyrkneskar þjóðir eru t.d. Norð-Vestur Uighurar í Kína (skáeygðir eins og hinir kínverjarnir), og ef ég man rétt Úzbekar, Túrkmenar og Kazkhanar, og viti menn Júðskir Búhhari (eins og fyrrum forsetafrú Stórastalands).
Hér þarf að fletta betur upp og vonum að við móðgum engan Úzbeka eða Kazkhana, en það er oft meira gaman að staðhæfa í Spennulosun þó hægt væri að fletta upp á Netinu jafnharðan.
Eitt sem er áhugavert í öllu þessu, er að Kúrdar teljast Yazidi fólk, en margt Yazidi fólk hafnar að þau séu Kúrdar, en þeir búa útum alla Vestur-Asíu, en flestir í Norður-Írak, Austur-Tyrkjalandi og Vestur-Írlandi. Margir eru einmitt á því að þegar Bretar og Frakkar þröngvuðu ríkjum á þessu svæði inn i Sykes-Picot samkomulagið, hafi þeir viljandi neitað Kúrdum um eigið þjóðríki, einmitt til þess að stuðla að sundrungu á svæðinu.
Já, hvítu kristnu innrásar herirnir teiknuðu upp öll landamærin á svæðinu, og hafa beitt litabyltingum, stjórnarránum, og já hryðjuverkahópum sem skipaðir eru þeirra eigin málaliðum, til að tryggja að svæðið geti aldrei náð pólitískri samstöðu, en viti menn, sú samstaða er einmitt að myndast núna rétt eins og á tímum Salahúdíns (Saladdins) sem mótsvar við morðæði af hálfu hvíta kristna heimsins og zíonista þeirra!
Við gætum í þessu samhengi rætt Gladio I og Gladio II - eða fleiri sambærileg verkefni - þar sem vestrænu stórveldin, og þá sérstaklega Bresk-Bandaríska valdakerfið, skipuleggur, fjármagnar og beitir hryðjuverkahópum á hverja þá sem þeir vilja sundra og rangsnúna, árum og áratugum saman - jafnt innan eigin landamæra sem utan - og nota fjölmiðla og akademíu til að búa til falska mynd af, og áróðursvélar til að gera fólk hrætt eða hikandi við að ræða, eða stimpla greinendur sem samsæraútskýrendur og ósannindafólk (óreiðuupplýsinga og falsupplýsinga).
Ljóst er að bæði Ísis og Al-Qaeda (eða Daesh) voru og eru slík verkefni - manstu eftir öllum fréttunum af Ísis hryðjuverkaríkinu fyrir fáeinum árum? Þegar fjölmiðlar vitnuðu í upplýsingar frá Ísis, kom það allt frá Zionsk-Írakskri konu á launum hjá CIA!
Það er gaman að afpakka svona hlutum, og losna við snákaham verkfræðinnar í leiðinni. Veit einhver t.d. hversu margar þjóðir búa í Eþíópíu eða skyldleikann á milli þeirra og Yemena, Erítrea, og þjóðflokka Mumbæ (Bombay) (t.d. Indverskra Mumbæjúða)? Eins með það sem áróðurs- og heilaþvottavélar uppnefna Gyðinga, þeir láta eins og Kalkút júða frá Búrma og Kaifeng júðar frá Mið-Kína séu ekki til, þeir láta eins og Yemeni júðar og Eþíópískir Ben-Israeli júðar séu heldur ekki til, því þeir eru allir nasistar (Þjóðernissósíalistar) sem viðhalda þeim áróðri og rangindum Zionismans að Júðismi (Judaism) eða Gyðingatrú sé Þjóðerni.
Staðreyndin er sú að Júðar hafna Zionisma (80 prósent) og þeir ásamt Múslímum eru meira friðelskandi fólk en heilaþvegni hvíti kristni heimurinn og afkvæmi hans afstyrmis Zionistaköltið, og við höfum mælingu á þessu síðan 2020.
Loks um þetta trúarlega. Pashtún og Kúrda þjóðirnar telja sig vera af týndu þjóðunum tólf og eru frá þeim bæjardyrum hlynntar Júðisma (Gyðingdóm) því þær telja sig systurþjóðir komnar af Hebresku þjóðunum 12, nema hvað; Hebresku þjóðirnar voru 13 en ekki 12!
Það er til sú kenning að Levítarnir - 13da þjóðin sem ekki mátti eiga land eða aðrar Corporeal eignir - hafi farið með Sáttmálsörkina norður fyrir Kákasusfjöllin (og falið) á tíma Herleiðingarinnar miklu, og að þetta sé ástæðan fyrir að Chechnýskar og Dagestanískar þjóðir í dölunum þar norður af og Skýþar Volgu héraða(þar sem nú er Volgograd, áður Stalingrad) í Austur Donbass héruðum tóku upp Hebreska trú og síðar Júðisma sem síðar gat af sér Khazara heimsveldið, og afkomendur þess Rússneska og Þýska Júða (Ashkenazy)!
Sumum kann að þykja skemmtileg íþrótt að bera saman andlitsfall þesara þriggja, Chechnyja, Dagestana og Ashkenazy, en ærum ekki óstöðuga.
Þá er til sú kenning sem við höfum rætt ítarlega í Arkívinu að ótrúlegur fjöldi herleiðangra (í ljósi óljósra afurða s.s. skattheimtu eða herfangs) hafi einmitt snúist um að ná þessu svæði svo Meitlarastýrð heimsveldi geti fundið Sáttmálsörkina, og má minnast margra ótrúlegra herleiðangra frá því Úzbeka drottningin Tomyris drap Kýrus mikla (einn fjögurra Persneskra keisara sem fjármagnaði tilurð Júðisma (Ezra, Nehemía, Ester) og bygginu annars Meistlaramusteris Salómons) og til dagsins í dag en t.d. Napóleón reyndi tvisvar að ná svæðinu, Bretar reyndu það á nítjándu öld, Þjóðverjar reyndu tvisvar á 20stu öld og svo má lengi telja upp - en Genghis Khan eyddi tveim árum í að hringsóla um svæðið og þegar skyndilega æddi austur og lét sig hverfa með ótrúlegum gjörningi.
Flókið? Hér er heil bók í einni efnisgrein - og allt til í Arkívinu.
Að Azhkenzy Júðar séu komnir að miklu leyti af Khazörum, er kenning sem á uppruna sinn hjá þeim sjálfum, Nota Bene, en þetta með Levítana er kenning sem einungis er útskýrð í Arkívinu, en vandlega rökstudd.
Loks um staðhæfingu margra, hvort Múhameð sé falsspámaður! Guð einn getur úrskurðað um hverjir séu eða hafi verið spámenn hans og hverjir ekki, þetta er ekki í mannlegu valdléni (Authority, Domain). Hitt er annað, að Júðar beita mælistiku á svona nokkuð, og þá til að ákvarða t.d. hvað séu Apokrýf rit og hver ekki, þegar helgum ritningum og spámannlegum vitnisburði er safnað saman s.s. Biblían.
Mælistikan er sú að Spámaður Eingyðistrúarinnar hefur tvennt sem aðal verkefni sitt og orðræða hans snúist því sem næst algjörlega um, a) tign Skapara alheimsins og ekkert annað, b) og andstaða eða vitnisburður gegn skurðgoðum og dýrkun þeirra, þarna byrji það og endi. Þess utan hefur hver Spámaður sitt erindi (Ambassade, Mission) og einungis Guð úthlutar honum því, og eflir hann til[, og enginn getur tekið af né við það bætt].
Að þessu sögðu, sé farið ofan í Merkingarfræði Kóransins - Guðfræðin og Siðfræðina - er ljóst að Gamla Testamenti, Nýja Testamenti og Kóraninn hafa sömu Guðfræði og sömu Siðfræði, að allar þessar þrennur boða Messías, og tvær þerra, Nýja testamenti og Kóran, að Jósúa Maríuson (Jesús) sé þessi Messías og að hann muni snúa aftur til að skera úr um guðdómleg og mannleg málefni (dæma lifendur og dauða). Loks er þess krafist í Kóraninum, á ýmsum stöðum, að Múslímar skuli virða Kristna og Júðska sem bræður sína.
Það er auðvelt fyrir fólk að láta breyta sér í Leirmenni og Bergmálsvitringa, það er auðvelt að taka efni frá Áróðursmiðlum og Heilaþvotta akademíum og nota stimpla þaðan til að teikna útdregna (Abstract) mynd, helst flata og svarthvíta, og þannig volkast fyrirhafnarlítið og hugsunarsneytt í gegnum breiðfljót varmennsku og skammsýni. Það krefst hugrekkis og fyrirhafnar að mennta huga sinn og taka afstöðu með réttlæti gegn ranglæti.
En að vera þríhöfða hýena valdsins, krefst ... tja ... þetta ræddi Elía spámaður vandlega við Jezebel drottningu á sínum tíma, og óþarft að rekja frekar hér.
e.s. Fyrsluritari hitti tvo Yemeni menn fyrir þrem árum, sem voru hér á ferð ásamt tveim Palestínskum vinum sínum (frá Grikklandi og Líbanon). Notaði ég tækifærið og spurði þessa fjóra ungu Múslíma um muninn á Súnní og Shía. Svöruðu þeir því til að hvorki Súnní né Shía væri Íslam, heldur væru þetta pólitískar hreyfingar sem deildu, og stundum berðust, sín á milli eða við hvern sem þeim sýndist, en noti trúna sem réttlætingu á sjálfum sér. Ef þetta minnir á hið sama úr kristna heiminum, eða drápsfýsn og eigna/landa-rán Zionista, þá, tja, mannlegt eðli meinfýsni* og hræsni? Ef stimplar mismunandi hópa minnir meir á Vörumerkingar og Brennimerki (Branding) yfirborðs-efnishyggju og eitraðrar valdhyggju, en raunsæis og hlutbundinna greininga, þá tja, mínar óreiðuskoðanir!
* Meinfýsni, Illmennska; Wicked.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning