Laugardagspistill - 20241102

Það er ekki mitt að greina í sundur myndskeið sem allir geta séð, eða draga ályktanir um hið augljósa. Nema kannski þegar hið augljósa er svo augljóst að við getum ekki séð það. Eða hvað?

Kannski.

Kannski ekki.

Reynslan hefur sýnt að stundum þarf að hafa orð á einhverju sem blasir við, einmitt til að brjóta dávald huliðshjálmsins (Spellbreak) og í öllum menningarheimum á öllum öldum, fellur það í hlut skrýtnu grasakerlanna í skógunum, þverhausanna í hellunum til fjalla, og annarra sem enginn tekur mark á, að benda á og útskýra, stundum með grófum orðum, en það mun enginn vitna í þá, þó allir muni geyma og vinna úr.

Þannig framvindur menningin.

Þetta er svipað og með sögurnar af Ívari Hlújárn, Hróa Hetti, Sir Galahad, Gídeón, Gretti, Agli og fleirum.

Ein saga í þeim dúr dúkkar upp, þegar Ríkharður Ljónshjarta var í krossferðinni, að hann fékk einn riddara sinn til að fara hættuför inn á umráð (Domain) Sarasenanna (Múslímanna) og finna þar í helli, kristinn einsetumann, sem hafðist við í helli í fjalli nokkru, og sækja, svo hann gæti blessað einhverja vígslu. Man ekki hvort það var krýning eða trúlofun - en karlfauskur var talinn verri en skrýtinn, snarklikkaður, en engu að síður helgur maður, og vitað var að stríðsmenn Sarasenanna myndu láta þá, riddara og karlfausk, í friði, því hvernig svo sem allt er með svona, menningin veit margt um helga menn (karla og konur) sem ekki er í orð komandi, og þess vegna vissum við öll af Helga Hós og skiltunum hans, en við tókum of seint mark á honum, og sumt kannski enn ekki komið á hreint.

Ha, að ég sé einn af þessu fólki?

Kannski.

Kannski ekki.

Hef engan áhuga. Er slétt sama.

Tilvera mín er hrímstígur brostinna drauma og sundurbrotins árangurs. Hvort manni var komið í kofann, á vindahæð, af örlögunum eða fyrir eigin skammsýni eða vegna illskeyttra ákvarðana annarra, skiptir engu þegar of seint er að byrja á nýju, að finna góðan upphafsreit og reyna að tjasla saman.

Ekki misskilja, við erum ekki að æmta eigin örlög eða veltast um í eftirsjá, eða trega, engin biturð hér á ferð, og engin óvild í neins garð. Sumt er eins og það er, og kalt mat tilgreinir að koma megi sumu í orð.

Staðan er sú sem hún er.

Stundum er betra að sætta sig við að manni var velt upp úr forinni, og sitja frekar sundurkraminn og daufur í mölinni, og leika sér með steinvölur. En maður lærir að sjá hluti, og stundum nemur maður tón og þyt, sem annars smýgur hjá.

Dr. Robert Faurisson var eitt sinn spurður í réttarsal hvaða Aðferðafræði (Methodology) hann beitti við greiningar sínar. Hann svaraði því til að hann hefði enga, en að hann beitti aðferð. Aðferðin væri sú að horfa fyrst með hljóði, síðan að horfa aftur án hljóðs, og loks að horfa að nýju með hljóði, til þess að taka eftir því sem blasir við þegar maður sér án þess að horfa, og þannig séð snúa á hvolf því að horfa án þess að sjá.

Dr. Faurisson hefur af sumum verið nefndur eini karlmaður 20stu aldarinnar.

En þetta er ekki um hann.

Í byrjun þessarar færslu er tengill í myndskeið á Vísi.is, sé horft á það með Faurisson aðferðinni, sést berlega hverjir eru Dímonsamlagaðir* og hverjir ekki, og einnig lærist, sé aðferðinni beitt á fleira í samtíma okkar, hversu auðvelt er að sjá slíkt. Við sjáum þetta alla daga útum allt, en við höfum ekki orðin til að benda á það, og s.s. nýlega var útskýrt í pistlinum um -femínistaskólann- höfum e.t.v. verið viljandi orðastýfð einmitt svo við getum ekki álagadrómað* það.

Annað sem er áhugavert í lok téðs myndskeiðs, er að einn maður bar þar vitnisburð - en hér þarf að taka fram að færsluritari er ekki með honum í liði frekar en neinum öðrum - en Vitnisburður er einn af lyklunum fjórum, og fyrirbæri sem ótrúlega fáir kunna að beita, í okkar hortuga* samtíma.

Við höfum engu við vitnisburð mannsins að bæta, og ekkert af honum að taka.

Maður lætur vitnisburð annarra í friði, þó í þessu tilfelli sé færsluritari honum sammála. Reyndar kemur fram hjá honum eitt atriði sem við ræddum í Húmanistadulspeki sumarið 2020, sem við höfum nær engan í heiminum séð eða heyrt minnast á allar götur síðan, sem að okkar mati er eitt veigamesta atriðið við Farsóttarlýgina.

Hitt er annað, og veigameira, og síðari ástæða þessarar færslu.

Téður maður gagnrýndi Þing og Ríkisstjórn fyrir að hafa afhent hinu svonefnda Þríeyki alræðisvald (Despot power) yfir landi og þjóð, svo misserum skipti, og það gagnrýnis og afmarkana laust, og að þetta vald hefði verið misnotað og það illilega.

Svar Fjölmiðilsins og Þingmanna sem á staðnum voru, er klassískur Marxismi. Þau höfðu tekið þátt í að afhenda vald Ríkisins í hendur þriggja embættismanna, og þau geta ekki svarað fyrir það, svo þau sögðu; það er bannað að gagnrýna Þríeykið þar sem þau eru ekki hér til að svara fyrir sig!

Þríeykið braut tvenn almenn hegningarlög Lýðveldisins og refsiramminn er tólf ár, einnig má velta fyrir sér - fyrir dómi - hvort þau hafi gerst brotleg við landráðalög. Enginn vafi er á að Forseti, Ríkisstjórn og Löggjafaþing brutu landráðalög á þessum tíma, og öll brutu þau eiðstaf sinn að Stjórnarskrá Lýðveldisins og gerðust þar sek um Landráð.

Þau vita það.

Enginn fjölmiðill gagnrýndi á fjölmiðlafundum Þríeykisins, aðgerðir þess, eða spurði þau gagnrýnna eða vísindalegra eða laga-ábyrgðarlegra spurninga. Þau fengu að ráðskast með líf okkar allra og því sem næst leggja Þjóðríkið niður - og klárlega drápu menningu þess - ég þarf ekki að mæta þeim í sjónvarpssal til að svara djöfullegri harðstjórn (Tyranny) þeirra og aðför að lagasáttmála Ríkisins (Stjórnarskrá).

Ef þig vantar mælistiku á hvers kyns fólk hefur afnumið Lagasmiðju Íslenska Lýðveldisins og fyrirbyggt að hérlendis sé iðkuð Ríkissmiðja, ef þig vantar mælistiku á dána menningu og innfallna siðmenningu, hefurðu hana hér.

Líttu yfir kosningaspunann sem verið hefur í gangi undanfarnar tvær vikur og er framundan næstu fjórar: Engin lagasmiðja, engin Ríkissmiðja, engin Siðmenning, engin Menning, ekkert annað en innantómir búkar í mannsmynd, stýrðir af samlöguðum Dímonum, að hræra upp í orðstýfðum og tilfinninga innprentuðum Almúganum.

Þegar þú veist ekki hvaða orð vantar, til að lýsa heimsmynd þinni eða afmörkunum (Parameters) hennar, hvernig veistu þá eitthvað, og hver ertu? Þér hefur þegar verið sagt, hvað [og hvar] þú ert.

Góðar stundir ... Spennulosun lokið.

... þú manst að bannað er að taka mark á því sem ritað er í eina spennulosunar bloggi landsins, þetta eru óreiðuskoðanir einmana manns sem veit ekki hvert hann á að snúa sér yfir uppeldisflækjum grunnskóla Ríkisins sem röngusnéri vitund hans og sinni.

 

 

 

e.s. Sumir hafa e.t.v. séð ræðu sem Bill Clinton flutti á dögunum í Bandaríkjunum, þar sem hann (lausl. umorðað) útskýrði að líklega hafi of margir verið drepnir en hey, það þurfti að drepa eikkura! Velkominn til "Lýgveldisins."

e.s.2 - Þú hefur örugglega farið dagavillt eikkutíma ...

 

* Demon assimilated er ekki hið sama og Demon possessed.

* Drepið úr dróma (fjötur leystur) svipað og Leyst úr læðingi. Orð sem rétt eins og Frekja (Impudence), hafa verið orðstýfð.

* Hortugheit (Hubris) er gort augliti vætta, eða framan í fésið á þeim. Hættulegasta iðja mannshugans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón,-sá sagnabesti er sjaldnast hafður í hávegum.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 2.11.2024 kl. 16:15

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, Magnús, og bestu kveðjur.

Heilagur Franz frá Assisi komst að því, eftir mikið veraldarvolk, að lánsamara er að eiga samræður við smáfuglana í fjöllunum ... og ekki var hann neinn kjáni.

Guðjón E. Hreinberg, 2.11.2024 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband