Jólasveinninn og tröllin og allir hinir

Hvort þú trúir að jólasveinninn sé til eða ekki, breytir engu. Því hann tryggir að hvort sem þú hefur blindað sjón þína á veruleikann með vitsmunalegri sjálfsfróun eða ekki, þá kemur hann með jólin til þín, og hann vitjar þess hvort gjöf jólanna hafi fest rætur til næstu jóla eða ekki.

Hvernig sögur verða til í hljóðri sýn hjá sögusteinum náttúru og veruleika, er leyndardómur sem betra er að neyta en skilja. Allt það sem menning veit og skilur, fæðist í frumspeki orðlausra sýna og óskilgreindra hvata, sem í úrvinnslu agaðra orða verða blanda hins nytsama og óreiðukenndrar vitleysu, svo menning geti siðað sig til.

Reglugerðafjallið kæfir þetta allt, í blindu sinnuleysi og myglaðri sjálfumgleði, uns rignir og fjallið breytist í aurskriðu innfallins siðar, en vorlaukar göfugra sýna í hjörtum saklausra, vita að vorið kemur að ári ... --Tröllin

Enginn hefur komist út fyrir alheiminn og inn í hann aftur, til að sannreyna og útskýra hvort hann sé yfirleitt til. Efnishyggja yfirborðmennsku og frekju, er krabbamein alheimsins, ef hann er þá til.

... á erfitt með "fólk" sem "veit" Sannleikann.

 

 

 

...

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=GqoCCA5xrtU

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -nú eru hamhleypur, tröll og jólasveinar sett á rítalín, -og grjóthaldið kjafti yfir tilvist þeirra nema þegar óverdósað er upp úr rítalínskrukku reglugerðarfjallsins.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 27.10.2024 kl. 14:58

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Akkúrat - naglinn negldur. Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 27.10.2024 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband