Laugardagur, 19. október 2024
Ísland er ekki lengur til
Við ræddum fyrir fáeinum misserum, að þess væri skammt að bíða, að ÍsQuislíngar myndu senda íslenska borgara á vígstöðvar. Það átti að vera "self defeating prophecy" en því miður er það að rætast. Sómi Íslands hefur fólgist í því síðan 1264 að hér sé enginn her, hvorki innlendur né erlendur. Í gegnum aldirnar hefur þetta verið meir og minna einhuga sátt "þjóðarsálarinnar."
Þjóðarsálin er ekki lengur til, byrjað var að kæfa hana árin 1940 til 1944, þegar Bretar og síðan Bandaríkin fösuðu út Íslenska stjórnmálamenn, og hófu einræktun Íslenskra Quislínga.
Þess má vænta næstu misserin, að eina umræðan um Íslensk-Norrænan her, verði krónutölurnar, enda upphæðin eina gildismat umskiptinga.
Í fjögur ár hefur þú haft tækifæri til að Flýja, en þú ert ekki flúinn. Það kostar líklega of mikið, en þó minna en sálin sem þú seldir frítt.
Íslendingar gætu átt aðkomu að norrænum her | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, við þurfum aftur á Sturlungaöld til að finna ámóta hugmyndir, -, , , , og nú fara konur fremstar.
Magnús Sigurðsson, 20.10.2024 kl. 09:53
... og flokkarnir hætta að tefla fram stjórnmálafólki og þess í stað þekktum lýðskrumurum - lýgveldið krafsar í bakkann -
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 20.10.2024 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning