Óreiðuskoðanaröskun dagsins

Fólk með lágan athyglis þröskuld, er yfirleitt fljótt að hugsa, á gott með að skilja flókinn málflutning, en er fljótt að verða leitt á meðalmennsku og aumingjahætti, og hefur ofnæmi fyrir innprentun og heilaþvotti.

 

 

Meðalmennsku fólkið sem -kerfið- notar til að heilaþvo börn og móta þau í mismunandi form, fann út að hægt væri að bæla þetta fólk með því að gefa því titilinn Athyglisbrestur.

Atorkumikið fólk er yfirleitt frekar skapandi, er fljótt til að tengja saman ólíka þætti og fólk, í nærumhverfi sínu - er fljótt að hugsa, tekur eftir öllu sem það sér og heyrir, og man eftir því - á gott með að öðlast skýra yfirsýn þegar flækjustig er hátt s.s. við veiðar, í björgunarstörfum, við heyannir og aðra búskaparhætti, þetta eru yfirleitt traustustu vinirnir og fyrstir á vettvang þegar styrkja þarf samfélagið í kringum þá.

Aumingjarnir sem notaðir eru til að skóla fólk til og klippa flugfjaðrir þess, fann upp titil til að kúga þessa driffjöður menningar; Ofvirkni!

Sumt fólk á erfitt með að lesa leturgerðir á borð við Times Roman og Helvetica, eða yfirleitt fonta sem eru í latnesku stafrófi, lesblindir geta lesið ýmis önnur táknróf s.s. kínverskt, japanskt, tælenskt, kyrillískt, eftir atvikum og persónuleikum! Allt þetta fólk eru snillingar þegar kemur að handverki, hvort heldur að smíða, prjóna, skera út, leggja pípulagnir eða vinna hárlagningar, eða viðgerðir og annað viðhald. Án undantekninga hugsar þetta fólk út fyrir rammann, á auðvelt með að átta sig á formum og formfræði og bestu arkitektar sögunnar eru flestir í þessum hóp.

Kerfisdrónarnir sem ekki þola neinn sem rís upp úr meðalmennsku og aumingjahætti, fann upp hugtakið Lesblinda til að halda aftur af þessu fólki og kúga það niður í sjálfsvanmátt.

Fólk haldið ADHD og Lesblindu; eru fórnarlömb ógeðfellds ofbeldis sem felur sig í skikkju velvildar (Altruism), fast í eiturbyrlun Sósíalisma, Efnis- og Valdhyggju.

Þegar þú tekur ungt fólk, gefur því stimpil, og síðan greiningu í flóknum textum með löngum orðum, og þannig mótar þeim sjálfkenni (Self identity) þvert á innri gerð þess, og elur það því næst upp í þessu móti, meðan jafningasamfélagið (Peer pressure) neitar þeim um að vinna úr hvort stimpillinn eigi yfirhöfuð við, endar þú með stóra auðsveipna og villuráfandi sauðahjörð, eða hóp alífugla án flugfjaðra.

Ef þú slysast til að segja við einstaklinga úr þessari hjörð - afmyndaðra sauða og illfygla - að ADHD sé ekki til, þá færðu skammir og þref, því þau geta ekki horfst í augu við að þau gætu verið eitthvað annað en þeim var sagt - kennt* - og hafa misst kjarkinn (og hugtakamáttinn) til að ákveða sjálf hver þau séu, og þau síðan verja (óviljandi*) þá sem níddu þau með leyfi valdstjórnar (Official Child Abuse).

Nú veistu hvers vegna Covid helförin gekk upp.

Sambærilegt verk er unnið - með vitundar beitingu (Social engineering) - varðandi kynvillu*, flestir kynvillingar, trúa því á grundvelli sams konar heilaþvottar, að þeir séu Samkynhneigðir, og að blætið (Fetish) skilgreini hverjir þeir séu. Þeim hefur einnig verið sagt að orðið kynvilla, sé haturshugtak, en ekki skilgreining á kynhneigð sem snýr frá æxlun kynstofns, eða á ská*.

Ekki?

Veistu hversu mikið er til af beinthneigðu fólki, sem býr við hefðbundið fjölskyldumynstur, en er haldið þessu blæti en hefur stjórn á því og hefur sjálft ákveðið hvers kyns fólk það sé?  Eða þá samkynhneigt fólk sem þvertekur fyrir að þessi stimpill hjúpi sjálfkenni sitt og tekur engan þátt í félagslegum samtökum af því tagi, og verður ekkert móðgað við skrif á borð við Spennulosun.

Heldurðu að þú munir nokkru sinni [fá að] sjá slíka úttekt?

Heldurðu að kynvillt fólk sé ofsótt í trúarbrögðunum útaf örfáum dæmum sem félagsfræðingar Marxismans hafa tínt til og sett í kennslubækur skólakerfanna? Enginn sálfræðilegur munur er á samkynhneigðarfræðum samtímans, nema snúið á raunguna (Dielectics) og kynvillufræðum öfgafullra trúarhópa. Sömu fórnarlömb, sama aðferðafræði.

Þú móðgar nottla einstakling, ef þú trúir ekki sjálfkenninu sem hann heldur að hjúpi (Encapsulate) hann og hann því sérhæfður í, og hann mun ekki hlusta á hver þín skilgreining eða útskýring kunni að vera, því reiðin sem honum er innprentuð, hefur yfirtekið sjálfsrýni (Sentience) hans.

Menningarspekingar Frankfúrt skólans, voru rúma þrjá áratugi - upp úr 1930 - að búa til kennslu og heilaþvottar fræði sín og koma þeim inn í alla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Síðan upp úr 1970 hafa fáir borgarar Vesturlanda fengið að þróa sitt eigið sjálfkenni í friði.

Taktu vandlega eftir öllum þeim tilfinningum sem sullast til og frá, þegar einhver dirfist að sýna öðruvísi flókinn texta með löngum orðum, sem meikar jafn mikinn séns og heilaskrúbburinn.

Spennulosun lýkur.

 

e.s. Trúarbragðafræðin setja beinthneigðum (Straight) strangari reglur, varðandi kynhneigð, en kynvilltum (Homosexual), en þetta er nottla bannað að ræða, og því sér enginn þá grófu kynferðislegu vitundarnauðgun sem sjálfheilagur samtíminn beitir. Auk þess sem búið er að nota ADHD og Lesblindu, til að afnema sjálfbæra hugsun (Self Sustaining Cognisance).
Rétt eins og með hópmorð og heilaþvott; 90 prósent allra þjóðarmorða og mesti heilaþvottur allra tíma, er á öld Sósíalismans eftir 1919, ennfremur sexfalt meiri sköttun og [ríkis]arðrán en á tímum konungsríkja og einvelda!

 

* Samkynhneigðir lesendur og kunningjar eru beðnir velvirðingar á að ekki sé notað félagslega rétt hugtak - bíðið með galdrabrennuna - þetta er vegna óreiðuskoðanaröskunar sem er afleiðing af misheppnaðri innrætingu ríkisskólans, en skellt á eikkura greiningu!

* Skáhneigður eða Beinthneigður; gender bent or straight. Hvaða innprentun hefur gert okkur hrædd við að ræða þessa sneið menningar, án leyfis eða án leyfilegra orða, hvers vegna má bara ræða Samtök 78 en alls ekki Samtök 22?

* Hér er notuð forn merking hugtaksins, að kenna.

* Hugtakið Óviljandi, er hér notað í merkingunni "Automaton" - vélvirkni; viljalaust eða vélrænt manndýr, manngrey (Humanoid).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þa ba amen

Magnús Sigurðsson, 15.10.2024 kl. 16:33

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

cool

Guðjón E. Hreinberg, 15.10.2024 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband