Í ekkifréttum er þetta helst

Það er ekki skylda samkvæmt stjórnarskrá að rjúfa þing, að beiðni Ríkisstjórnar, eða þegar ríkisstjórn leysist upp. Manstu þegar Katrín yfirgaf stjórnina síðasta vor, við ræddum hér að þá hefði átt að stofna nýja, sem var reyndar gert en fór hljótt. {sj.tg.fr.}

 

 

Aðallega var skylda nýs forseta, samvæmt stjórnlögum, að stofna nýja ríkisstjórn þann 2. ágúst síðastliðinn, fyrsta stjórnarskrárbrot sitjandi Forseta.

Vinstri-grasrótin, sem er ekki alvöru grasrót heldur miðstýrð gervigrasrót (Astroturf) hefur þrýst á síðan 2011 að ný stjórnarskrá sé valin, og vísar þá til fyrirbærisins sem tveir þriðju hlutar kjósenda voru lokkaðir til að kjósa haustið 2012.

Aldrei ræðir gervigrasrótin um stjórnarskrárbrot, sem nóg væri til af, enda gervigrasrót. Reyndar veit færsluritari ekki um neinn annan sem ræðir þessi atriði, og þá reglulega en þó aðeins á afmörkuðu sviði. Merkilegt, því af nógu er að taka, ef grannt er skoðað, en hugsanlega er gervigrasrót sósíalismans óheiðarleg, eins og sósíalísk hugmyndafræði reiðir sig á.

Færsluritari lét til leiðast að kjósa um gjörninginn á sínum tíma, en iðrast þess. Umræður um þau málefni á sínum tíma, auk furðulegs orðalags á kjörseðlinum og gjörningar í kjölfarið, fengu hann þó til að hugsa, gramsa og endurskoða.

Iðrun er alvöru afl, sjáðu til, fjórða aflið á leiðinni til útlausnar* (Deliverance).

Stjórnarskráin er skýr varðandi þingrof, hvenær forseti má, og hvenær hann á, að rjúfa þing, og þá hvers vegna. Þetta er aldrei rætt. Forsetinn einn hefur lagalega heimild til að stofna ríkisstjórn, að ákveða hver ráðuneytin séu, og hvert verksvið þeirra sé. Löggjafarþing Lýðveldisins hefur enga heimild til að setja lög um forseta eða ríkisstjórn.

Ekki er gert ráð fyrir að ráðherrar séu valdir út úr mengi þingmanna, en tekið fram að þeir ráðherrar sem Forsetinn skipar mega sitja þingfundi, en ekki að þeir megi kjósa lög. Stjórnarskrár frumvarp, til laga, er í þessu samhengi, rökleysa, með einni undantekningu, en hún er sú að Forsetinn hefur leyfi til að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi.

Hvers vegna vill öfga-vinstrið fá nýja stjórnarskrá, ef öfga-vinstrið rekur ekki augljós stjórnarskrárbrot? Svarið hlýtur að vera á þá leið, að öfga-vinstrið mun brjóta stjórnlög þeirrar nýju, rétt eins og það býr við stjórnlagabrot þeirrar gömlu.

Stjórnmálafólk Lýðveldisins ræðir reglulega um þrískiptingu stjórnvaldsins; Ríkisstjórn, Löggjafarþing, og Dómstólar (sem ættu að vera Réttarfar/Réttarkerfi). Þjóð og kjósendur (tvö mengi og eitt sniðmengi) vita ekki hvað þetta er, enda les fólk ekki stjórnarskrá sína og nennir ekki að velta henni fyrir sér eða [h]lesa þá sem um ræða.

Páll heitinn Skúlason heimspeki prófessor ræddi mikið um stjórnarskrármál, og greinaskrif hans eru enn aðgengileg á Vefnum, unnendum góðrar hugsunar vel rekjanleg. Hvort færsluritari er sammála öllum vangaveltum prófessorsins, er ekki ljóst að sinni, en kemur e.t.v. í ljós ef hann þroskast að viti og innsæi.

Svo sem áður hefur komið fram í Spennulosun, hefur færsluritari engan áhuga á áð slá sér á brjóst í þessum efnum, en það vildi þannig til að örlögin tóku völdin af vilja hans og gerðu hann að því sem hann er orðinn að, og tóku ekkert mark á mótbárum.

Eins og sagt er á Íslandi, það er bara þannig, en ekkert öðruvísi. Þess vegna eigum við að elska Ríkisstjórnina, svo við löðum til okkar eina góða, öðru hvoru.

Lagasmiðja og Ríkissmiðja, eru stór og skemmtileg viðfangsefni heimspekinnar, og ekki er ljóst hvort nokkur hefur rætt þau til hlítar í vangaveltum mannlegrar hugsunar. Að sumu leyti má velta fyrir sér hvort við þetta málefni sé nokkru að bæta, séu lagasúla Hammúrabís, steintöflur Móse, og Gráskinna tekin í samlegð -- sem væri reyndar áhugaverð glíma!

 

 

Stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins 1944, er smíðisteikning (Blueprint) að ríkis- og lagasmiðju. Engin lög má samþykkja á ríkisþingi þess - sem ranglega nefnir sig Alþingi (höf.) - sem vísar til ákvæðis þess að Forseti vísa í þjóðaratkvæði þeim lögum sem hann samvisku sinnar vegna treystir sér ekki til undirritunar. Einföldun; stjórnarskráin tiltekur það ekki með beinum hætti, en frumspekilega er Forseti skyldugur til að hafna lögum frá þinginu brjóti þau stjórnarskrá.

Fólki sem hefur áhuga á réttlæti og lögum, hlýtur að þykja þetta áhugavert, en að sama skapi, meti maður þann fjölda fólks hérlendis sem les lög sér til ánægju og fróðleiks annars vegar og þann fjölda sem tekið hefur háskólapróf í lagafræðum, hlýtur ginnungagap umræðu þessa efnis, að vera hrópandi tómarúm.

Síðan 1944 hefur aldrei verið sett Ríkisstjórn hjá Lýðveldinu (uppnefnt; hérlendis) í samræmi við stjórnarskrá, og ævinlega hefur Ríkisstjórn verið skipuð þeim sem samanlagt hafa meirihluta á Löggjafarþinginu; sem merkir að öll lög Lýðveldistímans eru samin og sett af sitjandi framkvæmdastjórn ríkisins og því öll ólög eða harðstjórnar-ákvæði (Tyranny), og mörg þeirra ólög (Stjórnlagabrot).

Merkilegt að í landi, þar sem notuð er ríkismiðja sem meirihluti fólks er ævinlega ósáttur við, sé þetta aldrei rætt, því þetta blasir við þeim sem hafa vald á merkingarfræði (Semantics) og Siðfræði (Ethics). Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að annaðhvort sé fólk of vel menntað til að hafa vald á eigin skýru hugsun, eða meirihluti fólks sé siðblindur (Psychopath), og að elítan sé siðlaus (Sociopath) því hún uppfræðir Almúgann (Dirty peasants/voters).

Eftir höfðinu dansa limirnir, ef höfuð ríkisins er lygarastóll, hvernig er þá restin?

Ekki má gleyma að stofn tveggja Íslenskra ríkja, 1918/1920 og 1944, voru ekki byggð á lögum (Lex, Rex) heldur ályktunum (ólögmætum, óstaðfestum lögum), með sviðsetninga- og áróðursgjörningum; eða ríkisstuldi!

Til að hafa þrískiptingu valds, verður framkvæmdastjórn ríkisins (Forseti og Ríkisstjórn hans) að vera aðskilin Löggjafarvaldinu (Ríkisþingið, Alþingi), eins og frekast er kostur, ennfremur þarf Dómsvaldið að vera aðskilið frá báðu en það hefur aldrei verið það.

Hönnun þessarar ríkisskiptingar, sem mótast á Vesturlöndum á miðri sautjándi öld - í kjölfar mikilla aldarlangra átaka um alla Evrópu - var einmitt hugsuð til að fyrirbyggja siðrof (Anomie) og þannig innfall siðmenningar (viðurstyggð á helgum reit). Hér birtist nebbla brotalöm Stjórnarskrár Lýðveldisins 1944, því dómsvaldið er ekki skilgreint!

Fram undir 1992 var dómsvald landsins eins konar brotalöm á bilaðri útihurð, þannig lagað, en þá var reynt að skilgreina það með mengi af lögum, sem er í sjálfu sér ágætt, því Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því, Hins vegar kom í ljós fyrir fáeinum misserum, þegar Landsréttur var smíðaður, að brotalömin var þarna ennþá, og að fyrrgreint mengi hafði aðeins fengið yfirmálun og blóra.

Við gerðum þessu ítarleg skil fyrir fáeinum misserum í Arkívinu, og fórum yfir Stjórnarskrána og sögu dómskerfisins og skrif innlendra lögfræðinga í þessa veru, eða brostum við gímaldinu sem brosti glimrandi þöglu glotti til baka. Ekki að áhugaverð viðbrögðin, eða þannig, væru eitthvað sem hafi komið á óvart, hitt er annað; efniviðurinn er nú skilgreindur, vandlega afmarkaður, og lagavitundin veit það.

Annaðhvort eru vættir alvöru eða ímyndun.

Eins er með "Lýðveldið" sem er hvorki landið né þjóðin, að það hefur síðan sumarið 2013 verið vandlega afmarkað "Lýgveldi" bæði af ábyrgri orðræðu og af eigin gjörðum, og hugsanlega er hvorugt af ásetningi (Deliberate), en framangreind ábyrga orðræða var svar við vitjun öflugasta landvættar, s.s. útskýrt er í Arkívinu.

Stjórnarhættir landsins, hafa rekjanlega verið í ólestri síðan vorið 2013, sem auðvelt væri athugulum að lista upp, að landið og þjóðin sem stjórnað er af Lýðeldinu, er í upplausn og hún hrópar í friðuðu hrauninu.

Sumum hlýtur að vera augljóst að eineistingar og freðskvísur Ósjálfstæðaflokksins, eru að rjúfa stjórnina samkvæmt tilmælum öfga-marxistans Svandísar, enda ... já ... segðu það:  Ósjálfstæðisflokkur! Enda ætlar stjórnin að sitja rofin fram að kosníngagjörningi, og gera þannig gildis skortinn og meðalmennsku sinnuleysis og siðleysis að vísindalegri íþrótt!

Segðu svo að djöflar og dímonar þeir sem samlagað (Assimilate) hafa sig elítunni, hafi engan húmor fyrir sjálfum sér.

Úr einu í annað.

Hnattræna stafræna afritskerfið - archive.org - hefur verið óaðgengilegt síðan níunda október, en þann ellefta október - föstudag sem leið - fór það fyrst að vekja heimsatygli, en vefsetur "The Wayback machine" var lagt á hliðina með DOS (Denial of Service) árás sem enn stóð yfir í morgun þann 14. október. En Arkív af myndskeiðum færsluritara, bæði hið Íslenska og hið Enska, er geymt á archive.org, öllum opið til niðurhals og hafa margir sérvitringar niðurhalað. En síðan 2017 þegar við fyrst hófum að beita Arkívs tækninni, höfum við sjaldnast notað sömu myndskeiða miðlara Netsins lengi í senn fyrir myndskeiðin sjálf, enda óþarft þar sem slóðin fyrir Arkívið er vandlega vistuð á not.is og öll myndskeiðin - þar til í febrúar 2024 þegar vitnisburðinum var formlega hætt - enda í Arkívinu.

Þetta er stórfrétt, að archive.org liggur niðri, og það dögum saman, á tímum umfangsmesta - og óumrædda - menningar og siðmenningar hruns allra tíma, og ekki síst fyrir að allir heimsfjölmiðlar láta eins og það sé ekki að gerast. Við minntumst á þetta í nýlegri færslu, en þá í því samhengi að archive.org "The Internet Archive" er eina vefsetur heimsins sem þú getur treyst að sé óritskoðað, sem staðist hefur fjölda opinberra laga-árása, og er besta stafræna öryggisafrit heimsmenningar okkar allra og að lokum; öll stjórnkerfin sem í dag eru langt komin með ógegnsæja rafræna stjórnsýslu eru borgaralega og tæknilega staðlalaus!

Í lifandi menningu, væri allt efni þessrar færslu, svo til á allra vörum, því ekkert annað en þetta tvennt, ábyrg lagasmiðja og ábyrg menningarafritun, skiptir meira máli fyrir þig og afkomendur þína.

... ærandi ginnungagapið lítur til baka. --Nítsjé.

 

e.s. Stjórnarskrá Endurreists Þjóðveldis skilgreinir Réttarkerfi, og aðskilnað löggjafar og framkvæmdar, og ennfremur gefur þjóðinni vald yfir eigin sköttun --nyttland.is-- og auðveldar almenningi að kalla fram ef elítan brýtur stjórnarskrána. Þegar hún var samin, voru ríkissmiðju- og lagasmiðju málefni að miklu óþekkt af höfundi hennar, en við aukna þekkingu, gegnum árin, hefur hún staðist rýni, þó hefur henni þrívegis verið [míkró]breytt, af borgurum Þjóðveldis síðan hún var löggilt. Áður hefur komið fram, að þegar Þjóðveldið var endurreist, var þess vandlega gætt að farið væri að öllum fornum og ábyrgum lögum landsins frá upphafi lagasmiðju þess.

 

 

* Útleiðing, Útlausn, Útdilkun - en Íslensk málvitund hefur ekki þróað þýðingu á hugtakinu "Deliverance." Höfundur er hrifinn af "útdilkun" en sú slípun fæddist á haustdögum og þarfnast slípunar. Íslendingar raga féð í almenningi og draga í dilka, og síðan hver dilkur rekinn eða leiddur heimleiðis - heimdragi. Merkingin er í dulefninu (Metaphysics) og orðið er til, en er notkun mun slípa það samanber önnur orð sem við notum nú orðið án umhugsunar hér í Spennulosun og gleymum stundum að útskýra. Gaman að þessari íþrótt, að kveðast á við málvitundina sjálfa.

Næst á listanum væri þá "Rapture" sem er nátengt ... en bæði hugtökin fæddust í Eingyðistrúnni og sögnum hennar - og bæði tengjast færslu dagsins með beinum hætti.


mbl.is Öll rök hníga að því að Halla fallist á þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur R.

Sæll Guðjón,

Þar sem þú þekkir lögin betur en handarbakið á þér þá langar mig til að spyrja þig spurningar. Líklegt verður þingrof samþykkt og ríkisstjórn mun starfa fram að kosningum. Þá spyr ég, getur þá ríkisstjórnin samþykkt frumvörp án aðkomu þings? Þá er ég sérstaklega að hugsa um frumvarp 35? 

Þröstur R., 14.10.2024 kl. 16:26

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -að spotta út á faríseana og fræðimennina.

Þó svo einhvertíma hafi verið sagt að ekki væri til neins að gefa hundum það sem heilagt er né kasta perlum fyrir svín.

Sjálfum datt mér aldrei í hug að kjósa um stjórnarskráróskapnaðinn á sínum tíma, ekki einu sinni fulltrúa á þjóðfundinn fræga, eftir að fræðimennirnir voru búnir að finna út hvernig atkvæði mitt færi örugglega ekki í vaskinn. 

Farísearnir, sem elska okkur svo mikið - og elskuðu líka þá, sleppti því nefnilega alveg að spyrja þjóðina hvort hún þyrfti nýja stjórnarskrá eftir að hafa mölbrotið þá gömlu sjálfir.

Með bestu kveðjum.

Magnús Sigurðsson, 14.10.2024 kl. 16:27

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Sælir félagar og takk fyrir innlitið. Ég held ekki að Ríkisstjórnin geti samþykkt ein eða nein frumvörp án aðkomu þingsins, en þessu liði sem stjórnar okkur er ekkert heilagt þegar kemur að siðleysi. Aukinheldur skiptir bókun 35 engu máli, heldur EES samningurinn sjálfur - til að mynda var aldrei með í pakkanum (sem þjóðinni var kynntur) sú færibanda innleiðing á Brusselískum lögum og verið hefur, og fólk er að mestu ómeðvitað um.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 14.10.2024 kl. 18:29

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... þá hefur Alþingi enga heimild til að afsala sér löggjafarvaldinu til erlendra aðila.

Guðjón E. Hreinberg, 14.10.2024 kl. 18:30

5 Smámynd: Þröstur R.

Sæll Guðjón,

Takk fyrir þetta svar. Finnst það sjálfur ólíklegt en tímasetningin er skrítin miðað við allt sem áður hefur komið fram. Hinsvegar er ótrúlegt hvað XD vill ýta þessu frumvarpi áfram þannig það er eitthvað lögfræðilegt, alþjóðlegt smáa letur kjaftæði sem hangir á spýtunni. En já, siðleysið er algjört, og ekki minn forseti enda partur af auðvaldinu. Punkturinn er og hefur alltaf verið sá að ég treysti ekki fólki sem hefur sína hagsmuni fram fyrir þjóðina. Það getur aldrei endað vel fyrir okkur litla fólkið. Flýðu .. segir þú .. Væri sjálfur til í Færeyjar en konan sagði NEI. :(

Þröstur R., 14.10.2024 kl. 21:03

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir þetta, Þröstur, ég er sammála þessu og líklega auðvelt að finna út hvað hangir á spýtunni ef við værum ekki hættir grúskinu, en þetta með konuna, iss, hún kemur á eftir þér ef hún er sú rétta. :)

Guðjón E. Hreinberg, 14.10.2024 kl. 22:43

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þröstur. Nei.

Guðjón. Frumvarpið sem Þröstur spurði um kveður ekki á um afsal löggjafavalds. Þvert á móti felur það í sér viðurkenningu á löggjafarvaldi Alþingis.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2024 kl. 23:00

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, Guðmudur, áhugavert, mætti skoða betur.

Guðjón E. Hreinberg, 15.10.2024 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband