Föstudagur, 11. október 2024
Ósjálfstæðiflokkurinn °róar sér
Í nærri því átta ár hefur "sjálfstæðisflokkurinn" hagað sér eins og litli bróðir Marxistanna í VG og nýfrjálshyggju kommúnistanna í Framsókn. Stefnulaus, sé hann borinn saman við, hvað og hvernig flokkurinn var, áður en nýfrjálshyggju komminn Davíð gelti hann, en ef einhver er stefnan, þá er það einhvers konar hræringur* frá Brussel og Davos, keyrður áfram með eina skeið fyrir valdið og aðra fyrir ofbeldið, dag eftir dag, tíð inn og tíð út, svo jafnvel leirhnoðaður Almúginn sér orðið hvers kyns pakk hefur yfirtekið Ríkið og breytt í afstyrmi.
Var þetta löng efnisgrein og flókin?
Það er þannig þegar menn °róa sér, eins og blindir útlimir vitstola huga; marar þrungið fálm í myrkri, steinblint á að draugarnir eru skuggar af eigin sjálfstáli.
* Hræringur er blanda af skyri og hafragraut, til er fólk sem finnst hræringur góður, ótrúlegt sem það kann að virðast. Heyrst hefur að í sumum hreppum sé hæringur blanda af grjónagraut og hafragraut, sem okkur langar alls ekki að smakka. Þetta þótti kjamms á öldum áður, svipað og réttlætingar elítunnar, mikið af flóknum textum með löngum orðum; hræringur.
Fundi lokið í Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður Guðjón, -auðskilinn en góður.
Bestu kveðjur.
Magnús Sigurðsson, 11.10.2024 kl. 21:36
Takk fyrir :) Magnús, mig hefur langað til í nokkra daga, að finna leið til að útskýra hvernig maður verður blindur á að ... þú veist.
Guðjón E. Hreinberg, 11.10.2024 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning