Íslensk-stalínísk kosning

Það er líklega óþarfi að taka fram hið augljósa og vafalaust margir sem tekið hafa eftir í gegnum árin, allt frá dögum Alþýðubandalagsins sem nú heitir VG, að kosningar þar eru fullkomlega frjálsar, þ.e. þú getur sleppt að kjósa það sem miðstjórnarnefndin hefur ákveðið.

Stalín, guðfæðir vestrænna Marxista, sagði oft að engu máli skipti hvað kosið væri, svo fremi að hann teldi atvkæðin, og ennfremur að allar kosningar í Sovétríkjunum væru fullkomlega frjálsar, samanber framangreint.

Það sem er fyndið - og hugsanlega brandarinn sem náðist svo huggulega á mynd í meðfylgjandi frétt - er að allar kosningar á Vesturlöndum eru í þessum dúr, en það er ekki alltaf jafn augljóst, en blasir þó við þeim sem nenna að setja sig inn í.

Svipað og að fara svangur á veitingastað, velja úr þrem til átta mismunandi réttum, og þegar þú síðan pantar einn réttanna, ert búinn að gleyma að þig langaði í kjötrétt, því fiskréttirnir á seðlinum eru svo girnilegir að þú tókst ekki eftir að engir aðrir væru í boði.

Enda ertu vondur við Hvali og Beljur ef þú borðar kjöt, og því fullur af óæskilegu hatri.

 


mbl.is Svandís nýr formaður og Guðmundur varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband