Þú mátt elska Ofurvættinn - það er tillaga, ekki kvöð

Jamm, það var bara tillaga hjá Jósúa Maríusyni, að elska Skaparann framar öllu og annað fólk - náungann - eins og sjálfan sig. Því hann vonaði að þú myndir hugleiða merkingu orðsins, sem síðar týndist í þýðingu, eða meitlarar viðsnéru viljandi.

 

 

Þú getur ekki elskað eitthvað sem er æðra eða lægra þér sjálfum, þú getur ekki elskað Guð nema gerast barn hans og það gerist ekki nema þú ræktir persónuleg vensl við Ofurvættinn, og gangir þannig vegu að hann sjálfur bjóði þér ættleiðingu, og hið sama gildir um annað fólk, þú getur t.d. ekki elskað elítuna né hún þig, því þú getur aðeins elskað þín eigin vensl.

Sjá færsluna, Leynifélagið, í anda þessarar færslu.

Það getur hver sem er tantrað eikkurar setningar og romsur úr bókum eða leirað einhverja dáleiðslu frá öðrum eða sjálfum sér þar til vitund hans verður steinrunnin eftirmynd - eða skúlptúr -  og fyllt hugarfylgsn sín af skuggum bergmáls og innprentunar þar til hann trúir því sjálfur að greind hans sé þekking, skilningur og greiningar en ekki skreytt kransakaka.

... en það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni; þú.

Manstu, að ganga plankann þegar siglt er yfir miðbaug og treysta áhöfninni til að draga þig heilu og höldnu undir kjölinn? Er ökklabandið traust, spottinn nógu langur, festistu í þangi eða ryðguðum nagla undir skipinu, fyllast vit þín í kjölsoginu, hversu margar mínútur geturðu haldið niðrí þér andanum, hvað ef þú rekur höfuðið í og vankast og sýpur hveljur ... sumsé, það hangir eitthvað annað á spýtunni.

... en þú þarft sjálfur að ganga fram af plankanum.

Ein þýðing segir skilja skaltu náungann eins og sjálfan þig, enda kemur þá virðingin og elskan af sjálfu sér, en þá þarftu að geta skilið þín eigin innri hugarfylgsn og það gerist ekki án vitnisburðar og fyrirgefningar sem aftur gerist ekki án iðrunar, og allt þetta gerist í bæninni  ... blah!

... svo hvernig geturðu skilið Ofurvættinn?

Eða þegar Satan sagði við Jósúa, og sýndi honum á allar dýrðir veraldar, þetta er mér í vald gefið og ég veiti þér valdsboð (Authority) yfir þessu ef þú fellur fram og tilbiður mig.

... og Jósúa snupraði ljósengil freistninnar og sagði "efla [m]áttu hagsmuni Skaparans og hans eins."

Hér var einmitt laumuleg villuþýðing, því tilbeiðsla er að efla hagsmuni.

Eða þegar Jósúa benti fólki á að; Hashem er vegurinn, sannleikurinn, og [eilífa] lífið. En Hashem er slangur notað í Arameísku fyrir "Ég er" og er átt við þegar engill Guðs mælti við Móse við logandi runnann sem brann ekki, því Jósúa átti hér við Ofurvættinn sem Skapaði allt sem er, en ekki sjálfan sig.

Villuþýðingar eru mesta íþrótt allra loddara, s.s. þegar þeir breyttu smiti í sótt og skelltu þúsundum fólks í ólöglegt varðhald!

Hver sannaði vírusinn?

Sá sem fann upp PCR skimunina fékk nóbelinn.

Hver fær nóbelinn fyrir að sanna "vírusinn?"

Það getur hver sem er lært utanbókar og látið Félags-, Valds- og Efnishyggju breyta sér í Automaton, en Eingyðistrúin snýst ekki um það, hún snýst um Þig og vensl þín við Skapara Alheimsins, Exclusive.

Fyrsti spámaður þessarar trúar, hét Eva, og hún skildi framangreint og grunn-eitrun okkar, en hvernig átti hún að útbúa spámannlegan vitnisburð sinn svo hann týndist ekki í þýðingu, og hversu snjöll var hún að finna á því lausn.

Allar trúaðar og frómar konur sem ég hef kynnst, vita, og þú ættir að vita, að Eingyðistrúin - og þær trúarbragðareglur sem hún hefur getið af sér - hvílir til jafns hjá báðum kynjum. Enginn spámaður þessarar trúar hefur nokkru sinni getað unnið verk sitt, án aðstoðar og eflingu dyggðugra (Virtuous) kvenna (og ýmissa bersindugra), og á þessu er engin undantekning, og ritningarnar votta þetta í þeim hlutföllum sem leyndardómar kvenleikans krefjast.

... og svo kemur dagurinn þegar einhver stingur upp á við þig að gera hitt og þetta, áorka hinu og þessu, jafnvel koma nakinn fram og slá í gegn, en þín fyrsta hugsun er, "kannski síðar, ég er upptekinn á grúfu í mölinni."

 

e.s. Samdi hljóðbók um Biblíuna, sumarið 2013, hún er enn í uppkasti og verður svo um ókomna tíð. Það eru ýmis atriði sem ég myndi hafa á annan hátt í dag, bæði veit ég meira nú og eins hefur skilningur minn breyst á sumu. Mætti kannski plögga hljóðbókum mínum oftar, en er upptekinn við "þú veist hvað" þessi misserin.

Uppkastið er á media.not.is; http://media.not.is/ordatal/


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband