Mánudagur, 30. september 2024
Munurinn á Donbass í Úkraínu og á Suður Líbanon
Athugulum ætti að vera augljóst að enginn munur er á afmarkaðri hernaðaraðgerð Rússa í Austur Úkraínu eða Ísraelsríkis í Suður Líbanon. Nú munu ýmsir benda á rakettur Hezbollah undanfarið, en hverju eru þær svar við, og hvað með dráp Úkráinuhers á allt að 20 þúsund borgurum í Donbass áður en Rússar skárust í leikinn?
Að þessu sögðu, við tökum ekki afstöðu hér með einum eða neinum eða á móti einum eða neinum. Afstaða okkar er einföld; Íslensk hegningarlög tilgreina hlutleysisskyldu Íslenskra borgara, og þó -elítan- virði ekki eigin lög, þá virðum við lagasið.
Þá vitnum við í Bandaríska sagnfræðinginn Howard Zinn; "frá aðgerðaleysi til stríðsátaka hljóta að vera þúsund aðrir valkostir."
En bíddu nú við; færsluritari hefur í kvöld skannað bæði Íslenskar og erlendar fréttir af innrás Ísraelsríkis í Líbanon. Vitnað er í allskyns aðila, en hvergi svo mikið sem minnst á löglega ríkisstjórn Líbanons eða þeirra viðbrögð.
"Ábyrgir" blaðamenn og stjórnmálamenn hérlendis ræða oft um innrás Rússa í Úkraínu, en aldrei að það sé afmörkuð hernaðar íhlutun, en hvað nú? Hver er hræsnarinn?
Ef Líbanon bregst við hernaðar íhlutun Adolfs Netanyahu sem innrás, þá er löglegt stríð hafið. Hérlendingar ræða oft um alþjóðalög. Hvað ef Líbanon lítur á þetta sem stríð, og hvað ef Líbanon fær nokkur öflug ríki sér til fulltingis?
Hvað ef hið sama er að gerast í Evrópu, á okkar ljómandi upplýstu endurreisnar og vísinda tímum, öfga og hroka. Ég var alinn upp við að síðan í ágúst 1945 væru öll stríð úrelt. En það eru einmitt "góðu gæjarnir" eða Bandamenn og síðar Nató, sem hafa farið um allan heim með báli og brandi, eldsprengjum og lygum á hverju ári síðan þá, og rústað tugum þjóðríkja eins og það sé sjálfsagður hlutur, ...
... og ef þú upplifðir ekki á eigin skinni fyrir þrem árum hvers kyns djöflar stjórna okkur, hver er þá sál þín?
Ísrael sendir herlið inn í Líbanon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning