Af sögulegum hamförum

MBL birtir frétt í dag með fyrirsögninni (titlinum) Eyðilegging á "biblíulegum skala." Í sjálfu sér ekkert að því enda þó "á biblíulegum skala" sé ekki Íslensk málvitund, þá er um beina túlkun að ræða (úr ensku) og sett innan gæsalappa.

 

 

Sjálfur set ég iðulega skáletrun á beinar tilvitnanir eða á erlend heiti sem ekki hafa verið þýdd, og reyni að hafa skáletrunina aðeins við fyrstu ritun en ekki síðari ritanir í sama texta. Var skipað að gera þetta af prófarkalesara fyrir löngu og held mig við það.

Eins og fram hefur komið, og augljóst er af textum mínum, kann ég ekki Íslensku, en er næmur á málvitund. Þetta myndu Rabbínarnir nefna hringferlis andstæður (Diametric opposites)*. Svipað og með lögfræðinga og lögspekinga, presta og spámenn, stjórnmálamenn og kverulanta, fótboltadómara og karlana í heitupottunum, marxista/femínista og raunsæi, og svo framvegis.

Hvernig þýðir maður setningar og hvenær ekki? --Fúskmál

Hvenær þýðir maður setningar og ef ekki, hvernig þá? --Þorsteinstunga

Nú grunar mig að mörgum samlöndum okkar á þessum bjánalegu tímum (áður síðustu og verstu) sem við lifum, hefðu ekkert haft út á að setja þó MBL hefði sleppt tvöhögginu* utan um beina tilvitnun í téðri fyrirsögn.

Þó er áhugavert að velta fyrir sér hvernig myndi maður einmitt þýða svona tilvitnun, ef ekki þyrfti að túlka* orðin beint? Til að mynda er mjög algengt í Amerískri málvitund að nota frasann "biblical scale" eða "biblical proportions" og er þá vísað til endalokaspádóma ýmissa spámanna Biblíunnar. Vesturlandafólk heyrir oft þessa frasa í amerískri afþreyingu, en sjaldan úr afþreyingar efni annarra þjóða eða sinnar eigin.

Áður en þessi færsla var rituð, duttu höfundi nokkrir frasar í hug, en þeir stöldruðu ekki við, og þó auðvelt væri að endurhugsa innra ferlið sem fæddi þá af sér, þykir ekki taka því, enda ekki markmið í sjálfu sér að svara spurningunni hér, heldur áframsenda.

Því samfélögin í landinu sem allflest nota móðurmál Þorsteins Ingólfssonar eru hætt að ræða sín á milli hver málvitund þeirra sé, en skyrpa öðru hvoru út úr sér að málið sé að deyja, eins og það sé -elítunnar- að bregðast við ...

... sem gætu verið sögulegar hamfarir!

 

 

e.s. Samsæriskenning frá haustinu 2020: Ef frímúrar hefðu ekki drepið Keith Flint hefði Covid helförin á Englandi ekki heppnast.

 

* Diametric Opposites; fyrirbæri staðsett andsælis á skífu.

* „Gæsalappir“ eru yfirleitt ritaðar með tvíhöggi (Double quotes) framan og aftan við orð eða málsgrein - ef notuð er ritvél eða takmarkaður ritþór (Text editor), einhögg (Single quote) hins vegar við úrfellingar. Séríslenskar gæsalappir eru aðeins öðruvísi, knésett* 99 framan við og brjóstsett 66 aftan við - ritþórar ráða ekki alltaf við stafasettið sem Linux býður uppá, svo við notum yfirleitt ensku tvíhöggs aðferðina í bloggi, en ekki ef ritað er veigameira efni sem þá er yfirleitt unnið í ritvinnslu (Word processor).

Íslenskar gæsalappir með tölvu:
  Windows:  ritið alt + 0132 framanvíð og alt + 0147 aftanvið (tölur af talnalyklab.).
  Linux:    Ctrl+Shift+U, + 201E fyrir „ en Ctrl+Shift+U + 201C fyrir “.

* Íslenska tölvuorðasafn SKÝ og Íslenskrar málnefndar nefnir knésett og brjóstsett fyrir "subscript" og "superscript." Sumir hefðu notað niðurritað og uppritað þess í stað.

* Munurinn á þýðingu og túlkun er umtalsverður, en í hinu fyrra er mál eða texti tekinn og ekki aðeins skipt úr orðum-einnar-tungu yfir á orð-annarrar-tungu, heldur texti og málsgreinar umorðaðar annars vegar fyrir hljómflæði og hins vegar fyrir málvitund. Þá skiptir setningafræði (Grammar) nokkru og eins merkingarfræði (Semantics, Lexicon). Túlkun er hins vegar þegar eitthvað er tekið beint og erlendu orðunum skipt út fyrir innlendu orðin, án þess að slípa textann. Svipað er einnig í tölvunarfræði, þar sem túlkuð (Translated) forrit eru í raun kóti* sem er þýddur jafnóðum og hann er keyrður/notaður en þýðingin ekki geymd eða vistuð, meðan þýdd (Compiled) forrit eru kóti sem forritarinn þýðir á vélamálskóta (Machine code) og eru flest forrit þannig útbúin, en túlkuð er t.d. JavaScript kótar í vefsíðum og PHP kótar á vefþjónum.

* Enska orðið "Code" er yfirleitt ritða kóði og þannig er einnig mælt mál, í málvitund samtímans, en Tölvuorðasafnið mælir með orðinu kóti, sem er að vandlega athugaðu máli betri útgáfa, og við notum hér í spennulosun kóði og kóti jöfnum höndum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband