Föstudagur, 27. september 2024
Stjórnsýslubook, eða opinbert húmbúkk
Það er dálítið sérstakt þegar fjölmiðill minnist - athugasemdalaust - á embættisfærslu birta á erlendum samfélags [gróusagna]* miðli á borð við Facebook. Megnið af "stofnunum" Lýðveldisins og margar þjónustustoðir s.s. rafmagns og hitaveitur, líta á Facebook sem hæfilegan útgáfumiðil opinberra upplýsinga, og öllum þykir það sjálfsagt. {sjá t. grein}
Einföldun: Það er útilokað fyrir nútímaborgara hérlendis að taka þátt í samfélagslegri tilveru landsins nema vera innviklaður í erlend samfélagskerfi. Ef Quislíngar stjórna þjóð[s]inni*, þá endar allt í fúski. Dáin menning, og Innfallin "vofu" siðmenning, hefur ýmsar birtingarmyndir.
En að öllu háði slepptu - þó innan efnistaka.
Tyrkjaland (Türkiye) heitir enn Tyrkland (Turkey) hér á landi, þó opinberlega hafi farið fram alþjóðleg nafnbreyting á Tyrkneska þjóðríkinu hjá Sameinuðu Þjófunum* fyrir fáeinum misserum. Nú ber svo við að Íslenska Stórveldið lítur niður á Tyrkjaland, s.s. öllum er ljóst sem fylgjast með hérlendum Áróðursmiðlum og Stjórnmálavísum.
Það er áhugavert í stærra samhengi hvernig Ríkisþingið* við Austurvöll innleiðir annars vegar lög í samræmi við áróðursmiðla og hins vegar á færibandi frá Brussel. Bíddu nú við; Tyrkjaland lét þróa sinn eigin innlenda samfélags- og gróusagna miðil, sérstaklega til notkunar opinberra starfsmanna, en opið borgurum landsins?
Veistu hvert lénið er eða netslóðin? Þótti líklega ekki hæfilegt umfjöllunarefni hér hjá Atlantshafs Heimsveldinu.
Íslensk menning hefur áorkað fernu í tölvutækni. a) fyrir fjórum áratugum var hugtakið völva sett upp fyrir tölvu. b) DOS stýrikerfið innsetti stafasett 850 og 861 með séríslenskum stöfum, en sniðgekk tyrkneska. c) Sá áróður að "við Íslendingar"** værum fremst þjóða í tölvu- og upplýsingatækni. d) Lýðveldisþjóðin og Lýðveldi ÍsQuislínga býr núna í rafrænum gagnaverum Google, Facebook og X, fullsprautuð og næs.
Þeim fyndið sem enn hafa næmi fyrir kímni.
Fimmta stakið fær að fljóta með, e) Tölvuorðasafn SKÝ og Íslenskrar Málnefndar, er því sem næst að fullu í anda málvitundar, og frábært verk sem færsluritari hefur notað með ágætum* árangri bæði í tölvukennslu og í bókaritun á tölvusviði.
Við höfum nokkuð rætt hér í spennulosun um staðla varðandi rafræna tilveru, sem engir eru hérlendis, og bent á að hvergi í neinum stjórnvalds eða faghópum, hvað þá meðal almennra fórnarlamba er nein umræða um þetta, hvað þá rýni, og alls engin fagleg tilfinning.
Tökum hnattrænan (Global) snúning á þessu.
Samtímis því að öll þjóðríki heimsins eru að innleiða rafrænt gúlag fyrir stjórnsýslu sína og borgara, ásamt SÞ stofnanakerfinu (79 elítustofnanir), er hvergi gert ráð fyrir að borgarar neinna þessara ríkja hafi aðgang að borgaralegu skjalasafni undir eigin gögn s.s. skrif, ljósmyndir, hljóðritanir og myndskeið. Almúginn - Dirty Peasant - er nebblega svo frjáls eftir að aðallinn breytti sér í sósíalískan farsa.
Við vorum alin upp í skóla sem sagði okkur lygasögu um ritskoðanir miðalda, á sama tíma og okkar eigin stafræna tilvera skiptir engu máli, og bankareikningum og starfsframa fólks er hent í ruslið svo mikið sem fólk geispar úr takt. Þegar stóru flottu samfélagsmiðlarnir fjarlægja aðgangssíðurnar (reikninga) þína, og eyða efni þínu, áttu ekkert skjól fyrir vindi s.s. borgaralega þjóðarbókhlöðu.
... en þú hefur [gefins] mannréttindi, svo hverjum er ekki sama um borgararéttindi!
Tómarúmið er svo algjört að ginnungagap ásatrúarinnar myndi týnast þar ef það dirfðist að líta þangað inn, og í anda Nítsje, ef þú rýnir í hyldýpið, rýnir hyldýpið í þig.* Mundu, að allt sem við ritum hér er spennulosun, og háð okkar um eigin menningu, er örvænting vinarþels sem var flæmt í útlegð frá múgsefjun og sjálfsblekkingum eigin þjóðþáttar (Ethnicity).
Þetta er allt saman ást. Þú manst hvað Kolabretinn segir stundum; love hurts.
* Anecdote; Munnmæli, Frásögn, Skrítlusaga, Gróusaga, ...
* Venjulega er sagt "stjórna landinu" en hérlendis eru tvenn Þjóðríki, og land er ekki samtvinnað stjórntækinu sem náttúrulegt fyrirbæri, þó fáir fatti. Ef þú t.d. tilheyrir vitundarlega "landinu og þjóðríkinu" sem náttúrulegu fyrirbæri og elítunni sem sjálfsprottnu fyrirbæri þá er viðeigandi að elítan þín "stjórni þjóð sinni" frekar en þjóðinni.
Flókið? Ef já; þá múrsefjun sönnuð og múgsefjun úrelt. Sumir sjá að Lýðveldið er lýgveldi, aðrir ekki. Einföldun; drullusúpa lýginnar er djúp og víð ...
* Afsakið; Þjóðunum. {lá vel við höggi}
* Stjórnlaga fyrirbærið við Austurvöll, á ekki skilið nafnbótina Alþingi.
* Nietszche; if you look (peer) into the abyss [long enough] the abyss will look into you, and if you wrestle monsters take care not to turn into one. --Beyond good and evil
** Ég er ekki með í "við" enda Herúli, fæddur á Íslandi og mæltur á tungu Þorsteins Ingólfssonar.
e.s. Bandarískur stjórnmálamaður byggði sér hús sem er "off grid" sem m.a. merkir að hann framleiðir sjálfur það rafmagn sem hann þarf, en jafnar út rafmagnsnotkun með stórri rafhlöðu. Nú vill svo til að rafhlaðan sem hann taldi sig þurfa - en hann er menntaður rafmagnsfræðingur - er dáldið stór, og til að kaupa hana og til að fá tilskyldar tryggingar og leyfi til að geta flutt hana á kerru (vegna þyngdar og sprengi og mengunarhættu) var mjög dýrt. Lausnin var að hann keypti notaða Teslu, sótti hana - man ekki hvort hann dró hana á bílakerru eða ók henni - og notaði rafhlöðuna úr Teslunni, sem er jafn stór og sú sem hann taldi sig þurfa.
Þetta er e.t.v. utan efnistaka (Out of scope) við fyrstu sýn en ekki ef gramsað er.
Hver er stjórnmálamaðurinn?
Ég mun ekki skipta mér af þeirra störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Thomas Harold Massive.
Skúli Jakobsson, 27.9.2024 kl. 21:50
e.s. Hún hefur ekki verið með CE vottun eð sambærilegt rafhlaðan sem hann ætlaði að nota, en Tesla er vottuð. Mafían vill sitt.
Magnús Sigurðsson, 28.9.2024 kl. 07:05
Takk fyrir innlitið, Skúli og Magnús. Úff, mafían, ekki æra óstöðuga á þessum fallega laugardegi.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 28.9.2024 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning