-rafrænt viðbit-

Hef áður ritað um að hvergi er nokkur maður hérlendis, að því er virðist, sem skilur stafræna heiminn, eða rafræna gúlagið, sem við erum nú komin inn í, eða að engir staðlar, gegnsæi eða opinber ábyrgð hefur með það að gera.

 

 

Það gerist bara, eins og misgott veðurfar sumarsins sem lýkur nú á haustjafndægri. Svipað er með Loftlagsbreytingar af mannavöldum, allir sem trúa á þær í blindni eru ófærir, að því er virðist, að grúska í hvaðan sá áróður kemur eða hvernig hann er unninn.

Aftur er trúað í blindni, rifist um flugvöllinn í vatnsmýrinni - eða þannig - en hvernig stakkurinn og spennitreyjan eru saumuð utan um okkur og ólarnar festar, virðist alsjáandi ósýnilegt.

Einföldum stöðuna: Þú þarft rafræn auðkenni frá einkafyrirtæki til að skrá þig inn á opinberar síður, og starfsfólk "rafræna íslands" veit ekki samkvæmt hvaða lögum þau starfa.
 
Flókið? Velkomin til miðalda.
 

 

Nýverið ræddi -elítan- í fjölmiðlum, í tengslum við málefni fatlaðs drengs, hvað væri Meðalhófsregla og hvað væri Góð stjórnsýsla. Útskýring á meðalhófsreglunni, sem einn ráðherra útskýrði vel, er ágæt svo langt sem hún nær. Varðandi hvað sé stjórnsýsla, hvað þá góð stjórnsýsla, það var hvergi útskýrt, en ég staðhæfi að í það minnsta á Lýðveldistímanum hafi engin Ríkissmiðja verið starfrækt á landinu.

Eitt af því sem góðborgarinn treystir á en skólaður hrepparinn og upplýstur kotbóndinn álíta flókið, er að Stjórnsýsla má ekkert gera og ekkert segja nema lög tilgreini. Ennfremur þarf að viðhalda atburðaskráningu (Minutes).

Þverlesnir muna þegar ég leitaði til dímonsins Árnastofnunar og spyrði hvað Statesman (Ríkisráðsmaður) væri á Íslensku.

Nýverið settu sum lögregluembætti upp bleika mynd á vefsetrum sínum og víðar. Um var að ræða sálræna tilfinningatjáningu í tengslum við ákveðnar fréttir. Færsluritari setti athugasemd við þetta hjá einu embættanna og fékk blautar borðtuskur frá ýmsum í nær-samfélaginu. Ekkert þeirra vissi hvað átt er við með setningunni "án greiða né kvíða" (Without fear or favour), eða hvert hlutverk löggæslunnar nákvæmlega er, og hvað það er ekki.

Það er sorglegt að maður finni sig knúinn í spennulosun af þessu tagi, þegar það eina sem suma langar til, er að skreppa á góðum fjallabíl út á landsbyggðina og þjálfa leitar- og smalahunda. Kannski er það ástæðan fyrir að örlögin, eða dulefniskennd áhrif [land]vætta hafa suma bundna við lyklaborð og upptökutæki.

Því einhver þarf að benda á hið augljósa; það vantar kúmenmulning í uppáhellinguna, og graslauk í plokkarann. Annars er ekkert varið í kaffið, og plokkarinn flatur.

Sem betur fer, getur þú ennþá fengið rúgbrauð og viðbit*.

 

* Náttúrlegt smjör úr kúamjólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fanta góð færsla Guðjón, -og rétt eins og með loftslagsbreytingarnar í Vatnsmýrinni þá ærast bloggandi góðborgar við vefmyndavélina yfir fatlaða Palestínu drengnum, sem er einkenni þess sem þú kemur inná en ekki orsök, -á hana vill helst engin minnast vegna rafrænna Tene túra sem þeir flokka sem frelsi.

Vonandi kemstu á þínum fjallabíl út á land með hundinn og gott kúmenkaffi í plokkfiskveiðitúr, svona rétt eins og ég hef getað á mínum gamla Grand til þessa í bláber, -og það meir að segja aðal.

En enn og aftur þetta er feikna fín færsla og vonandi fatta það sem flestir.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 20.9.2024 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband