Föstudagur, 6. september 2024
Spriklandi stuð í spennulosun
Hef spennulosunarbloggað meir undanfarnar tvær vikur, en mér sjálfum líkar. Það er fátt skelfilegra en að skrifa svo mikið að maður komist í hóp vitringanna sem virðast trúa því að vefurinn "blog.is" muni hverfa án daglegra viskustykkja þeirra.
En það verður að viðurkennast, að ég skil nú, í kyrrð eftirmiðdagsins, hvað það var í undirvitundinni sem allan tímann reyndi að brjótast upp á yfirborðið. Við tökum hvíld, en fyrst segjum við það umbúðalaust.
Allir vita að styttan af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli, er móðgun við þjóð landsins, í allar hennar kynslóðir. Að við setjum aðra styttu í hennar stað, er spurning um hvenær, en ekki hvort. Ljóst er mér nú, og þvert um geð, að stóra spurningin hér er þessi: Hvort setjum við í stað Jóns, styttu af Jóhönnu Sig, eða Katrínu Jak?
Góðar stundir.
E.s. Í engu er hér sneitt í meiningu, að föður Þjóðveldis eldra, Þorsteini Ingólfssyni. Lýðveldið við Austurvöll og Þjóðveldið frá Öxará, er ekki hið sama.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning