Mánudagur, 26. ágúst 2024
Svikaframfarir og alvöru
Sem menning, ef hún á að lifna á ný, þurfum við að ræða sprautuna, og það án samvisku-raskaðrar elítu. Einn sem ég kannast við, fór í fimm sprautur og ýtti á ættingja sína í að fara í þrjár til fjórar. Nú predikar hann gegn sprautunum, eftir að skaðinn af þeim kom í ljós.
Annar sem fór í þrjár - því hann treysti áróðrinum og heilaþvættinum - segir í dag að heilsan hans hafi meir og minna verið í rúst síðan, en hann hafi alltaf verið heilsuhraustur áður.
Enginn þarf að skammast sín fyrir að hann lét blekkjast; við vorum alin upp af mörgum misflóknum þáttum, í langan tíma, til að trúa í blindni, og leidd frá því að rannsaka og grúska.
Sá þóttafulli sem iðrunarlaust stingur hausnum í sandinn, er asninn.
Níu af hverjum tíu sem ég ræði við, annaðhvort dauðsér eftir að hafa farið í sprauturnar (vegna sjálftjóns) eða vegna þess að viðkomandi fór að hugsa málið og lesa betur. Fólk vill þó ekki ræða sprautuna - því það skammast sín - en ég kann að laða þetta fram, enda ekki Antivisti.
Hrokafullt? Kannski. Sorrý.
Þannig virkar guðdómlegur vitnisburður; heilaþvottur og áróður elítunnar snýst við í höndunum á henni sjálfri og sýnir fólki hver viðbjóðurinn er.
Antivistar hafa engin áhrif á slíkt. Ljóst er að á næstu tveim kynslóðum (átta áratugum) mun fólk almennt, kynna sér hlutina betur varðandi "vísindin" og átta sig á lygafjallinu, og hefja samræður í alvöru grasrót um "hvers kyns laga- og stjórnkerfi hentar okkur almenna fólkinu best."
Enginn veit hvað kemur út úr því; þess vegna höfum við rætt í Arkívinu, að sjö sýnir hafi verið þolreyndar á sex árþúsundum í rúmlega tuttugu heimsmyndum, og nú sé áttunda sýnin framundan, eins og spáð var.
Að reyna að giska á það, núna, er tímasóun. Klárum útför dáinnar menningar fyrst.
Þannig hefur framvinda sögunnar verið í þúsundir ára, og eru hinar íhaldssömu framfarir, en ekki svikaframfarir fals-róttækra stjórnvaldssinna.
Annars er sosum ekkert að frétta.
Nema í sumar hef ég verið duglegur að gefa svartþrestinum, og það hefur virkað vel. Yfirleitt líta spörfuglarnir ekki við fuglafóðri á sumrin, þó þeir vilji það með áfergju frá hausti til vors.
Starinn er t.d. duglegur að koma hér á haustmánuðum og svartþrösturinn á vormánuðum, snjó- og auðnutittlingarnir koma um leið og snjórinn kemur og fara um leið og hann bráðnar. Það er gaman að gefa staranum, bæði glitrar fallega á fjaðrirnar og eins er gaman að fylgjast með hópfluginu þeirra.
Stöku sinnum sér maður skógarþröst og tvisvar í sumar kom hingað máríerla, eitt sinni sá ég máríerlu í grenitré, í göngu tæpan kílómetra frá húsinu, og flaug hún með mér áleiðis heim á ný. Í morgun sá ég máríerlu-ungling að leita fæðu á flötinni framan við pósthúsið, leiðrétting; á flötinni framan við Lausnargjaldspóstinn.
Mér hefur þó engan vegin tekist að fá krumma í mat!
Svartþrösturinn er feimnari, en það er sérstaklega gaman að honum þegar stálpað ungviðið er að fljúga fyrstu dagana, en í vor fann ég uppskriftina að því hvernig maður gefur spörfuglinum á sumrin, en það er blanda af rúsínum og hvolpafóðursmælki. Það hefur slegið í gegn.
Að tveir til þrír máfar stálust í það, var áhyggjuefni í fyrstu, en fljótt kom í ljós að svartþrösturinn er ekki hræddur við máfinn, og fékk áfram eitthvað af matnum. Máfurinn var t.d. fljótur að sópa upp hvolpasmælkinu og þrestirnir fengu rúsínurnar.
En nú er vandi!
Máfurinn fær minna í fjöruborðinu en yfir sumarið, og þó styttist í að hann fljúgi til Spánar og Marokkó, þá vill hann borða, og allt er ekki nóg! Svo nú hef ég ekki við að gefa spörfuglunum því máfarnir "mínir" þrír hafa eitthvað félagsnet; innan tveggja mínútna frá því ég fer út með matardolluna, eru komnir tíu til fimmtán í viðbót og allt er búið á næstu tveim.
Já, ég tók tímann, og ég gái í kring, og upp og í kring, hvort sjáist til þeirra. Hef ekki minnsta grun um hvernig þeir fara að þessu, nema þeir fljúgi það hátt að maður sjái það ekki, en spörfuglarnir hafa reyndar einnig vald á þessari bíókemísku tækni.
Efnishyggjufólk heldur að samskipti séu bundin við hljóð og táknmál, en við nennum ekki samræðum við styttur. Ekki hér. Spennulosun er of dýrmæt fyrir streð.
Allavega, ráð er fundið.
Fann bakarí hér í grennd sem leyfir mér að sækja fuglabrauð, sem ég nýti mér þessar vikur þar til þeir fljúga til "Tene." Því hafi maður komið greyjunum uppá að fá hjá manni bita í gogginn, þýðir víst lítið að flytja þeim faglegar elíturæður um breytt fyrirkomulag með ekkiméraðkenna útskýringum.
E.s. Minn þarf að kaupa nýja garðslöngu til að þrífa burtu máfadritið, á næstu dögum. Það er gaman að gefa greyjunum bita, en þakkirnar kannski ekki jafn gleðilegar.
Athugasemdir
Góður Guðjón, -og þú átt eftir að fá krumma, hann er bæði hrifin af hamborgurum og slátri.
Máríerlurnar hafa verið trítlandi hérna á svölunum síðustu vikuna, skimandi eftir flugum, létu mig vita að þær væru svangar svo ég gaf þeim múslí, en nú er sólin farin að skína og flugurnar að fljúga svo þær þurfa að velja.
Það er svo merkilegt með fuglana, að auk þess að hafa með sér fullkomið fjarskiptakerfi, eins og best má sjá á snjótittlingunum, þá þekkja þeir auk þess fólk. T.d ef ég hitti máríerlu fyrir vestan þá veit hún hver ég er, þó svo að ég búi fyrir austan.
Enda hvernig ætti þessi litli fugl að rata alla leið til V-Afríku án þess að vera fjölkunnugur.
Bestu kveðjur og takk fyrir pistilinn.
Magnús Sigurðsson, 26.8.2024 kl. 14:05
Takk fyrir innlitið, Magnús, þessu trúi ég vel með máríerluna, en ég vissi ekki að hún væri múslimi: það hlaut að vera eitthvað. Fallegur og skemmtilegur fugl.
Guðjón E. Hreinberg, 26.8.2024 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning