-kennsluvaldið-

Fjölmiðlar ræða mikið "menntamálin" þessa dagana, en rifrildið snýst ekki um menntun, heldur valdabaráttu þriggja stofnana, og börnin eru aðeins fiat-gullstangirnar sem bitist er um.

Veistu hver hin merking orðsins "að kenna" er?

 

 

Úr einu í annað, en fjarskylt.

Nýlega stóð ég fjóra miðaldra karla að því að ræða saman, umræðuefnið var verð á ýmsum neytendavörum. Tvo þeirra kannast ég við, og eru "nafn" í bæjarfélaginu, ekki stórt nafn, en gegna hlutverki.

Hina tvo kannaðist ég ekki við, en í hvert sinn sem annar þeirra dró andann dýpra, hættu "nöfnin tvö" í miðjum setningum, svo mig grunaði að stærra væri undir ónöfnunum en á sýndist.

Eins og sumar vita, hefur litli knár aldrei haft minnimáttarkennd, enda trúir hann ekki á mælistikur. Auk þess verður maður fljótt þreyttur á verðmiðum á kleinum og sultu.

Þá nefndi einhver þeirra bankastefnu Ríkisguðsins, svo ég sagði mjúklega "bankamenn eru ekki fólk." Hneykslissvipurinn á frumefnunum fjórum var ódulinn! Svo ég bætti við, áður en þeir héldu að hér væri dulspeki á borð við "djöflar í mannsham" á ferðinni:

Þeir sem gera fólk heimilislaust fyrir tölur í kladda, hafa kúplað sig út úr mannlegu samfélagi, og því eru þeir ekki lengur fólk, það merkir ekki að þeir hætti að vera mann-verur!

Þessu gátu ásarnir fjórir ekki svarað, og sá ég að annar óþekktunafna tók þetta nærri sér, svo við giskum á hvar hann starfar. Ónafni hans segir þá við mig "þetta var djúpt og flókið." Með vandlætingarsvip.

Sáttur við að umræðan snérist ekki lengur um verð á rakvélarblöðum og mjólkurfernum, svaraði ég honum "þetta er nú sú hugmyndafræði sem sósíalískt nútímasamfélag byggist á."

Nú voru þeir orðstopp, svo ég hypjaði mig, áður en ég yrði mér frekar til skammar.

Svona ástand myndast þegar illa skólaðir kennarar menntakerfisins vinna ekki betri vinnu við að ala mann upp! Ég stóðst samræmduprófin, en hef ekki vit á að þegja í Góðramannahóp.

Glottið á mér, þegar ég dreif mig á braut, var þó að þeir hafa [líklega] ekki grænan grun um muninn á mann-verum mann-kyns og mann-eskjum mann-fólks!

Maður útskýrir ekki sumt fyrir vitringum Leirmenna og Bergmálsfólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband