Föstudagur, 23. ágúst 2024
Í minningu dáinnar túngu
Ensk-Ameríska hugtakið "Babyshower" merkir á Íslensku Barnagóss. ... en hverjum er ekki sama þó Íslenska deyji út? Gervigreindin virkar betur á ensku.
Katrín Edda fékk óvænta barnasturtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er að reyna að venja mig af því að lesa þessar glans-fréttir. Þær eru eins og dóp. En fyrst þú minnist á það - leita þessir fréttamenn ekki einu sinni í orðabækur ef eitthvað hljómar undarlega? Þetta er fæðingargjöf. Enskan hefur þróazt svo mjög frá upprunalegum merkingum, það gerist þegar notendur eru margir og nýyrðasköpun ekki til staðar, heldur endurnýting á sömu orðum eða þjófnaður á erlendum orðum.
Orðið babyshower myndi útleggjast ungbarnasturta, en hugmyndin er að úr nafnorðinu sturta er búin til sögnin að sturta, eða offylla, láta flæða, og í til að fagna barnsfæðingu. Ágætis hefð, en hér er mikilli hefð steypt saman í eitt orð, sem verður ekki þýtt hrátt.
Nema barnagóss... þetta eina orð er nokkuð nálægt því að ná þessu...
En úr því að þessi skemmtilega frétt og færsla vakti hjá mér gleði og athygli, vil ég einnig taka undir að síðustu tvær færslur þar á undan frá þér hafa verið sérlega áhugaverðar.
Þú ert farinn að nota húmorinn mjög vel.
Dáin siðmenning verður að gleðjast yfir örlögum sínum.
Sérstaklega var gott að fá pistilinn um Rússana. Það eru alltof fáir sem skoða þetta svona. Okkar þjóðfélag minnir æ meira á pyntingarklefana þar sem fólk var heilaþvegið með endurtekningu þar til það missti vitið og fór að trúa vitleysunni.
En með nýyrðin þín... það tekur mig langan tíma að sættast á nýyrði. Þegar maður hefur notað þau í einhvern tíma tekur maður þau í sátt.
Ég skil ekkert enn í skynsamasta fólki sem heldur að maður sé á móti öðrum aðilanum í stríði ef maður tekur rökræðu með hinum aðilanum, til að benda á eitthvað sem aðrir þegja um.
Tek undir það, að gott er að reyna að vera hlutlaus.
Takk fyrir góða pistla.
Ingólfur Sigurðsson, 23.8.2024 kl. 23:37
Takk sömuleiðis, Ingólfur, og já, ég er sammála þessu með nýyrðin. Þó ég sé með ýmis orð sem ég nota sjálfur, þá voru þau grafin upp af illir nauðsyn, og ég nota þau því aðeins að auðvelt sé að beita þeim. Fyrir mér snýst þetta um máltilfinningu og málvenjur (Vernacular) frekar en að búa til lista. Sum orðanna hafa velzt um í nokkurn tíma í huganum áður en maður beitir þeim.
Það kemur einn daginn "enskur stíll" sem mun draga þetta betur í ljós. Hann er hálfmótaður í hausnum eikkurstaðar.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 24.8.2024 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning