Tvær kindur, önnur vetrarrúin

Stjórnmál eru viljandi gerð leiðinleg, svo þú takir ekki þátt í þeim. Niðurstaðan er sinnuleysi og almenn siðspilling (sem endar í siðrofi)*. Ef þetta eru laung orð, þá veistu núna akkuru.

Lausnin er að láta sig hafa, þó það sé leiðinlegt, og taka þátt, og þá lagast allt á u.þ.b. 200 árum, sem er stuttur tími ef Homo Sapiens er 200 þúsund ára. Leiðinlegt er gaman nema hrútleiðinlegt sé, þá er fjör.

Stangistangi hrúturinn minn!

Eins og þú veist þá er Þjóðveldið úrelt og gamaldags. {nyttland.is}

Til dæmis var ætlast til þess á Þjóðveldisöld, að allir íbúar kæmu saman á héraðsþingum á hverju ári (í öllum 39 héruðum landsins) til að ræða héraðsmál. Þá var hvert hérað sjálfstætt í skattamálum og þar var kosið árlega hverjir færu á Alþingi síðar um sumarið að ræða landsmál.

Þvílík vinna maður! Það kæmist enginn til Tene ef við værum svona gamaldags núna. Svo næði Ríkisstjórnin aldrei að setja þá ofurskatta sem henni sýndist.

Þá voru Þjóðveldismenn svo grófir, að skattasniðgengi var löglegt, menn gátu fært þingsetu og sköttun sína til annarra héraða, og þannig svelt yfirvaldið til siðar* (eða siðavendni).

En að öllu gríni slepptu Fólk sem ekki er ritningalært, veit yfirleitt ekki hvað siðmenning, siðrof eða siðfræði eru. {Taka skal fram að bókstafstrúarfólk sem heldur að ritningar séu sagnfræði, - eða landafsal - telst ekki ritningalært.}

Vondar Ríkisstjórnir eru alvörumál, og þá fer allt til fjandans, en aðeins ef þjóðin er fallin í sinnuleysi og siðrof. --Biblían (Króníkubók 1 og 2)

 

Þessa dagana elskar elítan að markaðssetja einhverja Taylor Swift sem aldrei hefur framleitt sönglag, en spriklað mikið á sviði, hálfnakin. Því fáum við smá háðsglósu - frá einu alvöru ljósku* okkar tíma, Debbie Harry - fyrir andkristna zíonista sem eru að bíða eftir heimsendi - og kristilegu brottnámi (Rapture).

 

Debbie Harry (fædd 1945) á Mallorca,2024.

 

* Personal Depravity leading to collective Anomie -- Ólympíuleikarnir 2024, hinthint.

* Veistu hvað Siður er? Siðmenning, Siðrof, Siðleysi, Mannasiðir, siða til, ... fleiri siðorð eru í boði.

* Alvöru ljóska er ekki ekta nema ... hún sé með sama rótarlit og Debbie. Eða þannig.

 

 

Viðbót, á persónulegu nótunum.

Birti nýlega útreikninga á kosningum á Bretlandseyjum, frá í sumar, en ég gleymdi - eins og við gerum alltaf - að taka með í tölurnar þá sem sniðganga ríkiskerfið og vilja því annarskonar mafíu-kerfi. Hér kemur uppfærður útreikningur, en til einföldunar; Þeir sem nú stjórna yfir 60 % á Breska þinginu, rétt ná 20 % kjosenda, en 41 % kjósenda sniðgengu!

Næstum svipað og Íslenskar kosningar, sem við höfum áður rætt tölfræðilega, en að meðaltali hafnar fimmtungur Íslendinga "Lýgveldinu," frá 1904 til dagsins í dag.

Einföldun; þú ert svangur og ferð á veitingahús sem auglýsir steikur, að fá þér steik, þegar þú færð matseðilinn tekurðu ekki eftir að einungis fiskréttir eru í boði og ert of svangur til að benda á það. Ef þú reynir að breyta kjörseðlinum, ertu settur í straff.

 

uk-elections-turnaout-2024

Smellið á myndina fyrir stærri útgáfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -að vanda.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 10.8.2024 kl. 08:53

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, Magnús, og hlýleg orð.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 10.8.2024 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband