Maríugleði (eða Jesúsolía)

Eins og allir vita fékk María unnusta Jósefs, í sængurgjöf olíurnar Myrru, Frankincense (Reykelsi) og Jómfrúaroliu (gull[olíu]). Ég kynntist M. og F. olíunum vel, eftir heilræðum frá viturri konu sem jafnframt er heimspekifræðingur, þegar hún ráðlagði notkun þeirra á hundinn Ljúf, en hann var þá veikur af blöðruhálskrabba.

Það er efni í staka færslu að segja frá því hvernig hundurinn sem var of veikur til að fá skurðaðgerð og aðeins hugað fimm mánuðum að hámarki, náði sér að mestu á rúmlega hálfu ári og til fulls á hálfu-öðru ári og lifði til tæplega fjórtán ára aldurs (sem er hátt fyrir Sheffer hund).

Eitt af því sem hjálpaði honum, var að við nudduðum Frankincense og stundum einnig Myrru, á svæðið milli eistna og rass, á hverjum degi stundum tvisvar á dag - en blöðruhálsinn er þar innan við húðina. Fimm mánuðina sem dýralæknirinn spáði honum, tók hann stórstígum framförum, en við gerðum fleira honum til hjálpar.

Í hitteðfyrra þegar ég lá vikum saman á spítala, og svo aftur eina viku í árslok, kenndi mér ein hjúkkan að nota það sem heitir Lífolía, en húðin getur þornað all svakalega við langlegu, hvítnað og flagnað. Þegar ég fór að nota Lífolíuna - sem framleidd er af Móðurjörð fyrir austan og er frábær vara - sá ég að með smá fikti og tjúni gæti ég gert mína eigin.

Ein fyrrverandi hafði mikinn áhuga á ilmkjarnaolíum, og slíkt getur smitast.

Allavega, í tæp tvö ár hef ég notað Maríugleði (jesúsolíu) sem ég blanda sjálfur, og ákvað að deila hér, því satt best að segja, þá er hún afbragð. ... enda mælti María sjálf með henni, og eins og allir vita var sonur hennar best upp aldi sonur allra tíma.

Blandan er einföld, Jómfrúarolía, Myrra, Frankincense, Lavender og Teatree, eftir persónulegum hluföllum. Myrran er erfið, því hún þykknar, svo hrista þarf vel eftirá (sem ekki var búið að gera á meðfylgjandi mynd) en best er að setja glasið á miðstöðvarofn fyrst því þá blandast betur þegar hrist er, en ekki of lengi. Umfram olían er best geymd í kæli.

Myrruna er oft erfitt að kaupa hérlendis, en auðvelt að versla t.d. á iHerb, eða öðrum póstverslunum. Hinar olíurnar fást allar hérlendis. Glösin eru keypt frá Kína. Ég mæli með, fyrir þá sem nenna, að prófa sig áfram, lofa því að engin verður eftirsjá af þessu.

Þess utan, mæli ég í hástert með Lífolíu frá Móðir Jörð, og er þessi færsla í engu ætluð til að skyggja þar á.

 

 

IMG_0070 

 

... Maríunáð væri e.t.v. betra heiti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband