Kapítalísminn sem felur Mónópólismann sem enginn ræðir um

Fyrir mörgum öldum, þegar ungir menn voru búnir að fatta plottið, að sambúð og gifting væri fangelsi, frelsissvipting og kúgun fyrir þá, fundu konur upp á "heimanmundi".

Þær borguðu með sér, en sagan snéri því á hvolf og "valdakerfin" segja þér að "þeir hafi keypt þær."

Karlaveldið er lýgi, rétt eins og Kapítalisminn,

Marxistar viðhalda lýginni um kapítalistann, til að Mónopolistarnir á bak við þá geti sogið til sín öll fyrirtæki miðstéttarinnar og húseignir og landeignir allra sem dirfast að eiga eitthvað.

Allt er lýgi, en þú þorir ekki að rýna lýgina, því þá kemur einhver sem stjórnast af föllnum (ljós)englum og "rökræðir" við þig og uppnefnir.

--hinthint

 

Það er ekkert að því að vera kúgaður af konum, við höfum lifað þannig frá dögum Evu, en það er hallærislegt að ljúga öllu og raunguræða (Dialectics). Þá endar allt í vitleysu.

Svo vitnað sé í John Trudell: "Ef þú lýgur að fólki hver þeirra eigin saga er, svo það veit ekki lengur hvert það er, þá fremurðu [hið eiginlega] þjóðarmorð.

 

Stúdíó útgáfan af "shadow over sisterland," sjá hér (YT).

 

 

the-21st-cent-compass

 

 

... og þá má selja fólki hvaða rugl sem vera skal

 

trump-jfk-iwo-jima-iconic-A

 

 

Viðbót 15:30

Úr daglega lífinu:
Kunningi minn er með ameríska suðurríkjafánann í bílskúrnum. Í vikunni var frúin að taka til í skúrnum og skúrhurðin opin, og viti menn, löggan keyrði í hlaðið að "forvitnast" um fánann. Án gríns!
Það verður bráðum of seint að flýja; og ef þú fattaðir ekki í sprautuhelförinni hvað er að gerast, þá fattarðu það aldrei. Einföldun; hættu að vekja styttur, og flýðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -og góðar myndir, Trump ber af.

Má til með að klessa sögu úr daglega lífinu, þó gömul sé, með þessari athugasemd, -án gríns.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2176103/

Fyrirgefðu frekjun.

Bestu kveður.

Magnús Sigurðsson, 16.7.2024 kl. 19:00

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið Magnús, og færsluskotið sem er fullkomlega í anda dagsins.

Reyndar er Suðurríkjafáninn - sem í raun ætti að heita Bandamannafáninn eftir alvöru orðabókatúlkun, því "Confederate" merkir Bandamaður (en "Allies" merkja Samverkamenn :D, en fúskíslenskan og íslenskan eiga fátt sameiginlegt) - ekki fáni kynþáttahaturs heldur er hann merki upprunalegu stjórnarskrár Bandaríkjanna, þ.e. andstað gegna Marxiskri miðstjórnarfrekju í anda Lincolns, Marx, Stalín og Úrsul v. Leyden.

Bandaríkin hættu í rauninni að vera til, 1848 þegar Polk bjó til árásarstríðið gegn Mexíkó, og þegar Bandamanna ríkin klufu sig úr ríkjasambandinu rúmum áratug síðar var að stórum hluta afleiðing af þeim stjórnmála umræðum sem þá fór í gang.

Allir vissu að þrælarnir áttu að fá frelsi, enginn stóð gegn því. Deilan stóð um hvernig ætti að leysa stórar fyrirsjáanlegar flækjur, og hvernig ætti að laga efnahags-jafnvægið, OG hvort miðstjórnin í Washington gæti tekið sjálfræðið af Ríkjunum (Fylkjunum) og breytt sér í Georg III konúng.

... en hver vill vita eitthvað í heilaþvegnum útópíu-nútímanum?

Bestu kveðjur

Guðjón E. Hreinberg, 16.7.2024 kl. 20:34

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Samherjar, ekki samverkamenn - - en hver vill fjöl þegar fúsk er í boði.

Guðjón E. Hreinberg, 16.7.2024 kl. 20:35

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir upprifjunina Guðjón, -já mig grunaði að búið væri fyrir löngu að snúa öllu á hvolf hvað suðurríkjafánan varðar.

Það sem ég átti við með "rebel" var c.a. merkingin sem mótorhjólatöffarar og vörubílstjórar lögðu í fánan áður en sögulegu suðurríkjaofsóknirnar hófust á ný á þessari öld.

Ég er reyndar búin að gefa annan fánan minn ungum félaga sem var nýbúinn að fá sér flaggstöng og sagðist þora að flagga fánanum. Ég hef samt ekki orðið var við að hann hafi flaggað honum ennþá.

Hinn suðurríkjafáninn minn, með Sitting Bull í miðið, fer af og til upp í flaggstöngina mína úti við ysta haf, líkt og Che Guvara, Bob Marley og Ægishjálmurinn.

Annars hefur sá íslenski verið þar æ oftar síðari árin, enda orðin nokkurskonar lifandi goðsögn - ef ekki "rebel" gagnvart þeim röndótta sem tröllríður flestum flaggstöngu nú orðið.

Magnús Sigurðsson, 16.7.2024 kl. 21:02

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég á Hvítbláann, en ég nota hann meira spari nú orðið - og ég á efni í að sauma rétta útgáfu - form og liti.

Lýðveldisfáninn - sem fólki er innprentað af ÍsQuislíngum að uppnefna "íslenska fánann" kemur aldrei nærri þar sem ég fer um.

Guðjón E. Hreinberg, 16.7.2024 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband