Fimmtudagur, 6. júní 2024
Fimm forsetaspurningar sem ég missti af
Voru einhver upptalinna fimm áhrifamiklu atriða (a,b,c,d,e) rædd í aðdraganda forsetakosninga "lýgveldisins" 1. júní 2024? Ég varð ekki var við að neitt þessara lögfræðilegu og veigamiklu atriða væru rædd neins staðar yfirleitt.
Né heldur þá að þjóðin, hvað sem það nú er, virðist vera haldin Múgsefjunarblæti.
a) Við fengum EES samninginn í boði Vigdísar, en við fengum ekki að kjósa um það. Okkur var lofað að samningurinn myndi opna ESB fyrir okkur, við gætum ferðast um Evrópu, unnið þar og starfað, og selt þangað vörur.
Gott mál, en við höfum allar götur síðan samþykkt á annað hundrað lög árlega, svo til umræðulaust, eða þyngt þau, eftir áskrift frá Brussel og í landinu fer engin umræða fram um gildi og áhrif þessara laga á okkur sem þjóðríki.
Ef eitthvað er hafa þessi lög þyngt róðurinn* fyrir innlent efnahagslíf, gert innlend stjórnmál háð Brussel, og íþyngt almennum borgurum. Auk þess sem sum þeirra eru hreinlega kjánaleg s.s. nýleg lög um tappa á gosflöskur.
b) Stjórnarskráin (Ríkissáttmálinn) tilgreinir að forsetinn mótar utanríkis málefni Lýðveldisins og gerir þjóðréttarsáttmála (Treaties) við erlend ríki. Tiltekið er að stefna þessi skuli í samræmi við þau lög sem Alþingi setur um hagsmuni þjóðríkisins í alþjóðamálum (Geopolitics). Ekki er tilgreint í ríkissáttmála þessum að forseti eða þing megi gera þjóðréttarsáttmála við alþjóðlegar eða þverþjóðlegar stofnanir (sem gerir t.d. Alþjóðaheilbrigðisreglugerðina sjálfkrafa ólögmæta hérlendis).
c) Ríkissáttmálinn sem við nefnum stjórnarskrá, sem er samningur þjóðar og elítu um Ríkissmiðju Lýðveldisins, tilgreinir sérstaklega að forseti og þing megi ekki með neinum hætti gera samninga eða sáttmála við erlend ríki sem skerði á einhvern hátt fullveldi landsins, eða vald þess yfir eigin landi og borgurum. Þetta er allt þverbrotið undanfarna átta áratugi.
d) Ríkissáttmálinn fyrirskipar að forsetinn stilli upp ráðuneytunum, ákveði fjölda þeirra og framkvæmdavald (hlutverk), og velji ráðherrana og ráði þá eða leysi (reki) frá störfum eftir því sem hentar þeirri stefnu sem hann (væntanlega) hefur boðað kjósendum sínum.
Tilgreint er að þegar Forseti getur ekki setið ríkisstjórnarfundi (ríkisráð), skuli einn ráðherra hans (að vali forseta) gegna setu forsætis (eða hlutverki forsætisráðherra) á þeim fundi.
Sáttmálinn gefur forseta ekki leyfi til að afhenda öðrum aðilum þetta hlutverk, og það merkir að meirihluti Alþingis hefur ekki leyfi til að stofna ríkisstjórn né heldur setja lög um ráðuneytin. Þó mega ráðherrar forsetans sitja þingfundi.
e) Almenn hegningarlög tilgreina refsingarákvæði hverjum þeim er ógnar hlutleysisstefnu Íslenska Lýðveldisins eða fyrnir (Depreciates) hlutleysi Lýðveldisins. Þá eru ítarleg ákvæði sem tilgreina refsingu embættismanna og opinberra starfsmanna sem [í skjóli stöðu sinnar] falsa upplýsingar (s.s. gert var í Covid) og tvöfaldast refsiramminn hafi þessi fölsun upplýsinga skaðleg áhrif á ríkið og/eða þjóðina (s.s. gert var í Covid og fleiri ríkisglöpum (Malfeasance)).
Kanntu tölfræði? Í báðum kosningum Guðna, má fullyrða að 70 prósent atkvæðabærra hafi viljað aðra valkosti, en 80 prósent núna.
* Algeng múgsefjun hérlendis er fólgin í þeirri staðhæfingu að "við myndum hafa það svo miklu betra ef við værum í ESB" en lög okkar og Ríkissmiðja í yfir þrjá áratugi hefur innleitt svo mikið af lögum og reglugerðum ESB að lokaskrefið myndi litlu breyta. Við höfum það verra í EES/ESB en utan, og við erum að lifa þá staðreynd.
Athugulir átta sig fljótt á því að EES samningurinn er völundarhús vélabragða, en þoka múgsefjunar og raungusegða gerir þeim útilokað um útskýringar. Reyndu að finna á meðfylgjandi tengli - eða flækjusíðu - hvaða lög liggja EES samningnum til grundvallar:
Á persónulegu nótunum
Hlustaði daglega á Nick Cave, í afplánun, þegar
ég lærði af eigin reynslu að múrarnir snúa út.
Vissir þú að það er brot á stjórnarskrá þegar sakamenn eru bæði dæmdir til fésekta og afplánunar, og þriðja brot að setja vexti á sektir og miskabætur? Allir dómarar landsins sem brotið hafa þetta ákvæði eru sekir um dómsglöp (Judicial misconduct/malfeasance) og við því er allt að sextán ára refsing í Almennum hegningarlögum.
Hvernig kærir þú dómara fyrir glæp, nema þú sért af ættunum fimm sem rændu ríkinu 1918?
Ein af undirstöðum Hammurabi laganna - annars elsta lagasáttmála mannkyns, sem m.a. var undirstaða vestrænna og miðausturlanda laga í yfir þrjátíu aldir - var einmitt þetta atriði, og var eitt atriði Hammurabi laganna sérstaklega tekið fyrir varðandi handtöku Jesú.
Manstu hvað Jónína Ben sagði rétt áður en hún "dó?"
Athugasemdir
Góður pistill Guðjón.
Mér finnst margt af þessu, sem þú nefnir, hafa verið rætt einhverstaðar einhvertíma undir rós. Þó svo að ég hafi ekki séð einar einustu kappræður þessara forsetakosninga í sjónvarpi.
Skiljanlega hjólar engin í Vigdísi lengur, fyrir það að meina þjóðinni um að segja álit sitt á því þegar hún var framseld erlendum yfirráðum á sínum tíma og af henni haft fullveldið með lygavaðli.
En það athygliverða við úrslit þessara forsetakosninga nú, er að rúm 90% kjósenda kusu í raun með aðferðafræðinni í kringum EES samninginn á sínum tíma, -og nýja Vigdísi.
Sjálfur fer ég sjaldan á kjörstað og hef ekki séð ástæðu til að kjósa stjórnmálaflokka eftir hrun. Ég lét mig samt hafa það núna að kjósa til forseta, -eins 2016 þegar ég fór og kaus Sturlu. Einungis vegna þess að nú og þá fannst mér vera skýrir valkostir.
Magnús Sigurðsson, 7.6.2024 kl. 06:02
Takk fyrir góð orð, Magnús. Ég hef sjálfur reynt að kjósa reglulega síðan 2009, en síðan 2012 hef ég ævinlega yfirstrikað og skrifað "þjóðveldi" á seðilinn, nema þegar einnig ég kaus Sturlu, enda allt rétt sem hann benti á og hann hefur sannað hversu ærlegur hann er. En undanfarin misseri hef ég hætt að votta Lýðveldiskosningar, samviskan leyfir það ekki.
Bestu kveðjur
Guðjón E. Hreinberg, 7.6.2024 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.