Að sniðganga er að yfirgefa, en ekki að samþykkja

Allir vita að undanfarin fjögur ár hef ég sniðgengið kosníngar Lýgveldisins, enda vil ég Þjóðveldi. Nú segja margir við mig, að sniðganga er að kjósa þann sem sigrar, og er það sagt með hryssingi. Þetta er rangt, svara ég, að skila auðu er að kjósa þann sem sigrar því þér er sama og sérð engan mun á framboðunum.

 

 

Að meðaltali síðan 1904 hafa 18 til 22 prósent kjósenda landsins hafnað stjórnkerfinu og kosninga svindlum þess. Frá 2009 hafa að meðaltali 30 prósent kjósenda hafnað þessu lygarakerfi, og í stökum kosningum yfir 40 prósent.

Þeir sem vilja annars konar kerfi, hafa flestir útskýrt hvers kyns kerfi þeir vilja og hvers vegna þeir hafna lygarakerfinu. Einföldun; nýtt kerfi getur aðeins fæðst að til sé Manifesto sem gefur því frumspekilega undirstöðu. Þetta er ástæðan fyrir að Vesturlönd hafa barist fyrir því aftur og aftur allar götur síðan 1551 þegar Siðbótin hófst, að geta skipt um kerfi þegar þess þarf, að geta skipt um elítu þegar nauðsyn ber til.

Lýðræði og Þjóðræði (Democracy and Republicanism) - Kommúnismi eða Íhald - snýst ekki um að geta kosið lygara á þing eða hræsnara á Bessastaði, heldur að geta hreinsað til þegar kerfið er allt orðið svo spillt og þjóðin svo sinnulaus gagnvart spillingunni, að siðrof hefur gripið okkur öll.

Eins og fram kemur hér framar, þá er vandlega fylgst með hvort þú kjósir eða ekki, því bæði verkfræðingar valdsins og þeir sem hafnað hafa valdinu og yfirgefið, fylgjast með hversu margir kjósa að hafna kerfinu og þá með sniðgengi.

Rússar hafa tvisvar skipt um stjórnkerfi síðan 1916 og Þjóðverjar þrisvar. Litlu munaði fyrir tveim árum að Bretland, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Austurríki, Holland, Spánn og Tékkland yrðu byltingarástandi að bráð, með tilheyrandi útskiptingum, en lítið er leyft að fjalla um þetta í fréttum og fjölmiðlum. Þetta er ein af ástæðum þess að enginn frambjóðandi hér hreyfir við neinum alvöru málefnum, því þröngt er troðið á títuprjóninum*.

Flestir hópsálarverkfræðinga skuggavaldsins vita t.d. að minnstu munaði að Noregskonungur legði niður sjálfræði Íslenskra héraða upp úr 1305 og með sniðgengi næsta áratuginn tókst Íslendingum að setja Konung í úlfakreppu og hann varð að bakka. Sjálfstæði Íslenskra laga og dóma hélt velli eftir þetta, allt til 1798 að það var lagt niður af Danakóngi til 1843 þegar einurð Íslensks sjálfstæðis fékk það endurreist.

Kóngur vissi vel að hann gat haldið sínu til streitu, en hann ákvað að færa Tesluna.

Já, við vorum sjálfstæð allar götur frá 930 til 1797 og aftur frá 1843, því við gátum sett okkar eigin lög og dæmt í okkar eigin málum allan þann tíma. Konungsríkið 1920 og Lýðveldið 1944 hefur ekki sagt þér rétta sögu af sjálfum þér.

Já, þú ert stak stærri heildar, en þér er ekki lengur leyft að hugsa þannig, og það er alvöru samsæri. Við höfum aldrei þurft her, því hugur okkar og orð, eru sverð okkar, en skjöldur okkar er trúin á það sem hjúpar æðri gildi, hvort heldur þú skilur það sem landvætti eða Guðs visku.

Elítan segir hins vegar að loddarinn og lyddan Jón Sigurðsson hafi verið Íslendingum sverð og skjöldur, en ég uppnefni hann forseta fjölnismanna.

Hann var aldrei meðlimur Fjölnismanna, en hann var tákngervingur þeirrar hugmyndafræði sem við hjúpum í dag með stimplinum fjölnismenn; að lodda Íslendinga til ranghugmynda (raunguræðu) um eigið ágæti og eigin mátt, og afhenda samansaumuðum elítu-ættum landsins allt vald, til hverra ranginda sem þeim sýnist.

Elítan á vesturlöndum sem æst hefur til kjarnorkustríðs á hverjum degi í þrjú ár, vill herskyldu. Íslenska elítan vill Íslenskan her, og ef það verður þá munu Íslenskir synir verða sendir á vígstöðvar til að láta slátra sér. Mun næsti forseti halda okkur utan við slíkt?

Þessa dagana eru miklar stríðsæsingar að fara fram í Nató blokkinni, og öflugasta leiðtogaland blokkarinnar - Bandaríkin - var á dögunum að rangsnúa dómstólum ríkisins til að geta stungið fyrrum forseta sínum í 130 ára fangelsi. Nató hefur margsannað sig í dag sem árásar smiðja ríkisfursta og stríðsherra (Warmongers), elítan sem stjórnar í Brussel og Washington hefur misst allan trúverðugleika.

Meirihluti kjósenda í Evrópu, vill ekki Esb, eða Nató. Bandaríkin hættu í rauninni að vera til, í síðustu viku.

Hvað segir næsti forseti Lýgveldisins um þessa stöðu? Hefurðu horft á viðtölin undanfarnar helgar? Ekkert nema pólitískt nýaldar mjálm og leiktaktar. Hér er enginn undanskilinn. Ekki einn frambjóðenda stendur fyrir borgaralega, og trúarlega siðfræði eða lagasáttmála ábyrgrar ríkissmiðju. Ekki einn. Enginn þeirra hefur þurft að svara ágengum spurningum og enginn þeirra bent á hvar við erum stödd eða leiðina út úr vandanum.

Það eru tólf í boði, en fjölmiðlar og stjórnvaldskerfi, svo og einokunar sjóðirnir hafa sameinast um að markaðssetja þrjá til fjóra og smala þangað öllum atkvæðum. Við sjáum það, en við erum máttvana gegn því, og ástæðan er sú að við erum hætt að ræða saman um hvað við stöndum fyrir eða hvers vegna, við höfum gefist upp fyrir innprentun, heilaþvætti og raungunarræðum.

Að kjósa aðra sem leiðtoga lífs síns og tilveru - sérstaklega kerfisbundið - er hið sama og að afskrifa sjálfan sig. Aftur og aftur; er flengingablæti.

Sá sem kosinn verður í dag, mun leggja Lýgveldið niður. Á stjórnartíð þess "forseta lygarakerfisins" mun sverfa til stáls, Þjóðin sem nefnir sig Íslendinga mun hætta að vera til, og þess í stað verða eitthvað annað. Kynslóðin þar á eftir mun snúa til Endurreists Þjóðveldis og komast að því að öll undirbúningsvinnan var unnin 2013 til 2018, af fórnfýsi og einurð.

Stundum þarftu að glata öllu, til að uppgötva verðmæti sem vega. Þú munt kjósa rétt í dag, en bæði ákvörðunin og valkosturinn fangar þinn eigin huga og þú sérð það ekki. Sem er gott.

 

Rachid Taha á lagið Barra Barra sem var
vinsælt í Blackhawk Down.

 

Á persónulegu nótunum.

Nýverið bað ég konu í næsta húsi að biðja konuna sem var gestkomandi hjá henni, að færa Tesluna sem lagt var upp við húsið mín megin. Henni þótti það sjálfsagt mál, og þegar ég baðst afsökunar á sérviskunni, brosti hún og svaraði, ég skil þig fullkomlega.

Þannig virkar allt mannlegt samfélag. Hún hefði getað sleppt því að hlýða tilmælum mínum og það er eins alls staðar. Kurteisi er það sem límir okkur saman sem samfélög (Communities) og þegar elítan skilur hvað mannlegt samfélag er, tekur hún mark á þeim lægsta sem þeim hæsta, þó hún viti að hún komist upp með annað, í það minnsta í eina kynslóð eða svo.

Ég hef víða farið í heiminum og í mannlegum félagsknöttum, hef umgengist fólk sem á stórfyrirtæki með tugi fólks í vinnu, átt samræður við ráðgjafa sem starfa fyrir vogunarsjóði og ráðleggja valdstjórnum, hef farið í bíltúr með forstjóra stórrar bílaverksmiðju, hef djammað með dópistum í 101 Reykjavík og farið í eftirpartý með hommum, hef leiðbeint deildarstjórum í erlendum fyrirtækjum sem þurftu fagkennslu. Hef búið í einbýlishúsi og þurft að sofa í bílnum.

Hef gist fangelsi, eða kynnst betrunarvist. Allir hundarnir mínir voru þjálfaðir til að geta bjargað mannslífum. Hef bæði tekið þátt í sósíalískri grasrótarpólitík og sértrúarsöfnuði, og búið í útlöndum. Hef kynnst öllu.

Virðing í mannlegum samskiptum er það sem gerir okkur að fólki og þegar við höfum menningu, skiptir engu máli hvern þú hittir og á hvaða virðingarþrepi það er, við vitum þetta öll. En í siðrofi hverfur þetta, og við erum þar núna og ef við vitum ekki hvers vegna, þá er það einmitt ástæðan.

Það er engin vitund í Alheiminum; hann er vitund, þú ert aðeins stak í stærra mengi. Valdasjúkt fólk sem réttlætir sjálft sig, og beitir aðra vélabrögðum og rangindum, yfirgefur þessa vitund.

Því miður þarf að endurtaka þessa lexíu á þriggja til fjögurra kynslóða fresti.

 

* Hversu margir [fallnir] englar geta dansað á nálaroddi?

 

e.s. 21:46

"Kjör­sókn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður klukk­an 21 í kvöld var 60,25%. Til sam­an­b­urðar var hún 41,22% í for­seta­kosn­ing­un­um árið 2020. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður nam kjör­sókn­in 61,83% klukk­an 21. Til sam­an­b­urðar var hún 43,19% árið 2020." --MBL

Úbbs ... Æ rest mæ keis.

e.s.2. 20240602-12:05

Á kjörskrá: 266.935 Kjörsókn: 215.635 (80,8%) - fimmtungur "þjóðarinnar" valdi sniðgengi, 65% kjósenda vildi annarskonar "forseta." Þriðju kosningarnar í röð, voru 5 til 7 prósent sem vildi viðhalda sjálfstæðu Íslandi.

Einföldun; 85 prósent "kjósenda" vilja ekki lygarnar og vita það. Hið eina sem heldur þeim í girðingunni, er að þau þekkja ekkert Manifestó sem þeim líkar, og á meðan bíða þau þess að "þetta reddist."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband