Það sem oft vill gleymast í menningar-útför

Þegar þú ert fyndnasti bloggari allra tíma og enginn svo mikið sem brosir glettnislega, veistu að hugurinn er allsstaðar flattur út á fjöl. Þegar menningin deyr, fer sjálfsvirðingin fyrst í mask, því næst kímnigáfan og eftir það leggur hugardóminóið af stað þar til aðeins eitt stendur eftir, valt og skjögrandi.

Einhversstaðar á leiðinni hverfur skammtímaminnið og víkur fyrir blákaldri efnishyggju ímyndaðs veruleika. Í slíku ástandi þykir hinum almenna allsgáða betri borgara það vera ágætt sport að ráðast með einelti og ruddaskap að geðröskuðu fólki sem haldið er skoðana óreiðu.

Þá breytast öll gildi og allar afmarkaðar hugmyndir - og nothæf menningar hugtök - í rykmökk, og að lokum breytist blóðið í ryðhrúgu. Einhversstaðar í hinum djöfullega dansi - sem Dante nefndi hina guðdómlegu komedíu* - þarf að áminna í svo til hverri færslu, það sem í lifandi menningu væri öllum augljóst:

Bannað er að taka mark á spennulosun, ekkert á þessu bloggi er ritað í alvöru og ég hef fyrir löngu hætt að taka sjálfan mig hátíðlega. Lesið á eigin ábyrgð. Texti færslnanna er viljandi hafður tættur, til að fæla góða fólkið frá.

Þetta er tekið fram í mörgum færslum, og það af verulega vondri nauðsyn.

Velkomin til helvítis - 20200311 - þú getur ímyndað þér eitthvað annað, en ekki flúið. Iðrun væri þó góð byrjun, ef það hentar.

 

 

* The Divine Comedyeftir Dante Alighieri - heitir á Íslensku Hinn guðdómlegi gleðileikur og er eitt merkilegasta ritverk allra tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Gleði eins getur verið píning annars, og því er heitið frábærlega tvírætt einsog meistaraverk Dantes er allt. Annars er þetta frábær pistill hjá þér. Ímyndaður veruleiki. Hvernig er betur hægt að lýsa menningu okkar í tveimur orðum?

Ingólfur Sigurðsson, 14.5.2024 kl. 03:09

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, Ingólfur, við stöndum vaktina ;)

Guðjón E. Hreinberg, 14.5.2024 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband