Af himneskum og jarðbundnum himnarákum

Hingað til veit ég ekki hvort einhver hérlendingur hafi lagt sig eftir að þýða ensku heitin Contrails og Chemtrails yfir á Íslensku. Sjálfur hef ég engan áhuga á þessum vel þekktu fyrirbærum, eða mismunandi kenningum og útskýringum á þeim, og nenni því hvorki að þýða þau né leita uppi hvort þegar hafi þýdd verið.

 

 

Hitt er áhugavert, hversu stór hópur fólks - hérlendis og erlendis - sem telur sig "vaknað" eða "sannleikans megin" er sannfært um að Contrails séu Chemtrails og að einhverjir "þeir" séu að eitra fyrir okkur öllum með þeim.

Jafn tilgangslaust er að ræða við þennan hóp um hugtakið "hvar eru sönnunargögnin" eins og að ræða við Sprautufíkla Ríkisins um "hver sannaði Vírusinn," eða "hver fékk Nóbelinn fyrir að uppgötva HIV vírusinn," eða "hver sannaði HIV vírusinn" eða "hvað er í sprautunum?"

Chemtrail hópurinn telur það vera Samsærakenningu (eða lokaðan huga) að fullyrða að um Contrail sé að ræða, og síðari hópurinn telur allt vera samsærakenningar sem ekki sé staðfest af hinu opinbera, eða af áróðursmeisturum fjölmiðla, eða þokukennda fyrirbærinu "Vísindunum."

Hvorugur hópurinn virðist átta sig á að hugtakið samsærakenning (Conspiracy theory) er í dag notað fyrir samtímamýtur (Urban myth) eða dulspekilegar tilgátur sem útilokað er að sanna eða nýta í raunsæum samræðum.

Samsærakenning er allt annað en samtímamýta (eða nútímamýta). Tilraunir í samræðum við fólk hér og þar hafa sýnt mér fram á að hvorugur fyrrgreindra hópa nær að snara svo djúpar og langsóttar hugmyndir sem að mínu mati væru einfaldar í meðhöndlun, enda vel skilgreind hugtök sem hjúpa.

Tökum því snúning á tveim rekjanlegum hugmyndum, önnur þeirra er samtímamýta en hin er samsæriskenning:

Annars vegar að "þeir" - í merkingunni fólkið sem stjórnar vísindunum og ríkinu bak við tjöldin - noti 5G til að fokka upp í ástandi huga og tilfinninga. Hin er sú að sömu "þeir" noti rafkerfið í húsum fólks í sama tilgangi: að slökkva á innsæi og raunsæi fólks.

Samtímamýtan:

Eins og allir vita hef ég aðeins einn tilfinningalegan veikleika, eða kannski tvo. Sá fyrri er að mér hættir til takmarkaðrar sjálfsstjórnar þegar ég geng framhjá nammihillu verslana, þá sérstaklega þar sem súkkulaðið er. Hinn veikleikinn er að ég forðast tvífætlinga sem halda að þeir séu fólk en eru það ekki.

Nú vilja "þeir" að ég borði sem mest af súkkulaði, því það hefur neikvæð áhrif á sjálfsmyndina, og því skrúfa þeir upp í 5G kerfinu á þeim tímum sem þeir vita að ég fer að versla eða í sund eða aðrar útréttingar, til þess að ég sé í ójafnvægi þegar ég fer framhjá súkkulaðinu, og borða því of mikið af súkkulaði.

Þetta er augljóst, dagana sem ég borða of mikið súkkulaði! Hina dagana hefur annaðhvort gleymst að skrúfa upp 5G eða ég hef drukkið grænt te með hunangi þann daginn eða kvöldið áður.

Samsærakenningin:

Taktu þér stílabók og hafðu á náttborðinu, ásamt penna. Einu sinni á dag, hvort heldur þegar þú vaknar eða leggst til hvílu, ritarðu athugasemd (eða mælingu) fyrir ástand þitt: Dagsetning, og hámark þrjár línur af texta, sem tilgreina hversu vel þú svafst nóttina áður (og hvernig fókusinn var yfir daginn) og hvort þú manst einn eða fleiri drauma (en óþarft að skrá drauminn* sjálfan).

Gerðu þetta á hverjum degi frá mánudegi til föstudags, samviskulega. Taktu nú pásu yfir helgina og gerðu aðra skráningu næstu fimm virka daga þar á eftir nema nú slærðu út höfuðrofann í rafmagnstöflu hússins (eða íbúðarinnar) yfir nóttina eða á meðan þú sefur.

Í lok þessarar tilraunar hefurðu nákvæma mælingu á því hvaða áhrif rafkerfið í húsinu hefur á tilfinningar þínar og hugarástand, og veist því með mælanlegri fullvissu að "þeir" eru að fokka í því.

Nú þekkirðu muninn á samtíma-mýtum sem þykjast vera samsærakenningar og alvöru kenningum.

Í lokin vil ég minna raunsæja, sem halda að nú séu síðustu tímar og geta rakið öll táknin í viðburðum líðandi tíma (eða séð vídjóin), á að hugveitur og áhrifahönnuðir (Social engineers) "þeirra" kunna að sviðsetja atburði og ástands uppsetningar sem líkja eftir spádómum ritninganna og hafa stundað slík vélabrögð í margar aldir með fullkomnum árangri.

Rétt eins og þegar þeir spila á siðvillta (Pathetics*) til að búa til stýrðu andstöðu antivismans og dulkenningar (Complex* suggestions).

Allir spádómar ritninganna - sérstaklega Daníels og Jóhannesar - tiltaka að allir spádómar þeirra séu bundnir lyklum sem Guð sendir spámenn á réttum tímum til að aflykla (Decrypt). Staðreyndin er sú að tímar endalokanna eru ekki á valdi mannlegra krafta og heimsendi lauk 1975 eftir að áratugur fór í að opna innsiglin sjö; og í kjölfarið rann upp tími fjögurra áratuga sem lauk veturinn 2015/16, og var sá tími einnar kynslóðar notaður til að hugur allra tvífætlinga væri kyrfilega forritaður af föllnum englum, eða þeirra sem væru móttækilegir fyrir dulspeki-dillum þeirra og misvísunum.

Fleiri útskýringar voru opnaðar á okkar tímum, - fyrir náð - sem þú getur ekki skilið og þú veist ekki að þú getur það ekki. Tími raunsæis lauk árið 2019, en raunsæi (sem er ekki hið sama og rökhyggja) er háð Guðdómlegri náð. Augljóslega.

Þetta hefur allt saman verið rakið, svo og hvernig Medúsa tryggir að þú getur ekki skilið það.

Það eru spennandi tímar framundan, að því tilskildu að okkur, eða hluta okkar, verði hleypt í gegnum nálaraugað. Eins og Jósúa Maríuson reyndi að benda á, til að þræða nál með kamelreipi, ræðirðu við þann sem skapaði hvorutveggja.

Nú veistu hvers vegna öll sköpun í listum og verkfræði hefur verið þurr eins og ryðgað ryk í meir en fimmtíu ár. En það er tímabil, erfitt tímabil mikillar þrautar en nauðsynlegt.

Eins og Tolstoy sagði, virðing er lélegur staðgengill fyrir ást.

 

* Ritningin hefur eftir Guði á einum stað, ég tala við spámenn mína í sýnum og draumum en við þjón minn Móse ræddi ég með beinum hætti. Ljóst er að mikilvægt er fyrir fallna engla og stjórkerfi þeirra að takmarka aðgang þinn að eigin draumum. --Sannað samsæri

* Sálarduld (Complex) er djúpsálarfræði sem lýsir hvernig hægt er að spila á fólk án þess að það viti af því, með tillögum og ábendingum - Suggestions - sem það síðan spinnur upp í alls kyns misvel útskýranlegar sannleika-dillur.

* Siðlaus er Sociopath, Siðblindur er Psychopath, Siðvilltur er Pathetic. Siðrof er stóri steinagarður Medúsu, sem nú hefur tælt svo til alla inn til sín. {Uppvakningar (ghoul), Umskiptingar (golem), Uppskafningar (gargoyle).}

 

 

Í lokin smá glens:

 

Sjálfsköpuð staðreyndaröskun
--- the munchausen syndrome

 

441877587_1027728452344990_7163045993375715411_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -að vanda.

Þotuslóðir - eða bara betra báðu meginn eins og Homeblest.

En hvað er hægt annað en horfa til himins í bljúgri bæn?

Bestu kveðjur.

es. https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2178499/

Magnús Sigurðsson, 13.5.2024 kl. 06:06

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið Magnús, góð ábending. Einnig mætti segja efnarákir og þoturákir. Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 13.5.2024 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband