Mánudagur, 15. apríl 2024
Af karlaveldum og höfuðfötum
Persónulega finnst mér allar klæðaburðareglur vera fáránlegur kommúnismi. Venjan er að kristnir hylji ekki höfuð sitt þegar þeir koma til musteris, en að konur geri það, en í Júðisma og Íslam er það venja að bæði kynin geri það.
Djöflabókin "Facebook" leyfir þér ekki að deila
Faðirvorinu sungnu á máli Jesú, Arameísku.
Faðirvorinu sungnu á máli Jesú, Arameísku.
Almennt fer það báðum kynjum vel að vera prúðbúin til höfuðsins, sumir gera það til að sýna öðrum virðingu, aðrir til að sýna trú sinni virðingu. Sjálfur geri ég það til að vera hlýtt á höfðinu ...
Þannig er með allar þrjár Abrahams trúreglurnar - Kristíanisma, Júðisma og Íslamisma - að konur temja sér hæversku (Modesty) og gengur slíkum samfélögum betur að varðveita menningu og iðka siðmenningu en þeim sem ástunda veraldisma (Secularism).
Enginn karl innan þessara trúarreglna hefur nokkru sinni verið húsbóndi á eigin heimili, engu að síður, og nærfellt allir giftir karlar sögunnar (í þessum trúarreglum) hafa gætt sín á því sem þeir segja utan veggja heimilisins, svo ekki fari verr fyrir þeim þegar heim er komið.
Enda er karlaveldið aðeins til í hausunum á heilaþvegnum og illgjörnum Marxistum. Karlar hafa vissulega gert margt utan veggja heimilisins, sem þeir eru sendir út af til að vera ekki fyrir.
Allir karlar vita, að frá því við fæðumst og þar til við deyjum, snýst hugur okkar og allar okkar gerðir um það eitt að geðjast konum okkar og ganga í augun á þeim og efla hagsmuni þeirra og afkvæma þeirra.
Þetta er bara eins og það er.
e.s. Gerði nýverið hljóðvarps upptöku á ensku (2t44m):
Móse er tvímælalaust einn af þekktari og áhrifameiri af spámönnum Guðs og óþarfi að rökstyðja hér, þó allir eigi sína uppáhalds og af mörgum að velja. Líklega eiga allir sína fimm uppáhalds og án þess að raða þeim upp.
Bæn Móse í eyðimörkinni, Sálmur 90, kemur oft upp í hugann á þessum svörtu tímum guðs- og mannfyrirlitningar, hroka, morðfýsnar og hortugheita. Fann hann ekki sunginn (í hentugri útgáfu), en ágætis upplestur (en) frá David Suchet - sem margir muna eftir úr Poirot þáttunum.
Sálmur 91 á þó ekki síður vel við ...
e.s. Börnin á Gaza:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.