Föstudagur, 15. mars 2024
Tónafótbolti verður að Alþjóðastjórnmálum
Jafningjaþrýstingur, Áróður, Markaðssetning, og yfirborðskennt hjal, hefur smámsaman sannfært "þjóðina" (hvað svo sem það er), um að Eurovision hafi eitthvað með tónlist að gera, þó hver sá sem fylgst hefur með misspennandi fótboltaleikjum átti sig á muninum á Tónlistarhátið annars vegar og Tónafótbolta hins vegar.
Smám saman hefur þeim fjölgað hérlendis sem sjá hið augljósa, sem þó er enn hulið ótrúlega mörgum: Þetta er Dímon sem drap Íslenska tónlist. Hérlendis hefur ekkert tónlistarlíf dafnað í meir en tvo áratugi, og allir vita þetta, en eiga erfitt - sakir þjóðværs þrýstings - að benda á það.
Það er ekkert að því að taka þátt í Samevrópskri sjónvarps-tónlistarhátíð, en vittu hvað það er. Eitt er að hafa sjálfsvirðingu, annað er að líma yfir smekkleysi með glimmer og glingri.
Eins og allir vita, kemur um það bil helmingur lesenda hér á Spennulosunarbloggið, útaf mússíkkinni sem ég fjala (Embed*) í sumar færslur. Upphaflega var þetta sport hjá mér til að- létta tóninn í skoðunum sem ég vissi að flestum þætti of langt út fyrir. Smámsaman vatt það upp á sig, enda fengið á það endurgjöf*. Stundum tekst að finna rétta lagið fyrir færsluna, stundum ekki, en það fer jafn mikill tími í að finna lögin í færslurnar, eins og að skrifa þær.
... og nei, þú mátt ekki kommmenta um þetta síðasta.
Manstu eftir kvikmyndinni Så som i Himmelen?
Sem minnir á annað fallegt, úr annarri átt.
... og lokalagið úr myndinni:
* Embed er að fella inn í en það er óþjált svo við fjölum fjöl með fjölum, eins og í panel klæðningu og gólffjölum. Minn verður einn daginn dubbaður heiðursdoktor í Íslensku, við erlendan háskóla ...
* Stundum rita ég Tónlistarfótbolti, sem er nottla rangyrði, því engin tónlist felur sig í Tóna[fót]bolta.
* Elítan [upp]nefnir Feedback sem endurgjöf, látum það standa.
Fleiri á móti þátttöku Íslands í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður Guðjón, -þegar tónlist verður keppnis, líkist hún einna mest vakningasamkomu djöfladýrkenda.
Magnús Sigurðsson, 15.3.2024 kl. 19:17
Akkúrat.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 15.3.2024 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.