Samsæriskenning dagsins - 20240313

Viltu alvöru samsæriskenningu? Fyrir fimm árum sáu stærstu lífeyrissjóðir Vesturlanda fram á gjaldþrot innan sjö ára; þá kom fram hugmynd sem gæti frestað því um tólf ár. Þú getur reiknað út hvernig.
 
 
 
 
Til er þó nokkuð [magn af erlendu] efni sem útskýrir kenninguna í þrot, svo hún er svo til óumdeilanleg. En af pólitískum og menningarlegum ástæðum, getum við hvorki staðfest né hafnað hvort við tökum hana trúanlega.
 
Úr einu í annað, fyrir þá sem upplifa fráhvarfseinkenni vegna skorts á hressilegri spennulosun af og til.
 
Því miður er lítið um spennulosunarblogg þessa dagana - og þá aðeins í snörpum skvettum - sökum þrálátrar vöðvabólgu sem kom upp á Bolludaginn - líklega vegna glassúrsins á bollunum - og því er frekar sársaukafullt að vélrita.
 
Keypti í vikunni Samheitabók á Nytjamarkaðnum, sem gefin er út af sjóð sem Þórbergur kom á fót undir verndarhatti HÍ. Þótti það ágætar sárabætur, en eins og margir vita leynist hér og þar í spennulosun orð og orðtök sem Elítan hefur ekki vottað, né heldur Árnastofnunar-Dímoninn. En eins og allir vita var og er Bréf til Láru, besta spennulosun sem komið hefur út á Íslensku, hingað til.
 
Reikna því með að gera Íslenskt myndskeið á næstunni - til að spennulosa almennilega - en gaf út fyrir fáeinum dögum enska spennulosun, sjá hér (4t15m):

Að endingu bið ég Ríkisstjórnina og Elítuna alla, afsökunar á rangskoðunum og óreiðuviðhorfum sem kunna að koma upp í spennulosun; það er allt saman vel meint og ætlað sem hreinsun. Bannað er að taka mark á spennulosun.

Ó, og eitt enn; minn er kominn með vegabréf! Það styttist í flóttann.

Þannig vildi til að ég hafði frétt af að Íslenska Útópian hvetti fólk til að sækja um vegabréf á "island.is" svo við gerðum það, en svo illa vildi til að greiðslukerfið virkaði ekki. Daginn eftir skrapp ég í bankann, sem lagaði ástæðuna fyrir villunni, og næst á skrifstofu Sýslumanns þar sem starfsfólk tók vel í heimsókn mína - sumir brosmildir. Notaði ég tækifærið til að spyrja hvar tilteknar persónuupplýsingar væru rótar-skráðar í kerfinu. Var sendur á milli afgreiðsluborða með spurninguna, enginn vissi svarið. Í hvert sinn sem hinn opinberi [misglaðbeitti] opinberi starfsmaður játaði fákunnáttu sína, skaut ég inn "veit enginn hver af 180 stofnunum kerfisins sér um þetta" og var ævinlega svarað þurrlega "nei." Þegar ég síðar um daginn sagði tveim kunningjum hér í þorpinu frá þessu, hlógu þeir af kátínu. Sjálfur hafði ég verið svo smitaður af útópísku andrúmsloftinu að ég sá ekki háðið fyrr en í vönduðum félagsskap. Í dag veit ég hvar þessar rótarupplýsingar um lífeinstakling eru skráðar í kerfinu; en það er dýr þekking og ekki uppgefin þvingunarlaust.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband