Samsæriskenning dagsins - 20240211

Þegar ég var krakki, voru fyrstu skrefin tekin í innleiðingu á hitaveitu í ýmsum bæjarfélögum. Smámsaman hefur hún verið innleidd allsstaðar sem því er viðkomið.
 
Frábær lausn á húshitun, sem hefur að mestu gengið vel, þessa hálfa öld. EN:
 
Þegar fólk tók inn hitaveituna var það skyldað til að leggja niður og afhenda þá húshitun sem það notaði áður, sem var ýmist raftengd hitatúpa eða olíufýring.
 
Mörgum mislíkaði að "danska einokunarverslunin" væri þannig endurfædd (í boði Fjölnismanna), en stjórnmál og fjölmiðlar hafa aldrei leyft þessari samræðu að dúkka upp á yfirborðið.
 
Nú er tíu prósent þjóðarinnar í þeirri stöðu að hefði fólk haft valkosti á kyndingu, væri hugsanlega stór hluti Reykjaness með húshitun þrátt fyrir það sem gerðist í síðustu viku.
Eins er líklegt, hefði hitaveitan (sem VG og Samfó seldu til Kanada) haft samkeppni, hefði hún verið betur í stakk búin til að takast á við vandamál og unnið betri heimavinnu.
 
EN, aðal atriðið eru þó lögin.
 
Ef heimili þitt er skyldað til að kaupa aðeins eina þjónustu og "kerfið" sniðið þannig að einungis ein þjónusta er í boði, er þá ekki kerfið - lagalega - skylt til að tryggja að þú getir hitað hús þitt og kveikt ljósin?
 
Það er eitthvað við þessa 2,5Kwh sem sem stuðar mig. Ég fatta tæknilegu hliðina, það er eins og með öryggin í öryggjatöflunni, ef of mörg hús eru á sama spenninum að nota meira en öryggið/spennirinn gerir ráð fyrir, slær hann út, en heilt hverfi? Og á sama tíma fá öll fyrirtækin í grenndinni meir en nóg, ásamt auglýsingaskiltunum?
 
Does not compute.
 
Ég held að Elítan sé að brjóta lög, og að hún viti það, og þegar ég rifja upp allar "umræður" af hálfu elítunnar undanfarna viku, fjóra mánuði OG ÞRJÚ ÁR AF ELDGOSUM Á SVÆÐINU er það aðeins spurning í mínum huga hvaða lög eru brotin frekar en hvort lög séu brotin - með skaðabótaábyrgð og brottrekstrarábyrgð - og hvaða lög það eru, eða hvernig ég finn þau.
 
Lög eru brotin, þú getur hengt þig uppá það.
 
 
 
Hvernig líður þér í Skjaldborg heimilanna?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er ekki einu sinni kenning Guðjón, -þetta bara er.

Mig langaði til að setja inn langloku við þessa söguupprifjun þína - -

-Um ólíufýringuna heima á æskuheimilinu sem pabbi þrjóskaðist við að henda úr kjallaranum, sem kom svo í góðar þarfir einn veturinn.

-Um það hversvegna ég hlóð arinn úr afganginum af vikursteininum í húsið sem ég byggði fyrir okkur Matthildi mína.

-Um það hvers vegna ég hef firrst við þegar einhver leggur til að brjóta skorsteininn af blokkinni sem við búum í núna.

- - en sleppi því það yrði allt of langt mál.

Samt góður Guðjón, sem áður, -það er ekki öllum gefið að kveikja upp langloku, sem veitir yl, þó svo að það sé bara í huganum.

Guð gefi að það fari að hlýna í þínum bæ.

Magnús Sigurðsson, 11.2.2024 kl. 08:21

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir hlýleg orð, Magnús, olíufyllti ofninn bilaði í gærkvöldi (fór að leka glussanum) og allir uppseldir nema fann einn á Bauhaus sem ég vænti að fá á morgun eða hinn - er með lánsofn á meðan. Sprittkertin hafa vogarafl ;) það munar allt að tveim gráðum í húsinu að hafa fáein sprittkerti á álbökkum á völdum stöðum.

Bestu kveðjur.

Það má skjóta því inn að í fyrra keypti ég díselknúinn hitablásara á eBay, sem ég síðan prófaði með vini, en sá blásari er núna að halda bílaverkstæðinu hans heitu. Ekki öll vitleysan eins :D

Guðjón E. Hreinberg, 11.2.2024 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband