Innri friður og skítakuldi á Reykjanesi

160 stofnanir, 20+ [hálf]opinber fyrirtæki, og 1 [rofin] heitavatnslögn. Milljarðar í loftskatta!

Ríkisstjórnin og innviðirnir.

Reyndar fór kalda vatnið einnig, á hluta Reykjaness, en HSVeitur (erlent fyrirtæki) segir að það sé ótengt eldgosinu. Hlakka til að komast á klóið þegar vatn kemur aftur á ...

Þegar Grindavík var fyrst rýmd fyrir fjórum mánuðum, hugsaði ég með mér þrjár ónothæfar og neikvæðar pælingar sem ég skammast mín fyrir og kunni ekki við að blogga um (að mig minnir). En maður vill helst ekki tuða of mikið í neyðarástandi af náttúrulegum aðstæðum (hinthint), því þá leggjast allir á eitt (meðal almennings) meðan hinir standa á bakkanum og stjórna.

Sú fyrsta var að kaupa þyrfti ofn sem gæti hitað mikið magn af vatni, og reisa mætti á mettíma, til að hita upp vatn í vara-tankana þrjá við Reykjanesbæ. Hinar tvær hanga saman; það tók breska herinn nokkra daga að reisa braggahverfi fyrir þúsundir hermanna fyrir níutíu árum, og það tók erlent fyrirtæki álíka tíma að reisa tvöþúsund manna gámahverfi á Austfjörðum. Ríkisstjórnin veit betur.

 

 

Úr einu í annað (viðbót 10:40).

Nottla var allur jaðarheimurinn límdur við skjáinn á XTwitter í gær, að horfa á Tucker--Pútín viðtalið. Mér fannst Tucker spyrja vandaðra spurninga og eins fannst mér líkamstjáning beggja áhugaverð. Við sem höfum fylgst með heimsmálum undanfarin misseri (utan elítumiðlanna) fundum sosum ekkert nýtt, en þetta er tímamóta viðtal, engu að síður, og ekki spillir að það er langt (2t7m) og bærilega djúpt.

 

* Einu sinni fyrir langa langa löngu var hægt að fara inn á "fjarlog.is" og skoða þau almennilega, rýna einfalt yfirlit fyrir heildarkerfið (og setja í töflureikni), einnig fyrir hvert ráðuneyti, og rekja ár fyrir ár, nú er bara hægt að skoða árið í ár og til að hafa einhverjar reiður á upplýsingunum þarf að eyða heilum degi til að rekja úr flækjunni. Það heitir upplýsingaóreiða, til að flækja fyrir þér.
Ríkisstjórnin er vitur, hún er hæfari en við, þess vegna er hún rjóminn á Elítunni og við eigum að elska hana af öllum okkar mætti og öllu okkar hugviti.

Þetta er eins og með EES: Samningurinn innleiðir 200 lög á ári, sem eiga ekkert erindi við okkur, eða við forsendur samningsins. Mikil stjórnviska þar á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

https://www.worldweatheronline.com/ulan-ude-weather/buryat/ru.aspx

Helgi Viðar Hilmarsson, 9.2.2024 kl. 11:01

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir að standa vaktina með veðrið í fyrirheitna landinu.

Guðjón E. Hreinberg, 9.2.2024 kl. 12:13

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Guðjón gott að frétta af þér, -og vonandi stendur ríkisstjórnin og sviðsmyndavísindin vaktina svo vatnið verði komið á hjá þér sem fyrst.

Það er sérstakt hvað við erum orðin sovésk í öllu einkaframtakinu, central hiti fyrir öll Suðurnes og allar skólamáltíðir á suðvesturhorninu eldaðar í Reykjanesbæ.

Þeir náðu ekki einu sinni svona langt í Gúlaginu. Mig hefur reyndar lengi grunað að við værum þremur máltíðum frá hungursneyð, ein einni hvarflaði  aldrei að mér, eins gott að rafmagnið fór ekki barnanna vegna. 

Guðs blessun.

Magnús Sigurðsson, 9.2.2024 kl. 12:59

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

 Takk fyrir innlitið og kveðjuna, Magnús, nú síðast sá ég á FB að eitthvað vesen er með símakerfi neyðarlínu eða álíka - allt í uppnámi.

Já, við erum orðin að Gúlagi og samborgarar okkar skilja það flestir, en góð ráð eru dýr.

Guðjón E. Hreinberg, 9.2.2024 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband