Að afloknum tjaldmótmælum

Hitti í einhverja karla hér í plássinu í morgun sem voru að tuða um tjaldmótmælin á Austurvelli, hinum helga reit Fjölnismanna. Ég spurði hvort þeir gætu svarað fjórum stuttum spurningum, varðandi mótmælin og ég fékk leyfi til að bera þær fram.
 
 
 
 
a) Hver fjarmagnaði mótmælin? b) Hver græðir á að við erum að rífast um þetta frekar en öfgaskatta. c) Hvort heldur þú að þetta sé sjálfsprottið eða skipulagt af einhverri sundrungar hugveitu? d) Hvaða mótmæli er ekki talað um s.s. mótmælin gegn Covid valdaráninu eða Bændauppreisninni í Þýskalandi, Frakklandi og Hollandi?
 
Karlarnir þögðu. Einn þeirra tuldraði "það er nú alltaf sama sagan með trúarbrögðin. " Svo ég skaut inn: Hver er munurinn á guðum trúarbragðanna og stjórnarskrá Ríkisstjórnarinnar?
 
Aftur þögðu þeir, í smástund.
 
Síðan ræddum við um eitthvað skemmtilegt eins og bíla og þvíumlíkt. Nema við forðuðumst að ræða aðgerðir Ríkisstjórnarinnar til að fasa út einkabílinn.
 
Úr einu í annað.
 
Mokaði mig í gegnum skaflinn út við götuna - svo ég kæmist í búðir - þegar ég var hálfnaður sendi Ríkisstjórnin ruðnings traktor eftir götunni og þegar hann sá mig með skófluna, kláraði hann verkið fyrir mig á augabragði.
 
Mig grunaði sosum að betra hefði verið að bíða til morguns, þar eð það myndi rigna, en mig langaði til að moka, og vonaði að traktorinn myndi redda mér.
 
Hitti mann í þorpinu í dag sem er illa við Rússland og Pútín, en hann sagði við mig "líklega kem ég með þér til Síberíu þegar þar að kemur."
 
Hitti konu sem sagði mér allt um það hversu erfitt það er fyrir aldna móður sína að fá engin svör eftir að hún þurfti að yfirgefa Grindavík og aleigu sína fyrr í vetur. Hún skilur að Innviðirnir flækja málin, þó móðir sín eigi það til að fella tár.
 
Svona er nú Ríkisstjórnin góð. Hún sýnir manni hvað skiptir máli, með góðu eða illu.
 
Covid sannaði að læknavísindi samtímans eru skottulækningar og töfralækningar. Loftskattarnir sanna að hinir vísindamennirnir eru regndansarar. Blóðgjafir og Líffæragjafir sanna að yfirvöldum er stýrt af djöfladýrkendum sem drekka blóð og éta fólk. Allt þetta sannar að Myrkar miðaldir voru langtum þroskaðri en nútíminn.
 
Þessi færsla er samsett úr FB póstum færsluhöfundar frá í morgun.
 
 
E.S. Er loksins búinn að landa nothæfu orði fyrir "Strategy" (1 | 2) og mun héðan í frá nota orðið Átakatækni en hingað til hef ég notað Hertækni og Stríðstækni. Fyrir "Tactics" nota ég Valsbrögð og hefur það náð kjölfestu. Tók aðeins tíu ár! Hef undanfarið velt fyrir mér að nota orðið Rönguræða eða Raunguræða fyrir Díalektík, svipað og að fara í skyrtuna á raungunni eða röngunni - sem vekur þá spurningu hvort Úthverfusegð[ir]  kæmi einnig til greina.
 
 
 
 "Ég iðrast einskis" með E. Piaf,
göngusaungur 1 og 2 fallhlífasveitar
Frönsku legjónanna.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður Guðjón, -lýst vel á orðið átakatækni þó þrítekið sé, einhvern vegin var hertækni takmarkaðra, tíu ára heilabrota virði.

Valsbrögð er náttúrlega orðsnilld, þess sem veit allan tíman að Austurvöllur hefur ekki verið helgur reitur þjóðarinnar frekar en Tjarnagarðurinn hérna í þorpinu, þó svo að 17. júní dagskrá fari fram á báðum þessum stöðum.

Follow the money er fljótlegasta svarið við öllu sem flækingum viðkemur, hvort sem þeir eru hælistækir, mótmælandi eða mjólkurkýr.

Lögfræðingaframleiðslan við Austurvöll kann að fara í kringum réttlætið og gullhúða fyrir sína, þó svo að alltaf hafi flækst fyrir almenning hvernig á að hafa út úr niðursetningum.

Takk fyrir pistilinn, tími til kominn.

Magnús Sigurðsson, 1.2.2024 kl. 16:54

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið og kveðjuna Magnús, það var freistandi að kommenta á síðasta pistilinn þinn, sem var tær snilld, en "ákveðið nafn" kom fyrir í kommentaþræðinum svo ég hélt mér til hlés.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 1.2.2024 kl. 18:14

3 Smámynd: Þröstur R.

Sæll Guðjón,

Takk fyrir góðan pistil eins og alltaf þó mis djúpt. Ég viðurkenni fúslega að stundum er erfitt að átta sig á því sem þú skrifar. En það er bara þannig að ég er ekki komin á þinn stað í djúpinu og líklega kemst ég aldrei þangað nema með djúpköfunargræjum. 

Datt inn á þetta um daginn og finnst mér geta heimfært þetta á hvað er að gerast á Íslandi ásamt öðrum löndum í hinum Vestræna parti heimsins. Hvað finnst þér?

The Cloward–Piven strategy is a political strategy outlined in 1966 by American sociologists and political activists Richard Cloward and Frances Fox Piven. It is the strategy of forcing political change leading to societal collapse through orchestrated crises. The "Cloward-Piven Strategy" seeks to hasten the fall of capitalism by overloading the government bureaucracy with a flood of impossible demands, amassing massive unpayable national debt, and other methods such as unfettered immigration thus pushing society into crisis and economic collapse

Set linkinn líka ef einhver vill lesa allt. https://en.m.wikipedia.org/wiki/Cloward%E2%80%93Piven_strategy

Þröstur R., 2.2.2024 kl. 07:30

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir þetta framlag Þröstur, ég hef ekki heyrt um það sem þú bendir á sem sérstaka aðferðafræði með heiti, en maður hefur verið að horfa upp á átakatæknina sem skipulagða aðferð, sem beitt hefur verið yfir langan tíma, og passar við margt annað í Marxismanum.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 2.2.2024 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband