Af alræðisríkjum og annarri firringu

Alræðis og Einveldisríki virka þannig: Stjórnin á jafnframt meirihluta á þingi og getur pantað hvaða lög sem henni hentar til að framkvæma það sem henni sýnist. Stundum er jafnvel sleppt lögunum og reglugerð samin án þess að fara beint eftir lögum, og fyrir kemur að "þingið" semji "þingsályktun" í stað laga, ef það hentar "stjórninni." Þá getur þingið breytt lögum um dómstóla hvenær sem þurfa þykir og passa dómarar sig alla jafna að vera réttu megin við stjórnvalds línuna - eins og var hjá Stalín. Ekki er nauðsynlegt að slík ríki hafi einvald þ.e. einstakling, heldur getur það einnig verið hópur venslaðra einstaklinga af útvöldum ættum.
Ef þessi lýsing passar við Lýgveldið Ísland, þá er það tilviljun.
...
Aðal umræðuefnin í Davos í ár, voru um hvernig mætti fínstilla áróðursmaskínur fjölmiðla til að endurvekja (töfra) tiltrú almennings á vestrænu elítuna ... án gríns.
...
Reglugerðafjall sem kælir atvinnulífið, bankar sem tryggja pólitíska rétthugsun, félagsvefir sem refsa fyrir hægri-öfgar, póstþjónusta sem krefst lausnargjalds, ríkjakerfi sem ekki er hægt að ferðast í nema hafa plastkort, þjóðfélag sem ekki er hægt að starfa í nema geta sannað að maður sé ekki glæpon, elíta sem ræðir einungis við hugveitur og þær síðan segja okkur hvað er rétt og rangt.
Að ég skil ekki visku Ríkisstjórnarinnar, sannar hversu vitur hún er, og ég skoðanaskertur.
...
Veistu hversu erfitt og flókið það er að skipuleggja bændamótmæli? Veistu hversu nískir bændur eru og hversu dýrt er að kaupa dísel á stóra traktora og keyra þá langar vegalengdir? Sástu færanlegu súpueldhúsin útumallt? Sástu hve vel allt var skipulagt?
Þú mátt trúa á þínar tilviljanir, en þetta er augljós aðgerð og það að Antivistar grúski ekki í því, sannar að þeir eru stýrða andstaðan.
Greiningin okkar frá því vorið 2020 á fyrirsjáanlegum aðgerðum af þessu tagi, svo og langtíma markmið þeirra, stendur óhögguð, og hliðruð.
Antivistar eru jafn siðblindir og sá Almenningur sem þeir reyna sífellt að "vekja til sannleikans." Rekjanleg staðreynd.
...
Bæði almenningur og Antivistar sameinuðust undanfarið, um að ekki ætti að leyfa skítugt mótmælatjald vegna þjóðarmorða "okkar manna" hér og þar í heiminum.
Augljóst er að mótmælatjaldið var ekki fjármagnað af neinni hugveitu í þjóðfélagsverkfræði.
Það að sundrungin (Disruption) heppnaðist fullkomlega, er "augljós" tilviljun, og að "aðgerðin" hafi sannað siðrof allra, Elítu, Almennings og Antivista, er ómerkileg samsæriskenning.
Niðurstaðan er augljós; Ríkisstjórnin er vitur.
Skítugt tjald "á helgum reit Fjölnismanna" skiptir öllu máli. Skipulögð þjóða(r)morð okkar manna, eru bara gott mál.
...
Samsæriskenning dagsins. Rafmagnsleysið á Suðurnesjum, og tilheyrandi heitavatnsskortur á sumum svæðum, svo og rafmagnstruflanir á Reykjavíkursvæðinu, var vandlega stýrt, til að vanþakklátir kjósendur (Dirty Peasants) landsins finndu hversu agalegt það væri ef Ríkisstjórnin stæði ekki vaktina í innviðamálefnum. Hugsaðu þér t.d. ef einhverjir íhaldssamir og kapítalískir hægri-öfgar sæju um málin; þá væri þetta daglegt ástand.
Ríkisstjórnin er vitur, mjög vitur.
...
 
Færslan er samtíningur af FB færslum færsluhöfundar frá í dag.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband