Svarthvíta musterisforhengið

Til að Hitler gæti búið til aðra heimsstyrjöldina (ekki lengur þá síðari) gerðu Bretar og síðan Frakkar tvívirka (Bilateral) stríðssamninga við Pólland. Bretar gerðu þetta fyrr í mánuðinum við Úkraínu og nú eru Frakkar að gera það einnig. {vélaðar forsendur fyrir Casus Belli}

 



Allir sem ég ræði við meðal almennings, eru sammála um eitt. Þó margir þeirra styðji við hina og þessa, einn styður rússa, einn styður úkraínu, einn styður ísrael, annar styður hamas, en allir eru sammála um eitt; Elítan er sturluð og Stríð eru úrelt síðan 1945, og deiluefni þjóðríkja á að leysa við samræðuborðið.

Annað sem ég hef einnig tekið eftir, þegar ég ræði við almenna jón og almennu gunnu, er að hvort sem þau trúa á "vírusinn" eða "sprautuna" eru þau öll sammála, eða á að giska 9 af hverjum 10, að við sturluðumst árin 2020 til 2022; að covid ævintýrið var hrein geðbilun og ekkert okkar skilur hvernig þessi ósköp gerðust (nema antivistar).

... sem stemmir við það sem við ræddum varðandi "guðdómlegan vitnisburð" snemma árs 2020. {verð að koma að smá toldyouso þó það megi ekki}

Hafa þarf í huga, og mig grunar að reglulegir lesendur mínir hafi löngu áttað sig á, að þegar við ræðum trúmál eða guðstrú, erum við ekki að reyna með nokkrum hætti að ætlast til þess að verða sammála eða hvetja til einhvers konar safnaðar myndunar.

Einföldun; Guðdómlegur vitnisburður er Guðs, ekki okkar, eða einhverra predíkara að túlka, heldur eitthvað sem skilar sér í vitund hvers og eins, á þann hátt sem viðkomandi skilur og úrvinnur. ...

Bottomlæn; musteristjaldið er horfið, stríðin sem eru núna, eða covid helförin, er í raun ekki neitt nýtt, rétt eins og með bænda uppreisnirnar í Evrópu - Holland, Frakkland, Þýskaland og brátt fleiri - ætti að vera umræðuefni í fjölmiðlum en er rækilega þaggað.

Við vitum nákvæmlega ekkert hvaða glæpi elítan hefur framið undanfarin hundrað ár, ekki neitt. Við vitum aðeins það sem Elítan segir annars vegar eða stýrðir samsæraútskýrendur og antivistar hins vegar.

Mann-kynið (og mann-fólkið) sem höfðu vélaða og samansaumaða heimsmynd 2019, hefur á aðeins fjórum árum fengið veruleikanum bókstaflega spýtt beint inn í æðarnar á sér, og enginn áróður eða nýlygar geta breitt ástandinu (State), ... nema kannski heimsstyrjöld?

Við erum - að mínu mati - að upplifa þá breytingu á tímalínu (Epoch) að heimssýn Húmanismans er nú að gufa upp, og við menn (bæði manneskjur og mannverur) höfum fengið á sex þúsund árum að reyna sex aðrar sem einnig hafa gufað upp með álíka hætti - ekki eins heldur rímað (svo vitnað sé í Mark Twain). Þetta merkir að við fáum enga siðmenningu nema fá áttundu sýnina. Er þetta byggt á rækilegri rýni (og opinberun) varðandi spádóma úr Bibbunni.

Allt þetta merkir að við "talandi tvífætlingar" munum ekki finna leið út úr heimsvandanum, eða staðbundnu siðrofi, með aðferðum sem virkuðu fram til 2019.

Úr einu í annað, en þó innan efnistaka (Scope).

Yfirleitt vitna ég ekki í spádóma nema þeir séu úr ritningum Eingyðistrúar, s.s. Biblíu eða Kóran, og örsjaldan það sem ég þekki úr Avestum Zóróaster. Ég hafði þó talsverðan áhuga á öllu sem varðaði endaloka spádóma á unglingsárum og vel fram yfir tvítugt. Hvort heldur það voru túlkanir Búddista eða Hindúa, Ragnarök Wodanista (Óðinstrú, Ásatrú), Nýaldar spádómarnir á síðustu öld, eða hvaðeina. Hafði áhuga á þessu öllu saman, en missti þann áhuga með öllu fyrir þrítugt og snerti það ekki fyrr en opinberunin um ljósenglana sjö og innsiglin sjö ýtti mér út í að gera Arkívið.

Nú í vetur leit ég snögglega inn á "newearth" rás Sylvie Ivanova á YouTube, en ég hef að jafnaði litið á stöku myndskeið hjá henni undanfarinn áratug, því hún gerir vönduð myndskeið um rannsóknir sínar á leifum (Megaliths) af fornri menningu jarðarinnar og að öðrum ólöstuðum (en ég er mikill aðdándi Erich von Däniken) þá hefur hún afhjúpað meir en flestir aðrir á þeim vettvangi.

Eitt af því sem Sylvie hefur mikinn áhuga á er Ayahuasca dulspeki en við slíku lít ég ekki. Þannig séð lít ég ekki við þeim myndskeiðum sem hún gerir um andlega heima og dulsýnir, er sjálfbær á því svíði, eða þannig. Eitthvað fékk mig þó til að líta snöggvast á röð myndskeiða sem hún hóf að setja saman fyrir fjórum árum eða svo, sem einmitt er um ýmsa heimsendaspádóma.

Verð ég að viðurkenna að þessi myndskeið hennar, sem eru á sjötta tug, eru vel unnin og margt í þeim áhugavert. Með því er ég ekki að staðfesta nein þeirra, og margt í túlkun liðinna spádóma sem hún tekur mark á, eru spádómar sem löngu hafa komið fram, aðrir eru greinilega yfirfærðir þ.e. límdir á annað en þeir vísuðu til.

Held þó að gaumgæfnir fjölæringar gætu haft gaman af, svo við smellum inn tengli í Playlista þessara myndskeiða. Ég glotti stundum, þegar ég hlusta á þessi myndskeið, þegar upp kemur hugsunin "þetta er eiginlega raunverulegra en fréttirnar."

 

 

Skelli að lokum inn "eigin" túlkun endaloka spádóma úr "God-s Will" frá 2012.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband