Þegar monsún rigningarnar koma

Siðrof er nokkuð sem við höfum rætt í fáein misseri, og því miður eru mjög fáir sem hafa gætt þess að skilgreina heimspekilega - eða fræðilega - hvað siðrof er, hvað það er ekki, og hvert það nær þ.e. hvert viðfang (Scope) þess er.

Málið er að siðrof er alvöru, og en það er ekki eins og rofi sem stutt er á til að kveikja eða slökkva ljósin. Það er ferli, og það hefst einhversstaðar og því lýkur einhversstaðar. Nýlega spurði mig góður maður "hvers vegna deyr menning" og ég neyddist til að svara sem satt er "ég veit það ekki, en ég veit hver einkennin eru, og reynsla mín er sú að það er tilgangslaust að benda á þau þegar þau ágerast."

Fékk þetta óvænt staðfest hjá vel lesnum heimspekingi sem hafði samband, einmitt vegna þess að hann hafði aldrei áður séð þetta skilgreint. Nú vita margir að Dr. Zelenko (blessuð minningar) var vel meðvitaður um hvað siðrof (Anomie) er og ræddi öðru hvoru - sem við gerðum einnig - að hluti þess sem hófst í "heimsbyggðinni" í mars 2020 væri fyrst og fremst merki siðrofs á heimsvísu.

 

Þegar enginn hælir manni, verður maður ýmist að gera það sjálfur - svo maður haldi sönsum - eða þiggja stöku vatnsglas í eyðimörk. Þannig er það, bara.

 

Eitt af því sem er að gerast um þessar mundir, er að siðmenning (Civilization) í flestum löndum ef ekki öllum, er innfallin (Imploded). Kerfin eru enn til staðar en þau hafa misst raunsæi sitt og tilgang. Framundan er því glundroði, en ein afleiðing þessa glundroða er að SÞ báknið (79 stofnanir) eru að missa tilverurétt sinn.

Haustið 2021 eyddi ég talsverðum tíma í Arkívinu í að skilgreina hvert sé lögmæti slíkra stofnana, hvaðan þær fá þetta lögmæti og á hverju það myndi þá byggjast, og hver sé afmörkun slíks lögmætis. Röktum við sögu alþjóðaréttar frá alþjóðasáttumálum (Treaties) Westphalia, síðar Vínarsamningana, þá Versalasamningana og Þjóðabandalagið og loks Sameinuðu Þjóðirnar og Allsherjarþingið 1945, og þá hinar stofnanirnar 78.

Eitt af því sem er einkenni siðrofs, er að fólk sem býr við þetta skjalavaldsfyrirbæri, skilur ekki hvað það er. Eins og maðurinn sagði, "breskur morgunmatur merkir að marmelaðið verður að vera á borðum þó þú borðir það ekki." Eins er með SÞ báknið - það er þarna bara.

Nú vita margir að sjálfbærniskerfin og eco-þorpin og hringrásarkerfið, og mörg önnur verkefni, eru komin frá ýmsum þessara alþjóðastofnana, sem hluti þess að þau smiti sér eins og gró inn í stjórnkerfi þjóðríkjanna og smámsaman rýri (Depreciate) sjaĺfsvald þeirra sem smámsaman yfirfærist til alþjóðastofnana.

Eitt af einkennum þess að þetta gerist eru t.d. þegar þjóðgarðar breytast í Geoparks, þjóðminjar fara á heimsmynjaskrá, stofnun í sviss getur skipað þjóðríkjum að setja á grímuskyldu og hefja sprautuherferð, og svo mætti lengi telja.

Þetta er nú hrunið. Ýmsir leiðtogar utan Nató blokkarinnar hafa bent á undanfarin tvö ár - með Lavrov í fararbroddi, sem er enginn veifiskati - að endurhugsa þarf allt "79báknið" frá grunni, og bendir hann á ýmis áberandi dæmi.

Athugulir hafa vafalaust tekið eftir hversu taugaveiklaður Antonio Guterres hefur verið síðan átökin hófust í Úkraínu og nú í Gaza, sömuleiðis skjálftann sem er kominn á í alþjóðasamskiptum og alþjóðagreiningum varðandi kæru Suður Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir Alþjóðadómstólnum (ICJ) þessa dagana.

Einföldun; 79báknið var stofnað til að koma í veg fyrir átök á borð við Úkráinu og Gaza. ICJ var stofnað til að koma í veg fyrir þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir.

Ef Allsherjarráðið og Öryggisráðið og ICJ geta ekki sinnt þessum hlutverkum núna, hefur greining spámannsins sem nú er þriggja ára gömul, verið sönnuð og staðfærð fyrir þeim vættum sem skírskotað var í greiningunum á sínum tíma, og það merkir að undirstöður þeirra hafa umbreyst úr kletti í sand ...

... og þú veist hvað gerist þegar rigningarnar hefjast, ef hús þitt er byggt á sandi.

Mæli með tveim viðhengdum myndskeiðum frá í dag, þar sem Judge Napolitano ræðir við Alastair Crooke (fyrrum diplómat) annars vegar og Ray McGovern (fyrrum CIA greinanda) hins vegar, um málið sem nú er fyrir ICJ - sem er vandlega þagað yfir á vesturlöndum.

Ég er ekki viss hvað Alþjóðadómstólinn (International Court of Justice (ICJ)) annars vegar og Alþjóðlegi glæpadómstóllinn (International Cirminal Court (ICC)) eru nefndir á Íslensku elítunnar - en Íslenskufúsk ÍsQuislínga verður sífellt meira áberandi. Atriði sem ég hef mikið rætt hér í spennulosun eins og allir vita.
 
Ef einhver hefur tekið eftir að munur sé gerður á þessu í orðræðu elítunnar (ekki Elítunnar), eru ábendingar vel þegnar. Þangað til, nota ég mína eigin þýðingu - eins og í svo mörgum málefnum.
 
Málið er að þetta skiptir talsverðu máli, því ICJ er alvöru, en ICC er pólitískt djók.
 
Umfram allt, 79báknið er að molna niður, eins og allar kerfisbyggingar, innviðir og útviðir, um allan heim þessa dagana. Það er ekki hægt að hægja á því, en það er hægt að rýna hvaða þjóðríki hafa enn siðmenningu og borgararéttindi frekar en hrákaáróður og mannréttindi og koma sér þangað, tímanlega.
 
Þessi ráð eru byggð á bæði Biblíunni og Kóraninum, einu ritum heimsins sem þú getur treyst, eða næstum treyst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Menning er hvaðeina sem verður til þegar menn (og konur eru líka menn eins og börn og gamalmenni) koma saman. Það er mín skoðun að við séum að breytast í vélmenni og geimverur séu að gera slíkar breytingar á mannkyninu. Rökstuðningur: Tæknin er að verða komin til að setja vélhluti í stað líffæra, nanóhluti (sbr genabreytieitursprauturnar), tækni nútímans er sambærileg við vísindaskáldskap 20. aldarinnar. 

Svar mitt er þetta: Menning deyr þegar fólk hættir að trúa rökum náungans, hættir að eiga persónuleg samskipti, trúir á KERFI (kommúnista eða annarra) í stað þess að trúa á mennsku, fólk, skynsamleg rök, samræður, eigin vilja og mátt.

Menning er dauð þegar fólk hagar sér vélrænt, fer í sprautur án þess að rök séu á bakvið. Þú hefur sjálfur sannað að plágan var uppspuni. Fæstir trúa.

Fólk hlýðir vélrænt, ekki fólki, heldur kerfum. Ergo sum: Menningin er dauð. Það er ekki menning þegar fólk hagar sér ekki eins og lífverur með samvizku og anda, heldur vélar. 

Takk fyrir góða pistla. 

Ingólfur Sigurðsson, 16.1.2024 kl. 02:08

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk sömuleiðis, Ingólfur, og takk fyrir innlitið.

Guðjón E. Hreinberg, 16.1.2024 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband