Fimmtudagur, 21. desember 2023
-vild-
Hef í mörg ár bisast við að finna góða þýðingu á enska heitinu Open Source. Opnar lindir, er eitthvað sem maður leirast með, vitandi að orðið er til þó maður sjái það ekki. Sem fyrr segir, mun sá er þetta ritar aldrei gefa sig út fyrir að kunna Íslensku, en ljóst er að snörun er ekki þýðing. --hinthint
Nýlega sá ég - í tengslum við vonbrigðagosið - myndskeið frá Almannavörnum, og fylgdi því orðsending sem lauk á orðunum notist að vild. Vildarlindir (Open Source)! Hef mátað "vild" að fleiri hugtökum og hendingum þar sem eitthvað skal opið s.s. opin notendaleyfi (Free licence, Open licens), eru vildarleyfi.
Margir muna þegar ég leitaði logandi ljósi að Populisma og landaði því sem Lýðsæld. Það er eitt og eitt orð hér og þar sem maður hefur lent á. Er ekki enn sáttu við stríðstækni, hertækni, herkænska fyrir Strategy ... stundum hentar eitt frekar en annað, eftir setningum og málsgreinum í kring, ... en þetta landast einn daginn.
Ljóst er að mál, er ekki hið sama og orðalisti eða orðabókareglugerð. Samanber tilvitnun í Sveinbjörn heitinn Beinteinsson í síðustu færslu, en setning sú er leynilegi áttavitinn í flestum mínum skrifum undanfarinn áratug. Málvitund er merkingarknöttur (Sphere) þar sem hugsun hjúpar sýn, og orð miðla hugsun.
Fimm skref hugtaks: Sýn->lýsing->heiti/hljóð->útskýring->beiting!
Því fyrr sem dímoninn Árnastofnun er særður til heimkynna sína, lifnar Íslenskan á ný.
Heilagur Tómas Aquinas var ekki búinn með Summa Theologica þegar hann varð fyrir vitrun, svo stórfenglegri að hann fékkst ekki til þess að skrifa eitt orð til viðbótar, þrátt fyrir þrábeiðnir jafningja (Peers) sinna í Skólaspeki (Scholasticism). Þú getur náð þeim stað, að sjá svo skýrt að þú sérð, en þú getur hvorki útskýrt né meðtekið.
Íslamskir samtímamenn Skólaspekinga pældu í guðfræði eingyðistrúarinnar af fyrnamikilli dýpt sömuleiðis. Báðir þessir skólar eru með öguðustu frumspeki sem þú finnur. Margir þessara göfugu manna urðu vitskerrtir, þegar þeir stímdu svo nærri brúninni að þeir vöruðu sig ekki. Þú mátt aldrei fara innfyrir sjónarrönd (Event horizon) svartholssins, gímaldsins (Abyss).
... eins og Nítsjé sagði, þegar þú rýnir gímaldið, rýnir gímaldið þig.
... held að Leibniz hafi fattað þetta, maður les hann ekki, heldur venslast skrifum hans, og það tekur áratugi.
Sósíalískir húmanistar segja stundum að Nítsjé hafi réttlætt húmanismann, sem sýnir hversu lítið þeir skilja sína eigin þráttunarhyggju (Dialectic). Nítsjé gerði stólpagrín að húmanismanum, rétt eins og þegar Marxistar réttlæta sig með Hegel, hið sama á við.
Efnishyggja er söm við sig; hún sker burtu 89 prósent veruleikans og fleygjir.
... gættu þess að Sannleikurinn er bjartari sólinni; fyrst sólbrennur þú, en ef þú gætir þín ekki blindastu.
... eins er með svörtusólina ... hún sannfærir þig um að varðveita beri Píramídana sem dæla svörtu ljósi í sál þína, og kennir þér að uppnefna þá verkfræðiafrek.
- https://sacred-texts.com/chr/aquinas/summa/
- https://en.wikipedia.org/wiki/Priscian
- https://www.blog.is/forsida/leit/?query=l%FD%F0s%E6ld
Í veröld yfirborðshyggju og sýndarmennsku, þar sem allir keppst við dyggðamerkingar, bergmál og undirtektaveiðar, eru perlur betur kótaðar í tötrum en dreift ómerkum.
Athugasemdir
Breytanleg hrávara er bara tillaga fyrir open source, við skiljum báðir hver merkingin er, kóðar sem ekki eru lokaðir.
Segi ekki að þýðingin dugi, en eitt lítið spor í rétta átt.
Og þarna er fleira áhugavert sem þú kemur inná, læt þetta nægja að sinni.
Ingólfur Sigurðsson, 21.12.2023 kl. 14:02
Takk fyrir innlitið, Ingólfur, og bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 21.12.2023 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.