Fimmtudagur, 21. desember 2023
Þegar ráðuneytin voru endursett á einni nóttu, var stjórnkerfinu rænt
Einungis Forseti "Lýðveldisins" hefur vald til að stofna ráðuneyti og úthluta þeim verkefnum, ennfremur hefur hann einn vald til að skipa embættismenn (sem eru stofnanir). Því miður er sameiningartákn þjóðarinnar ekki forseti heldur trúartákn. {sjá tengda frétt}
Forsetinn hefur ekki leyfi til að afhenda (framselja) öðrum þetta vald og geri hann það, svíkur hann eiðstaf sinn við stjórnarskrá og gerist þar með landráðamaður.
Eftir höfðinu dansa limirnir.
Þegar Jóga og Denni lögðu niður ráðuneytin á sínum tíma, bjuggu þau til nokkur ný, endurmótuðu verkaskipan þeirra, og gáfu þeim löng og flókin heiti. Ef þú spyrð næsta mann (karl eða konu) t.d. í næstu biðröð; hvað eru ráðuneytin mörg og hvað heita þau, muntu ekki fá svar. Ef þú færð svar verður það á þessa leið; gvöð, ég veit það ekki.
Slíkt þjóðríki heitir með réttu Ísland-Norður-Kórea, en ekki Lýðveldið Ísland.
Eins og fram kemur í tengdri frétt, er hér spuni á ferðinni, eða stjórnskipunarvélráð. Lögð er niður ein stofnun - án þess að fram komi hver misnotar valdheimild forseta (landráð, valdarán) - og ný stofnuð í hennar stað. Þar með er búið - rétt eins og með Jógu og Denna á sínum tíma - að losa sig við nokkur skemmd epli úr starfsmannakörfunni.
Um leið og þau lögðu niður ráðuneytin, lögðu þau óbeint niður stofnanir þær sem undir ráðuneytin eru sett. Á einni nóttu gátu þau gert snyrtilegan uppskurð á hvaða epli yrðu áfram í öllum körfunum. Eins er hér; "... þar sem móta þarf ný vinnubrögð og nálgun ..."
Hér er verið að endurhanna innprentunarkerfi öfga-vinstris, með einni snyrtilegri skurðaðgerð. Hafi aldrei verið rætt á Íslandi hvað sé menntun og hvernig hún skuli framkvæmd, hver skuli framkvæma hana, hvað skuli innifalið og hvað ekki, eða réttindi eigenda* nemenda, þá er öll von úti um að það verði nokkru sinni gert héðan af.
Sá sem þetta ritar hefur marga salta fjöruna sopið í þessum málaflokki, síðan 1982 þegar hann fór fyrst að athuga hvað menntun sé og hvað hún sé ekki, og litið í marga skápana og strokið af mörgum hillunum. Framangreind yrðing er ekki gripin úr lausu lofti. Dugar að benda á, að fólk hérlendis getur ekki rætt menntun utan þess ramma sem þeirra eigin menntun mótaði þau til.
Útskýrðu fyrir hákarli muninn á söltum sjó og ferskvatni. Reyndu að sannfæra Ísbirnu um að stofnun eigi að ala upp húnana hennar. Finndu þér myndskeið af krókódílamömmu, hvernig hún ver sandbakkann þar sem hún gaut eggjunum (sem fuglar reyna að ræna) eða hvernig króklíngarnir hennar bregðast við mömmu sinni og hvernig hún kennir þeim að lifa af fyrstu dagana í ánni.
Hvað heitir sjávarkrókódíll (Crocodile vs. Alligator)?
Fyrir fáeinum árum sátum við tveir miðaldra karlar með skoðanir - í myndskeiði. Ræddum við um hvernig við hefðum báðir haft gaman af - öðru hvoru - að nýta okkur gamlan og nú úreltan vef "fjarlog.is" til að niðurhala listum yfir hvernig fjárlögum væri úthlutað til ráðuneyta og undirstofnana, og rekja eins og hægt væri hvert peníngarnir færu.
- https://www.youtube.com/watch?v=3BDCqXwrKlk (3t8m)
- https://www.youtube.com/watch?v=4ql3Ei6XYUA (3t35m)
- https://www.youtube.com/watch?v=lt2xzbTwzsw (4t39m)
Ári síðar var vefsvæðið úreldað og léninu þess í stað vísað á flókna undirsíðu á vef stjórnarráðsins - nú tekur það hálfan dag að smala tölunum saman. Um svipað leyti höfðum við nokkur hérlendis haft þann sið að vísa í tengla á síður hinna og þessara ráðuneyta - bæði í útgefnu efni og vefvistuðu - með vísan í efni sem rætt var í skrifum. Á svipuðum tíma og þetta var, brotnuðu allir slíkir tenglar, því eikkur embættismaður ákvað að það væri góð hugmynd að skipta út öllum vefsíðum hins opinbera.
Eitt sinn vann ég við að undirbúa útfösun á einum stofnanavef. Setti ég afrit af gamla vef þeirrar stofnunar á undirlénið "gamla.téðstofnun.is" einmitt til þess að tenglar í áður útgefið efni myndu halda sér. Setti ég tengil á nýju síðunni, á áberandi stað, með leiðbeiningum svo notendur hins opinbera efnis gætu skipt út "www" fyrir "gamla" í tenglum sínum.
Fjallað hefur verið um þetta skemmtilega verkefni í bók minni "Varðmenn kvótans" sem finna má á media.not.is bæði sem hljóðrit og prentrit. Inntakið er viðeigandi, því fagleg nálgun hins opinbera er í dag sama fúsk og hún var á þeim tíma.
Lokaorð: hvað eru margar stofnanir til á Íslandi, hversu marga starfsmenn hafa þær, hversu mörg þessara stöðugilda voru rétt auglýst, hvert er faglega kröfurímið* sem tryggir að hæfasta fólkið fái notið sín (eða heiðarlega) og hinir óhæfu séu fasaðir út - lýðræðislega?
Í stjórnarskrá Þjóðveldis, er gert ráð fyrir þessu síðastnefnda.
Hvernig þýðir þú enska heitið Accountability yfir á Íslensku? Aðvörun, þýðing þín verður aldrei notuð hérlendis.
Aðal atriðið er þó þetta; þú býrð í gúlagi en þú sérð ekki rimlana.
Flýðu meðan þér er enn fært. Ekki reyna að bjarga eignum sem þú átt ekki hvort eð er. Farðu og finndu þér ábyrga siðmenningu sem ber virðingu fyrir þér og fjölskyldu þinni og eigum þínum.
Einföld mælistika.
* Rím, samanber, fingrarím, tímarím, algrím, svo vitnað sé í einn vitrasta Íslending síðustu aldar: "Auðséð er, að bragregla er ekki trygging þess að kvæði sé mikils virði, en alltaf er leitt að sjá fagra hugsun í tötrum."
* Móðir á barn sitt þar til það verður lögráða, faðir er meðeigandi sé hann giftur móður. Þegar sósíalisminn afnam þessa meðalhófsreglu, eignaðist ríkið barnið ...
Um 30 störf auglýst vegna nýrrar stofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.