Glundroðinn eykst

Á meðan Elítan* er að reykja hass í Dúbæ, hver á sinni einkaþotu, eykst glundroðinn í heiminum. Evrópska sambandsríkið, sem uppnefnir sig Evrópusambandið*, er því sem næst gjaldþrota, þriggja milljón manna Nató herinn vopnlaus, viðhaldslaus, og heilsulaus (ADE*), enginn kaupir Bandarísk ríkisskuldabréf, Úkraínuherinn fær skyndilega engin vopn á meðan Ísraelsher (IDF) drepur tugþúsundir mæðra og barna (talan er komin fyrir 15000) og þarf öll vopnin.

Viti menn; Venezuela sem ekki hefur þorað að vaða í Guyana síðan 1895, fyrst af ótta við Breska flotann og því næst af ótta við þann Bandaríska, segir hingað og ekki lengra. Bretar hafa neitað að afhenda þeim gullforða þeirra í áratug, svo nú undirbúa þeir að taka af þeim gullnámurnar, og enginn ræður við neitt.

Eina lausn þín er flótti. Tja, það er til önnur, og þú þekkir hana; strúturinn og sandurinn, hún virkar ekki.

Þú manst þegar við sögðum þér að mikill glundroði væri framundan, fyrir þrem árum síðan og við sögðum þér hvers vegna, og við minntum þig í leiðinni á dálítið sérstakann bölvætt sem risi í kjölfar blóðfórna barnanna og hvaða lögmálum hann ynni eftir.

Hefurðu heyrt hugtakið vitjunartími?

Nítsjé benti á, fyrir hálfri annarri öld, hvernig drambsöm* siðmenning fellur inn í sjálfa sig. Hann var ekki svo vitlaus, hann Nítsjé.

Eru fjölmiðlar rörSýn og skRúvu ennþá heimsmyndin þín? Er poppið ekki búið í því bíóhúsi?

 

* elítan hér er hluti Elítunnar ...

* Union vs. Federation

* Antibody Dependent Enhancement, af völdum Eitursprautunnar

* Veit ekki enn hvernig við eigum að nota Hubris sem er öfga Pride sem aftur er öfga Arrogance. Meistari Ben Harnwell bendir á að Hubris sé einnig hrokafull ögrun gegn vættum.

 

 

Viðbót 12:40

Union glósur.txt - til úrvinnslu - Við höfum ekki haft neina ríkissmiðju síðan 1809, og því enga gætni við úrvinnslu hugtaka þegar kemur að slíku - sama á við um bæði dulefnisleg* og andleg fræði - s.s. áður hefur komið fram getum við ekki búist við neinu nema fúskmenningu af leiðtogum ríkisráns (Fjölnismenn og ÍsQuislíngar). Erðafurða; menning okkar er dáin, því hún hefur verið alin á fúski og klámi í meir en tvær aldir ...

Hef þessa vikuna þurft að heimsækja spítalann í lyfjagjöf þrisvar á sólarhring og hef því séð dálítið af skRÚV dagskránni þessa vikuna: þvílíkt algjört fúsk í dagskrárgerð. Engin sjálfsvirðing, enginn smekkur, enginn stíll, ekkert innsæi; hreinræktuð [sjálfs]fyrirlitning.

Við - svæpfólkið - þekkjum ekki einu sinni okkar eigin sögu:

https://www.facebook.com/hellarnir/photos

Allavega, orðaglósur til frekari úrvinnslu:

Stóra Arnar og Örlygs

hubris
  hroki, ofdramb

Pride, Proud
  Stoltur, Hreykinn, Montinn
 
Arrogance
  Hroki, dramb, þótti, ofmetnaður, gorgeir (gortugur), rembingur, rembilæti
 
  ---
 
 
Union
  Sameining, samruni, fullkomlega sameinaðir, samræmdir, samtaka - hvers kyns samband tveggja eða fleiri aðila t.d. bandalag, samtök - sambandsríki, ríkjasamband s.s. Bandarikin, Norðurríkin, - sameiningartákn ríkjasambands á fána - tengi, tengibúnaður, einkum í pípulögn, pípusmokkur, pípustúka - stæ: sammengi, mengi allra staka eða punkta sem tilheyra a.m.k. einu mengi í tilteknu samsafni mengja - student union nemendafélag, félagsstofnun stúd. - vefnaður o.þ.h. úr tveimur eða fleiri efnum s.s. bómull og hör, stéttarfélag, verkalyðsfél, ...

Federal
  Sambands, sambandslegur, bandalags - sem varðar miðstjórn sambandsríkis, sambandsstjórnar - sem varðar ríkisstjórn bandaríkjanna (alríkis) - hlynntur sambandsstjórninni (union) í borgarastyrjöld bandaríkjanna,
Federalism
  sambandsstjórnarstefna, stuðningur við slíka ..., stefna alríkisflokksins (federal party)
Federalization
  Sameining ríkja undir sambandsstjórn, það að leggja undir alríkisvald
Federal Reserve System
  Seðlabanki Bandaríkjanna myndaður af tólf aðalbönkum og stjórnað af sjö manna nefnd (Federal Reserve Board)

Confederacy
  Ríkjasamband, ríkjabandalag, bandalag, samband, samtök, samsæri, Suðuríkjasambandið, Sambandsríki ellefu ríkjaer sögðu sig úr lögum við Bandaríki Norður Ameríku - bandalagsríki, bandamaður, samsærisfélagi, sökunautur, glæpanautur, vitorðsmaður (confer að ráðskast, ráða ráðum)
 
 Ally (Allies)
  Bandamaður, bandalagsþjóð, bandalagsaðili - lífvera hlutur eða fyrirbæri af ætt við eitthvað af sambærilegu tagi, aðstoðarmaður, stuðningsaðili, sameinaður, eða tengdur í samstarfi, samherjar
 
Coalition
  bandalag, samband, samsteypa, samvinna (ríkja, flokka, stjórnmálamanna í tilt. tilgangi) s.s. verkefni eða stríð ...
 
Expedition - leiðangur
Expedite  - greiða fyrir  
Deliver[ance]
  Bera út, dreifa, afhenda, koma til skila, (kast) senda, greiða, flytja í mæltu máli, kveða upp, láta af hendi, framselja, leysa úr prísund, frelsa, aðstoða við (fæða), létta af sér, segja hug sinn - sem hæt er að afhenda, frelsun, lausn, björgun, hugarléttir, opinber yfirlýsing, formlegur úrskurður, björgun (bjargvættur)  

 

Takið eftir að á þeim sviðum sem orðabókin gefur margar tillögur, er í raun engin ísl. málhefð fyrir hendi, og Árnastofnun mun ekki leysa það mál, aðeins snillíngar á borð við Þórberg gætu "leyst okkur" (deliver) úr þeim álögum (despell) ... vorum við ekki komin með orð fyrir Spellbreak nú nýverið?

Sem fyrr segir, við eigum ekki að þurfa þess á þotuöld að frumvinna tungumálið til að leita hugtaka svo við getum sagt meiningu okkar ... ræðandi um samsæri ... við erum þó ekki öll týnd, þó ég sé ósammála okkar ágæta fyrrum ljöggjafa um margt er ég enn flissandi yfir þegar hann klíndi gleðileik (Divine Comedy) Dantes á elítuna "okkar" nú á dögunum ... kannski er enn von.

Á persónulegu nótunum. Heimsóknir mínar á spítalana undanfarin tvö ár, hafa sannfært mig um að læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, vita nær því ekkert um sjúkdóma (og synergystískt* ónæmiskerfi). Hef forðast að gagnrýna þetta góða fólk, en þau eru ekkert annað en afgreiðslutæknar. Því miður.

Sem betur fer vita þau þetta flest, en rétt eins og almenningur bíða frelsunar úr viðjum (Deliverance).

 

 

* Metaphysical - Frumspekileg, Dulefnisleg, ..

* Synergy, samlokuáhrif, samtvinnun, ...

 

Viðbót 20231212-14:03

Hubris: hortugur, hortug, hortugheit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Tungumálið varð til í bænda- og veiðimannasamfélagi og hentar ekki abstakt hugsun nútímans. En svona til fróðleiks þá er hér stutt þingræða um peninga. https://rumble.com/v3zcb9w-rennick-digital-currency-bill.html

Helgi Viðar Hilmarsson, 3.12.2023 kl. 19:01

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég hélt að Adam hefði smíðað túngumálið ...

OMG!

Bestu kveðjur, Helgi Viðar.

Guðjón E. Hreinberg, 3.12.2023 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband